Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018
ol pium 350Nú jóðumvið til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda
Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem
eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn.
8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu.
Einnig mikið úrval aukabúnaða.
Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400
Austurvegur 69 - 800 Selfoss
Lónsbakk i - 601 Akureyr i
Só lvangi 5 - 700 Egilsstaðir
S ími 480 0400 // jotunn@ jotunn.is // www. jotunn.is
maxipodium 500
Hestakerrur frá Fautras
ym
maxipodium 500
b
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
TOYOTA LAND CRUISER 150 GX 35“
nýskr. 06/2014, ekinn 82 Þ.km, dísel, sjálfskiptur,
nýlega 35“ breyttur. Verð 7.440.000 kr.
Raðnúmer 258819
SUZUKI SX4 S-CROSS GL ALL GRIP
nýskr. 10/2013, ekinn 86 Þ.km, bensín,
sjálfskiptur. Verð 2.250.000 kr.
Raðnúmer 258682
ÓSKUM EFTIR BÍLUMÁ SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI
FORD F350 KING RANCH 4X4
nýskr. 01/2008, ekinn 174 Þ.km, dísel, sjálfskiptur,
pallhús, 35“ dekk. Verð 3.490.000 kr.
Raðnúmer 288297
SUZUKI SX4 S-CROSS 1,0 GL
nýskr. 07/2018, ekinn aðeins 750 KM, bensín,
sjálfskiptur. Eins og nýr! TILBOÐ 3.999.000 kr.
Raðnúmer 258614
AUDI A3 E-TRON DESIGN
nýskr. 06/2017, ekinn 23 Þ.km, bensín/rafmagn,
sjálfskiptur. Talsvert af aukahlutum, glæsilegt eintak!
Verð 4.190.000 kr. Raðnúmer 258730
Bílafjármögnun Landsbankans
Minjar og saga
Aðalfundur 2018
Minjar og saga, vinafélag Þjóðminjasafns Íslands,
boðar til aðalfundar 2018 laugardaginn
15. desember nk.
Fundurinn hefst kl. 15 í fundarsal Þjóðminjasafnsins við
Suðurgötu 41. Á dagskrá verða almenn aðalfundarstörf.
Á fundinum flytur einnig dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson
fyrirlestur um Sigurð Guðmundsson málara, en hann átti
drjúgan þátt í stofnun Fornminjasafnsins 1863. Það varð
síðar að Þjóðminjasafni Íslands.
Í tilefni 30 ára afmælis Minja og sögu mun félagið að sama
tilefni færa Þjóðminjasafninu veglega gjöf sem Margrét
Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður mun veita viðtöku.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta til fundarins en einnig
verður hægt að skrá sig í félagið á fundinum.
Stjórnin.
Ég held að þorri
karla og stór hluti
kvenna sé búinn að fá
upp í kok af áróðri
öfgafullra femínista í
þjóðfélagi nútímans.
Með svokallaðri
metoo-holskeflu hefur
allt farið úr bönd-
unum. Óttinn við
hatursviðbrögð öfga-
fólks hefur valdið því
að þeir sem hafa aðrar skoðanir þora
ekki að andmæla og því hefur skap-
ast svokallaður rétttrúnaður í þess-
um málum; rétttrúnaður sem reynir
(og hefur tekist) að kasta lögum og
siðferði út í vindinn. Þessi rétttrún-
aður hefur lagt Alþingi undir sig og
er varla við öðru að búast af því liði
sem þar er til varnar mannrétt-
indum. Örfáir þing-
menn eru hér undan-
skildir en ekki er
vogandi að nefna nöfn
þeirra vegna þess skít-
kasts sem yfir þá mun
þá dynja, svo og börn
þeirra og aðra þeirra
nánustu.
Sumir þingmenn
hafa því nauðugir leitað
í það skjól sem þögnin
veitir þeim en flestir
hafa reynt að afla sér
fylgis með því að tala
máli öfgahópanna gegn eigin betri
vitund.
Því þarf engan að undra að slíkir
menn flýja nú vinnu sína og vinnu-
stað á Alþingi í skjól klaustranna og
ausa þar úr skálum reiði sinnar í því
trausti að enginn heyri hvað þeir
segja.
Þetta er ekki stórmannlegt og því
er sá kostur einn í boði fyrir þennan
hóp og aðra þingmenn, sem ekki
hafa siðferðisþrek til að standa í
lappirnar og tjá skoðanir sínar, að
segja tafarlaust af sér.
