Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 Fyrir nokkrum árum fór afstað umræða um munisem tengjast einvígiFischers og Spasskí í Laugardalshöll sumarið 1972. Tafl- menn sem notaðir voru í 3. skák voru seldir á uppboði í New York árið 2011 og nokkru síðar tók danska uppboðsfyrirtækið Bruun Rasmus- sen í Danmörku til sölu eftirlíkingar af því borði sem Gunnar Magnússon hafði hannað fyrir einvígið en verð- mætasti gripurinn „innanborðs“ var skákborðið sjálft en á því fór bar- áttan fram. Efasemdir um að rétt skákborð væri til sölu komu strax fram og voru m.a. byggðar á upplýs- ingum Þráins heitins Guðmunds- sonar, fyrrverandi forseta SÍ. Besta íslenska heimildin um ein- vígið er bók Freysteins Jóhanns- sonar og Friðriks Ólafssonar, Fisch- er gegn Spassky. Freysteinn var blaðafulltrúi SÍ og hafði aðgang að gögnum sem því viðvék. Í bókinni kemur fram að skákir einvígisins voru tefldar á tveim skákborðum, á steinborðinu voru fyrstu skákir ein- vígisins tefldar, nema sú þriðja sem eins og skákir 7-21 voru tefldar á því tréborði sem hér um ræðir: „Alls voru smíðuð 19 taflborð til einvígisins,“ skrifar Freysteinn. „Fyrst 4 steinborð, þá 5 tréborð og loks 10 tréborð til viðbótar. Af öllum þessum fjölda tefldu kapparnir að- eins á tveim borðum; steinborði, sem nú er geymt á Þjóðminjasafni Ís- lands, og tréborði.“ Því er við að bæta að eftir miklar vífillengjur lofaði Fischer að árita 10 tréborð, „ … sem ekki verði notuð,“ eins og stendur skrifað í bók Frey- steins og Friðriks. Tréborðið sem Þráinn fullyrti að hefði verið notað er í vörslu SÍ og það er óáritað. Eftir einvígið réðst stjórn SÍ í að láta smíða eftirlíkingar af borði Gunnars Magnússonar húsgagna- arkitekts og keypti athafnamaðurinn Páll G. Jónsson tvö slík en þeim fylgdi skákborð sem Páll taldi greini- lega að hefði verið notað í einvíginu – tréborðið. Hjá Bruun Rasmussen voru gripir þessir settir í söluferli sumarið 2012. Ekki varð af sölu. Hjá Heritage auction í New York í nóvember 2016 voru gripirnir svo aftur til sölu og verðmiðinn á fyrsta boði 120 þús. bandaríkjadalir (tæplega 15 millj- ónir ísl.) en matsverð á gripunum reiknað upp á 300 þús. bandaríkja- dali (tæplega 37 millj. ísl.). En var verið að bjóða upp rétt skákborð? Mér fannst blasa við að góð ljósmynd myndi leiða sannleik- ann í ljós en þær fáu myndir sem ég komst yfir og gátu gefið einhverja vísbendingu voru ekki í nægilega góðri upplausn. Eftir nokkra eftir- grennslan ákvað ég að láta staðar numið – um stundarsakir. Ekki alls fyrir löngu hafði sam- band við mig gamall kunningi, Júlíus Hjörleifsson. Hann kom á fundi með mér og spænskum manni, Alberto Canagueral, sem skrifaði um einvíg- ið fyrir spænsk blöð. Meðal vina sem hann eignaðist hér á landi var Sig- urður Jakobsson, næturvörður í Laugardalshöll meðan á einvíginu stóð. Þegar kvölda tók fór Alberto stundum í Höllina til að heilsa upp á Sigurð. Myndin sem hann sendi mér frá Barcelona og fylgir þessari grein er tekin af sviðinu eftir að síðustu skákinni lauk. Tréborðið sem á voru tefldar skákirnar sextán er þarna í allri sinni dýrð en takið eftir – línur á reitunum vísa í aðra átt. Enn er því fullkomin óvissa um það hvar tré- borðið er niðurkomið. Nú þegar styttist í 50 ára afmæli „einvígis ald- arinnar“ er æskilegt að sú gáta verði leyst. Hvar er skákborðið sem Fischer og Spasskí notuðu 16 sinnum? Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Sigurður Jakobsson Lokastaðan Vinur næturvarðarins, Alberto Canagueral, á sviði Laugardalshallar í byrjun september 1972. Á skák- borðinu er lokastaðan í síðustu einvígisskákinni. Línurnar í viðnum liggja langsum. Morgunblaðið/Heritage Auctions Skákborðið eins og það var kynnt á vef Heritage Auctions í nóvember 2016. Línurnar í viðnum liggja þversum. Atvinna Vantar þig ráðleggingar við sölu eignar þinnar? s 893 6001 Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is Guðbergur Guðbergsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari Fallegt 4ra-5 herbergja endaraðhús á eftirsóttum stað í Mosfellsbæ. Húsið er í heildina 179,6 fm, þar af bílskúr 29,6 fm. Mjög rúmgott risloft með óskráðum fm nýtt í dag sem sjónvarpsherbergi og skrifstofa. Bílskúr er með góðri lofthæð og geymslulofti (óskráður gólfflötur). Bílaplan með hitalögn. Húsið var málað að utan sumarið 2017. 75,9 mkr. s 570 4800 gimli@gimli.is www.gimli.is Spóahöfði 2 - Endaraðhús 179,6 m2 Nánari uppl.: Elín Urður, aðstm. elin@gimli.is, s. 690 2602 eða halla@gimli.is BLIKKSMIÐJA rekstur og fasteign Nánari upplýsingar gefur Gunnar Svavarsson: gunnar@kontakt.is H au ku r1 2. 18 KONTAKT hefur verið falið að finna kaupendur að Blikkiðjunni ehf. Garðabæ. Fyrirtækið rekur ágætlega tækjum búna blikksmiðju í eigin húsnæði (alls 635 m2) að Iðnbúð 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.