Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018
Verð frá 94.999
25% afsláttur af aukakönnum
Vitamix blandararnir eiga
sér engan jafningja.
Mylja nánast hvað sem
er. Búa til heita súpu
og ís.
Hraðastillir, prógrömm
og pulse rofi sjá til þess
að blandan verður ávallt
fullkomin og fersk!
Jólagjöfin í ár
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
Ascent serían frá Vitamix
STUTT
● Samherji, sem
fer með 9,22%
hlut í smásölufyrir-
tækinu Högum,
hefur óskað eftir
því við stjórn fé-
lagsins að hún
boði til hluthafa-
fundar þar sem
stjórnarkjör verði
sett á dagskrá,
eins og það er orð-
að í tilkynningu sem send var til Kaup-
hallar.
Í tilkynningunni er vísað til hluta-
félagalaga og samþykkta Haga, þar
sem fram kemur að boða skuli til hlut-
hafafundar ef hluthafar sem ráða yfir
minnst 5% hlutafjárins krefjist þess
skriflega og greini fundarefni. „Með
vísan í samþykktir félagsins mun stjórn
undirbúa boðun hluthafafundar,“ segir
að lokum í tilkynningunni. tobj@mbl.is
Samherji vill
stjórnarkjör í Högum
Sala Hagar reka
m.a. Hagkaup.
Í gær samþykkti ríkisstjórn Íslands
að leggja fram á Alþingi frumvarp
fjármála- og efnahagsráðherra um
breytingar á lögum um meðferð
krónueigna sem háðar eru sérstök-
um takmörkunum og lögum um
gjaldeyrismál.
Í frétt frá Seðlabanka Íslands seg-
ir að breytingarnar feli í sér að af-
landskrónueigendur geti losað eignir
sínar að fullu með því að skipta þeim
í gjaldeyri á álandsmarkaði eða eiga
þær sem fullgildar álandskrónur
þegar um samfellt eignarhald frá því
fyrir fjármagnshöft er um að ræða.
Í fréttinni segir einnig að verði
frumvarpið að lögum muni breyting-
arnar fela í sér auknar heimildir til
úttekta af reikningum sem háðir eru
sérstökum takmörkunum. „Þessar
auknu heimildir eru þrenns konar. Í
fyrsta lagi er um að ræða almenna
heimild fyrir alla aflandskrónu-
eigendur til að losa aflandskrónu-
eignir til að kaupa erlendan gjald-
eyri og flytja á reikning erlendis. Í
öðru lagi er heimild fyrir aflands-
krónueigendur, sem átt hafa af-
landskrónueignir samfellt frá 28.
nóvember 2008, til að losa aflands-
krónueignir undan takmörkunum
laganna. Í þriðja lagi er heimild fyrir
einstaklinga til að taka út allt að 100
milljónir króna af reikningum háð-
um sérstökum takmörkunum.“
Eru 3,1% af landsframleiðslu
Þá segir í frétt Seðlabankans að
stjórnvöld hafi unnið markvisst að
því að leysa þann vanda sem felst í
aflandskrónueignum við losun fjár-
magnshafta með ýmsum hætti og
hafi heildarumfang aflandskrónu-
eigna minnkað. Við gildistöku lag-
anna um meðferð krónueigna sem
háðar eru sérstökum takmörkunum,
sem tóku gildi í maí 2016, voru af-
landskrónueignir áætlaðar um 319
milljarðar króna eða um 15% af
vergri landsframleiðslu, samkvæmt
fréttinni, en eru nú metnar um 84
milljarðar eða um 3,1% af vergri
landsframleiðslu. Þá segir bankinn
að efnahagslegar forsendur standi
nú til þess að losa fjármagnshöft á
aflandskrónueignum.
Morgunblaðið/Ómar
Krónur Efnahagslegar forsendur standa nú til losunar fjármagnshafta.
Aflandseignir
losaðar að fullu
84 milljarðar eftir af aflandskrónum
langt síðan mathöllin var opnuð. Það
var 1. júní en frá þeim tíma hafa 170
þúsund gestir komið við í mathöll-
inni.
Berta segir að mathöllin sé meiri
nágrennisstaður en þau hjá Sjávar-
klasanum hafi gert sér grein fyrir.
„Grandi mathöll er miklu meiri ná-
grennisstaður en við gerðum okkur
grein fyrir. Við fáum svo ofboðslega
mikið af fjölskyldum til okkar í mat,
en ekki bara í drykki,“ segir Berta í
samtali við Morgunblaðið.
Þekkt tekjumódel
Aðspurð segir hún að leigan á
Granda mathöll sé ekki meira
íþyngjandi en á öðrum sambæri-
legum stöðum. Spurð hvort hún hafi
heyrt af slíkri umræðu segir Berta:
„Já, auðvitað höfum við verið að
taka spjallið með það en ég held að
hún sé ekkert meira íþyngjandi en
annars staðar. Það sem er alltaf
íþyngjandi í veitingahúsarekstri er
startkostnaðurinn. Hann þyngir
róðurinn. En þau horfa nú fram á
bjartari tíma,“ segir Berta um
rekstraraðila mathallarinnar.