Þjóðin þarf nýtt fólk á Alþingi.
Hins vegar þarf þjóðin ekki nýja
stjórnarskrá.
Klaustursiðferði þingmanna
Eftir Axel
Kristjánsson
Axel Kristjánsson
» Því er sá kostur einn
í boði fyrir þennan
hóp og aðra þingmenn,
sem ekki hafa siðferðis-
þrek til að standa í lapp-
irnar og tjá skoðanir
sínar, að segja tafar-
laust af sér.
Höfundur er lögmaður.
akri@internet.is
Nú hafast alþingis-
menn misjafnt að og
forgangsraða mikil-
vægum málefnum
furðulega. Klausturs-
málið er greinilega
þeirra aðalmál, þ.e.a.s.
þeir sem ekki voru á
Klausturs-barnum
básúna nú út og tala
illa um þá sem fengið
höfðu sér í aðra tána.
Þetta flokkast undir
tækifærismennsku enda hafa þeir
einnig viðhaft ljót orð um andstæð-
inga sína, þótt allsgáðir væru. Þar
með er ég ekki að mæla þeim eða því
bót, að alþingismenn né aðrir hagi sér
á þennan veg, heldur dreg það fram í
dagsljósið að þessi lágkúrumenning
hefur einmitt þróast innan Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs,
Samfylkingarinnar og Pírata, sem
ekki hafa legið á liði sínu við að drulla
yfir andstæðinga sína.
En hvort ætli sé mikilvægara
Klaustursmálið eða undirritunar-
áætlun Alþingis í Marokkó um að
opna hér landið endanlega og veita
öllum þeim sem eru á flótta, hælisleit-
endum eða hverjum sem er, leyfi til
að setjast hér að? Þetta gera þeir í
skjóli 100 ára fullveldisfagnaðar þjóð-
arinnar, þar sem þeir upphófu sig
hver á fætur öðrum um þjóðhollustu
og verndun menningar landsins og
mærðu hver annan í boði umdeilds
forseta landsins í átveislu á kostnað
þjóðarinnar. Það er vart undantekn-
ing að allir þeir þingmenn sem á Al-
þingi sitja bera ekki taugar til lands
né þjóðar, þar er á ferð eiginhags-
munalýður sem er tilbú-
inn að selja landsgæði
og menningu á altari
sýndarmennsku og und-
irlægjuháttar gagnvart
erlendum áhrifavöldum,
sem bera enga virðingu,
hug né hlýhug til lands
og þjóðar. Þetta er gjöf-
in sem alþingismenn
ætla að gefa þjóðinni á
aldarafmæli fullveldis
landsins. Fylgifiskurinn,
sem átti að vera skraut-
borðinn utan um þennan
gjörning, var afsal á öll-
um auðlindum þjóðarinnar til ESB og
kallast orkupakki 3.
Ég veit ekki hvar siðareglunefnd á
að byrja eða enda, en eitt er víst að ég
tel að þeir komi til með að hafa í nógu
að snúast fram á vorið, taki þeir starf
sitt alvarlega. Þá er einnig spurning
hvort umboðsmaður Alþingis sé ekki
nauðbeygður til að gefa alþingis-
mönnum tiltal, þannig að þeir átti sig
á að þeir séu á Alþingi fyrir land og
þjóð en ekki í umboði erlendra ríkja
eða ríkjasamtaka.
Íslenska þjóðfylkingin hvetur alla
landsmenn til að fylgjast vel með
framvindu mála, láta ekki dægurþras
og einstaka smáviðburði rugla sig í
ríminu, heldur kynna sér þau mál
sem varða heill þjóðar og lands til
frambúðar því það er greinilegt að
Alþingi þarfnast aðhalds.
Til hamingju, allir Íslendingar,
með 100 ára fullveldið. Það kom ekki í
morgunflögupakka, fyrir því þurfti að
berjast og fyrir því þarf að berjast
áfram. Vanvirðum ekki þá kynslóð
sem gerði okkur frjáls, það er fljótt
að tapast stöndum við ekki í lapp-
irnar.
Misjafnt hafast
alþingismenn að
Eftir Guðmund
Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl
Þorleifsson
» Íslenska þjóðfylk-
ingin hvetur alla
landsmenn til að
fylgjast vel með
framvindu mála, láta
ekki dægurþras og
einstaka smáviðburði
rugla sig í ríminu.
Höfundur er formaður Íslensku
þjóðfylkingarinnar.
rafspenna@simnet.is
Atvinna