Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 40
40 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018
Tvíburarnir Áslaug og Ólafía Hreiðarsdætur eiga 50 ára af-mæli í dag. Þær ætla að halda upp á samanlagt 100 ára af-mæli í skála Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði í kvöld.
„Við spilum báðar golf og erum í skemmtilegum félagsskap í
Keili sem heitir Gollurnar og höfum farið í golfferðir til Flórída og
Spánar,“ segir Áslaug. Þær eru líka miklar fjölskyldumanneskjur.
Börn Áslaugar eru Hreiðar Geir, 29 ára, Kristín Björg, 23 ára,
Fjóla Ýr, 17 ára, og Jörundur Ingi, níu ára, og hún á þrjár ömmu-
stelpur. Börn Ólafíu og Magnúsar Pálssonar, eiginmanns hennar og
flugumferðarstjóra, eru Eygló Anna, 28 ára, og Margrét Sif, 25 ára,
og stjúpdóttir hennar er Halldóra Kristín. Barnabörnin eru orðin
fjögur.
Áslaug er kennari á yngsta stigi í Hörðuvallaskóla sem er í Kóra-
hverfi og vinnur einnig í Epal. Hún situr í stjórn Máleflis, sem er
aðildarfélag fyrir börn með málþroskaraskanir. Ólafía vinnur hjá
sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.
Þær Áslaug og Ólafía eru Hafnfirðingar og heldur Ólafía tryggð
við heimabæinn en Áslaug býr í Garðabæ, en hún hefur einnig búið
í Þýskalandi og Hollandi.
Hvernig mynduð þið lýsa hvor annarri? „Við hugsum mjög svipað
og erum samrýndar. Ólafía er nú þessi skipulagða og er snillingur
að skipuleggja viðburði. Áslaug er aðeins rólegri hvað það varðar
og fylgir bara systur sinni.“
Systurnar Ólafía (til vinstri) og Áslaug eru mjög samrýndar.
Tvíburar og gollur
Áslaug og Ólafía Hreiðarsdætur eru 50 ára
R
agnar Halldór Hall
fæddist í Reykjavík
8.12. 1948 og ólst þar
upp í Vesturbænum, á
Melunum. Hann æfði og
keppti í knattspyrnu með KR í yngri
flokkum félagsins og hefur verið KR-
ingur alla tíð. Hann lauk verslunar-
prófi frá VÍ 1967, stúdentsprófi þaðan
1970, embættisprófi í lögfræði frá HÍ
1975, öðlaðist hdl.-réttindi 1978 og
hrl.-réttindi 1992.
Ragnar var fulltrúi sýslumannsins í
Suður-Múlasýslu og bæjarfógetans á
Eskifirði 1975-79, fulltrúi yfirborgar-
fógetans í Reykjavík 1980, borgarfóg-
eti í Reykjavík 1980-92 en hefur síðan
verið lögmaður hjá Mörkinni lög-
mannsstofu og til skamms tíma einn
eigenda stofunnar.
Ragnar var varadómari í Hæsta-
rétti í einu dómsmáli 1989, dómari í
Félagsdómi 1983-91, var skipaður
setudómari í fjölda dómsmála á ár-
unum 1976-91, var formaður nefndar
um ágreiningsmál í heilbrigðisþjón-
ustu 1991-94, var formaður örorku-
nefndar 1993-2003, var settur ríkis-
saksóknari 1996 og ríkislögreglustjóri
1998, ad hoc í tveimur málum, og var
prófdómari við lagadeild HÍ 1988-
2001.
Ragnar var fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í bæjarstjórn og bæjarráði
Eskifjarðar 1978-79.
Ragnar hefur ritað talsverðan fjölda
blaðagreina, flestar um málefni sem
tengjast lögfræðistörfum og skyldum
málefnum.
– Starfsferill þinn er tvískiptur,
Ragnar. Fyrst varstu embættismaður
en síðan ertu hinum megin við borðið,
að verja einstaklinga sem fjölmiðlar,
almenningur og embættismenn vildu
Ragnar Halldór Hall lögmaður – 70 ára
Á Sykurtoppnum í Rio de Janeiro Lögmennirnir Ragnar Hall og Gestur Jónsson slaka á með eiginkonum sínum.
Úr embættisferli í máls-
vörn fyrir réttarríkið
Ljósmynd/Gunnar V. Andrésson
Afmælisbarnið Ragnar í dómsal.
Hvammstangi Stefanía Ósk
Birkisdóttir fæddist í Reykja-
vík 6. mars 2018. Hún vó 3.454
g og var 51 cm að lengd. For-
eldrar hennar eru Elísabet Eir
Steinbjörnsdóttir og Birkir
Þór Þorbjörnsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
HLEÐSLUTÆKI
TUDOR TUDOR
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Hleður og vaktar rafgeyminn þinn í vetur
20%
jólaafslá
ttur
af þessum
frábæru
hleðslutæ
kjum
Tilvalin
jólagjöf
12v 0,8A
12v 5,5A
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is