Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 NÝBYGGING Í AUSTURHLÍÐ 10, REYKJAVÍK Samtök aldraðra byggingarsamvinnufélag mun halda kynningarfund á nýjum íbúðum fyrir félagsmenn sína að Austurhlíð 10, Reykjavík (gamli Kennaraskólareit­ urinn), miðvikudaginn 12. desember 2018 kl. 14:00 á Grand Hótel (í sal merktur Gullteigur), Sigtúni 38, Reykjavík. Um er að ræða 60 íbúðir í þremur húsum með lyftu í hverju húsi. Íbúðir verða tveggja til þriggja herbergja, 81­120 fermetra, með þvottaherbergi innan íbúðar. Bílageymslan, sem er niðurgrafin, verður staðsett milli húsanna. Reiknað er með rúmgóðu stæði í bílageymslu fyrir hverja íbúð. Þá verða 60 séreigna­ geymslur og sameiginlegur samkomusalur fyrir íbúa. Ein húsvarðaríbúð verður fyrir öll húsin. Vor í Pétursborg sp ör eh f. Vor 2 Pétursborg er án efa miðstöð menningar og lista og hafa bókmenntir, tónlist og leiklist þaðan mikla þýðingu um heim allan. Við skoðum m.a. virki heilags Péturs og Páls, dómkirkju heilags Ísaks og Vetrarhöllina. Hér er því margt sem gleður augað og margir hápunktar! 3. - 8. apríl Fararstjóri: Pétur Óli Pétursson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 174.700 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fornleifafræðingur sem stjórnað hefur aðgerðum í Vatnsviki í Þing- vallavatni telur afar mikilvægt að taka 16. aldar bátinn sem þar fannst upp og forverja hann. Telur Bjarni F. Einarsson að staðurinn sé fljótur að kvisast út. Fólk fari væntanlega að leita og báturinn verði fljótur að hverfa og umhverfi hans spillist. Báturinn fannst þegar Erlendur Bogason, kafari á Akureyri, var að taka myndir af botnlífi í Þingvalla- vatni fyrir Náttúruminjasafn Ís- lands. „Hann var að svamla þarna í víkinni, sá bátinn og smellti nokkr- um myndum af honum. Hilmari [J. Malmquist, forstöðumaður Náttúru- minjasafnsins] fannst þetta forvitni- legt og sendi mér nokkrar myndir. Mér fannst strax líklegt að þetta væri gamall bátur,“ segir Bjarni. Ekki haugur fornmanns Bjarni segir erfitt að aldursgreina báta út frá lögum því þeir hafi verið í stórum dráttum eins frá því um 400 eftir Krist. Þessi bátur sé með þessu klassíska lagi, súðbyrtur bátur sem sjá megi um öll lönd á Norður- löndum. Þá sést á myndunum eins og grafinn hafi verið kantur með öðrum byrðingnum og hringlaga holur. Þá hafi verið hrossabein skammt frá. Þessi ummerki gátu bent til þess að þetta væri bátskuml, þar sem fornmaður hefði verið graf- inn ásamt bát sínum og hesti. Kuml- ið hafi síðan farið undir vatn í land- sigi. Þess vegna lagði Bjarni áherslu á að rannsaka þetta frekar og fékk leyfi til þess. Kafaði hann niður að bátnum með Erlendi kafara, tók við- arsýni og skoðaði bátinn og um- hverfi hans nánar. Kom þá í ljós að báturinn gat ekki verið frá land- námsöld því skinnurnar sem saum- urinn er hnoðaður á eru hringlaga en ekki ferkantaðar eða tígullaga. Kenningin um hauginn gekk því ekki upp. Notaður við veiðar Viðurinn reyndist vera úr skógar- furu. Geislakolagreining sýndi að báturinn er frá 16. öld og er hann þar með langelsti íslenski báturinn. Næstelsta skipið sem hér hefur fundist er skútan Mjaltastúlkan sem sökk árið 1659 við Flatey á Breiða- firði en hún er hollensk. Bjarni telur