„Leigumódelið á Granda mathöll er
sambærilegt því sem er annars stað-
ar þar sem nokkrir staðir koma
saman. Þetta tekjumódel er sam-
bærilegt við aðrar mathallir, bæði að
íslenskri og erlendri fyrirmynd,“
segir Berta.
Opna fiskbúð
Að sögn Bertu hefur rekstur mat-
hallarinnar gengið afar vel og stefnt
er að opnun fiskbúðar í mathöllinni
snemma á næsta ári.
„Þetta fer afskaplega vel af stað.
Það sem við erum að undirbúa núna
er að við erum að opna fiskbúð á
næsta ári. Til að tengja betur saman
höfnina og sjávarútveginn fyrir
gestina. Þar getur þú keypt fisk til
þess að elda heima, tilbúna fiskrétti.
Eða jafnvel fengið þér einhvern góð-
an rétt og tyllt þér í mathöllinni og
fengið þér að borða líka,“ segir
Berta. Aðspurð hvort það sé ekki
einmitt það sem fólk hefur verið að
kalla eftir jánkar hún því.
„Jú, klárlega. Okkur hefur þótt
vanta svona gamaldags og góða fisk-
búð á Granda. Við stefnum að því að
Grandinn verði kísildalur sjávar-
útvegs í heiminum og þá er nú alveg
nauðsynlegt að hafa eina fiskbúð,“
segir Berta. Ljóst er að nóg er um
að vera á Granda þessa dagana en
um helgina verður haldin aðventu-
hátíð á svæðinu með jólasveinum og
lifandi tónlist þar sem öll fyrirtækin
taka þátt.
Margar breytingar í mathöllinni
170 þúsund gestir hafa sótt Granda mathöll frá opnun Micro Roast vínbar er á útleið og óljóst hvað
kemur í staðinn Stefnt er að opnun fiskbúðar snemma á næsta ári sem tengir mathöllina við umhverfið
Mathöll 170 þúsund gestir hafa sótt Granda mathöll frá 1. júní. Þar er nóg
um að vera og er m.a. stefnt að opnun fiskbúðar snemma á næsta ári.
Ljósmynd/Chris Cary
Grandi mathöll
» 170 þúsund gestir hafa sótt
Granda mathöll frá 1. júní er
mathöllin var opnuð.
» Stefnt er að opnun „gamal-
dags“ fiskbúðar snemma á
næsta ári þar sem einnig verð-
ur hægt að borða á staðnum.
» Micro Roast vínbar verður
lokað á næstunni og óvíst er
hvað kemur í staðinn.
» Frumkvöðlavagninn hefur
verið tekinn tímabundið úr um-
ferð en verður opnaður í nýrri
mynd þar sem boðið verður
upp á fjölbreyttari mat.
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Nokkrar breytingar eru í farvatninu
hjá Granda mathöll. Loka á Micro
Roast vínbar, sem rekinn er af Te og
kaffi, en staðurinn leggur undir sig
flesta fermetra í mathöllinni og óvíst
er hvaða rekstraraðili kemur inn í
staðinn. Þá hefur Pop-up vagninn
tímabundið verið tekinn úr umferð
en þar hafa matarfrumkvöðlar feng-
ið tækifæri til þess að leigja vagninn
í 1-2 mánuði. Ætlunin er að gera
vagninn veglegri svo hægt sé að
bjóða upp á fjölbreyttari mat. Því til
viðbótar er einn rekstraraðili kom-
inn í söluferli en ekki var hægt að fá
upplýsingar um hvaða staður það er
að svo stöddu. Að auki er stefnt að
opnun nýrrar fiskbúðar í höllinni
sem kemur til viðbótar við þá staði
sem fyrir eru. Því verður mathöllin
stækkuð.
Nágrennisstaður
Að sögn Bertu Daníelsdóttur,
framkvæmdastjóra Sjávarklasans,
sem rekur Granda mathöll, eru
breytingarnar eðlilegur hluti af
rekstri slíkrar mathallar. Sér í lagi
þegar horft er til þess að ekki er
8. desember 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.6 123.18 122.89
Sterlingspund 156.04 156.8 156.42
Kanadadalur 91.18 91.72 91.45
Dönsk króna 18.595 18.703 18.649
Norsk króna 14.304 14.388 14.346
Sænsk króna 13.571 13.651 13.611
Svissn. franki 122.75 123.43 123.09
Japanskt jen 1.0865 1.0929 1.0897
SDR 169.45 170.45 169.95
Evra 138.81 139.59 139.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.627
Hrávöruverð
Gull 1236.45 ($/únsa)
Ál 1966.0 ($/tonn) LME
Hráolía 61.36 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á