Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 ALMAR BAKARI BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari Opið mánudaga til laugardaga kl. 7-18, sunnudaga kl. 8-18 JÓLIN KOMIN hjá Almari bakara SALATBAR ferskur allan daginn hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætis- ráðherra þegar úrslitin voru kynnnt. „Sú tillaga sem hlýtur fyrstu verð- laun verður nú lögð til grundvallar við hönnun viðbyggingar við gamla Stjórnarráðshúsið. Lögð var rík áhersla á að horft yrði til hugmynda- fræði sjálfbærrar þróunar og vist- vænnar hönnunar. Í samræmi við það yrði m.a. litið til orkunýtni, efn- isvals og heilsuverndar við hönn- unina og áhersla lögð á að neikvæð umhverfisáhrif yrðu lágmörkuð í öllu ferlinu. Þetta mun hafa áhrif á vellíðan þeirra sem munu starfa í byggingunum en það er jafnframt von mín að þær framsæknu hug- myndir sem bárust geti orðið til fyr- irmyndar í öðrum framkvæmdum hér á landi í framtíðinni, ekki síst að því er varðar sjálfbærni og vistvæna hönnun og verði jafnframt lyftistöng fyrir þróun byggingarlistar hér á landi,“ sagði forsætisráðherra Fyrstu verðlaun hlutu Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason hjá KURTOGPÍ og Garðar Snæbjörnsson, Jóhanna Høeg Sig- urðardóttir og Ólafur Baldvin Jóns- son. Gengið verður til samninga við höfunda tillögunnar um framhaldið. Næsta skref í málinu er að rannsaka fornleifar á byggingarlóðinni. Forn- leifauppgröfturinn hefur verið boð- inn út og verða tilboðin opnuð 18. desember n.k. Verkinu skal að fullu lokið 31. október 2019. Eftir er að vinna deiliskipulag fyr- ir lóðina í samráði við Reykjavík- urborg. Borgin mun auglýsa tillög- una og geta allir kynnt sér hana og gert athugasemdir ef ástæða þykir til. „Frá því ákvörðun er tekin um að halda ferlinu áfram tekur rúmlega ár að ganga frá deiliskipulagi og full- hanna bygginguna,“ segir Ágúst Geir í svarinu. Hann segir jafnframt að verkefnið sé að fullu fjármagnað í fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Fram kemur í áliti dómnefndar að flestir tillöguhöfundar kusu að vinna með byggingu sem að einhverju eða öllu leyti var á þremur hæðum, auk kjallara. Sex höfundar hönnuðu byggingu á fjórum hæðum en ein- ungis þrír völdu að leysa verkefnið á tveimur hæðum. Sú tillaga sem valin var til fyrstu verðlauna var ein þeirra. Í umsögn dómnefndar segir m.a: Nýbyggingin myndar lágstemmdan bakgrunn fyrir Stjórnarráðshúsið og er á tveimur hæðum sem er ótví- ræður kostur. Gluggar á vesturvegg eru reglulegir eins og gluggar Stjórnarráðshússins. Ásýnd til norð- urs er tilbrigði við skyggni Hverfis- götu 4 og gluggasetningu á efri hæð- um þess húss. Byggingin er dregin til baka frá Bankastræti og þar á milli er garður með blómstrandi runnagróðri. Útveggir sitja á lágum tilhöggnum grásteinssökkli sem rís upp í fulla hæð á suður- og norður- gafli og er þá sléttur. Annars eru út- veggir ljós buffhömruð steypa með reglulegum lóðréttum „rifjum“ og báruðum slípuðum terrasso innfell- ingum þar sem við á. Yfirbragðið bjart og létt Í innra skipulagi er áherslan á skýra aðgreiningu, tengingar og sveigjanleika. Skrifstofur eru á efri hæð, en sameiginleg rými og að- gangsrými gesta eru á þeirri neðri. Þá segir að tillagan hafi það fram yfir aðrar að hún einkennist af skiln- ingi á þörfum starfseminnar og leysi kröfur samkeppnislýsingar um rým- isskipan afar vel. Niðurstaðan sé einföld en fáguð umgjörð um starf- semi ráðuneytisins. Yfirbragð húss- ins sé bjart, létt og áreynslulaust og efnistök skýr. Sýning á samkeppnistillögum stendur yfir til 31. desember 2018 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Tölvumynd/ KURTOGPÍ Verðlaunatillagan „Viðbyggingin vitnar af hógværð og yfirlætisleysi um vandaða byggingarlist sinnar samtíðar í farsælu sambýli við Stjórnarráðshúsið,“ segir m.a. í umsögn dómnefndar. Viðbygging gæti kostað milljarð Athyglisverðar tillögur Tvær af 30 tillögum. Til vinstri er tillaga Thor Architects. Til hægri er tillaga Minarc.  Starfsemi forsætisráðuneytisins verður á einum stað  Leigir nú á sjö stöðum við Hverfisgötu BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Samkvæmt frumathugun sem Framkvæmdasýsla ríkisins gerði í fyrra má ætla að kostnaður við byggingu 1.200 fermetra húss við Stjórnarráðshúsið geti legið á bilinu 820,1 til 996 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari forsætisráðu- neytisins við fyrirspurn Morgun- blaðsins. Ágúst Geir Ágústsson, skrif- stofustjóri skrifstofu yfirstjórnar ráðuneytisins, tekur fram í svarinu að vert sé að nefna að í frumathug- unaráætlun séu margir óvissuþætt- ir. Eiginleg kostnaðaráætlun verk- efnisins verði unnin í næsta áfanga þess. Hún muni byggjast á for- sendum hönnunar og útfærslu verð- launatillögunnar og er stefnt að því að sú vinna hefjist á næsta ári. Með viðbyggingunni er stefnt að því að starfsemi forsætisráðuneytisins verði á einum stað. Ráðuneytið er með starfsemi í Stjórnarráðshúsinu sem er í eigu ríkisins en leigir nú á sjö stöðum við Hverfisgötu (eign- arhlutar í eigu margra aðila) til við- bótar. Samtals fermetrar í leigu eru 1.142, mánaðarleiga er kr. 2.624.699. Þá áformar ráðuneytið að taka við- bótar-skrifstofuhúsnæði tímabundið á leigu frá 1. janúar nk. í miðbæ Reykjavíkur vegna flutnings jafn- réttismála til forsætisráðuneytisins og standa samningaviðræður yfir um leigugjald vegna þess. Þrjátíu tillögur bárust í sam- keppnina um hið nýja hús og í mörg- um þeirra tekst höfundum að fella bygginguna vel að Stjórnarráðshús- inu og þeirri byggð sem fyrir er í næsta nágrenni, að því er fram kom Við stofnun heimastjórnar hinn 1. febrúar árið 1904 var ákveðið að Stjórnarráðshúsið, sem áður hafði m.a. verið aðsetur lands- höfðingjans, yrði aðalaðsetur landstjórnarinnar, síðar ríkis- stjórnar Íslands. Upphaflega var húsið reist sem tukthús og var hafist handa við byggingu þess árið 1761. Árið 1819 varð húsið emb- ættisbústaður stiftamtmanns og árið 1873 Landshöfðingja- hús. Saga hússins hefur verið samofin sögu þjóðarinnar, segir forsætisráðherra. Bygging þess hófst 1761 STJÓRNARRÁÐSHÚSIÐ Samkeppni um Stjórnarráðsbyggingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.