mestar líkur á að bát- urinn hafi verið notaður við veiðar. Leggjarbein, svokallaður neta- stokkur, sem fannst nokkra tugi metra frá er vísbending um það en ekki sönnun. Báturinn gæti hafa sokkið en Bjarna finnst manngerða umhverfið benda til þess að báturinn kunni að hafa verið í hrófi, grafinni holu til að geyma báta í, og síðan sig- ið niður fyrir vatnsborðið. Einar E. Sæmundsson, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, bendir á að vitað sé um nokkur mannvirki neðansjávar í vatninu sem sýni hversu mikið land hafi sigið. Sjálfur fann hann búðarrúst neðansjávar mitt á milli Vellankötlu og bátsins. Bjarni segir mikilvægt að rann- saka svæðið frekar, meðal annars að taka sýni úr sverðinum til aldurs- greiningar. Varðveittur í gestastofu? Bjarni segir vandasamt að for- verja báta sem lengi hafi legið í vatni. Segist ekki þekkja hvort að- stæður séu til þess hér hjá Þjóð- minjasafninu. Góður kostur geti ver- ið að senda bátinn til Danmerkur þar sem margir helstu bátasérfræð- ingar heims starfi. Það kosti mikla fjármuni og telur hann að kostnaður gæti fælt yfirvöld frá því að taka bát- inn upp. „En það vona ég svo sann- arlega að verði ekki,“ segir Bjarni. Einar segir að vel komi til greina að varðveita bátinn í nýrri gesta- stofu þjóðgarðsins. Ef það sé ekki talið henta sé allavega mikilvægt að segja sögu hans þar. „Þetta er mjög skemmtilegur fornleifafundur og við fylgjumst með rannsókninni jafn spennt og aðrir,“ segir hann. Ljósmynd/Erlendur Bogason Í Þingvallavatni Flakið er af 4-5 metra löngum báti með hefðbundnu norrænu lagi. Hann er nærri 500 ára gamall. Báturinn verði tek- inn upp og varinn  Langelsti bátur landsins fannst á botni Þingvallavatns Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Tillaga Minjastofnunar um friðlýsingu Víkurgarðs, hins forna kirkjugarðs í miðbæ Reykjavíkur, barst Lilju Al- freðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, á þriðjudaginn. Kristrún Heiða Hauksdóttir, upplýsinga- fulltrúi ráðuneytisins, sagði í gær að tillagan væri vinnu- gagn að mati ráðuneytisins og ferill málsins rétt hafinn. Hún sagði að ekki hefðu átt sér stað viðræður milli ráðu- neytisins og stofnunarinnar um málið enn sem komið er. Næstum tveir mánuðir eru síðan Minjastofnun til- kynnti um áform sín að óska eftir sérstakri friðlýsingu Víkurgarðs sem þegar nýtur aldursfriðunar samkvæmt lögum um menningarminjar. Var öllum hagsmunaaðilum ritað bréf um málið og óskað eftir athugasemdum fyrir 22. október síðastliðinn. Meðal þeirra sem brugðust við var Reykjavíkurborg sem lagðist gegn tillögunni. Minjastofnun hefur tilkynnt að hún veiti engar upplýs- ingar um málið fyrr en niðurstaða ráðherra liggur fyrir. Miklar deilur hafa verið um hótelbyggingu á Lands- símareit við Víkurgarð, en hluti hennar verður á svæði þar sem hinn forni kirkjugarður var áður. Hafa ýmsir áhyggjur af því að Víkurgarður, sem oft er einnig nefnd- ur Fógetagarður, muni skaðast af nábýlinu. Friðun á borði ráðherra  Minjastofnun hefur sent tillögu um friðun Víkurgarðs Morgunblaðið/Hari Mótmæli Skiptar skoðanir eru um byggingu hótels í Víkurgarði og voru mótmæli haldin í síðasta mánuði. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.