Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Vart hefur orðið talsverðrar óánægju með framkvæmda- samkeppni sem ríkisstjórn Íslands stóð að varðandi nýja viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið við Lækjar- götu. Gagnrýni á ferlið hefur komið fram í tengslum við tvo svokallaða fyrirspurnatíma meðan á sam- keppninni stóð en einnig á rýnifundi sem dómnefnd í framkvæmda- keppninni hélt með þátttakendum í kjölfar samkeppninnar. 30 þátttak- endur skiluðu tillögum í keppninni og hlutu þrjár tillögur verðlaunafé að launum. Gagnrýnin sem fram hefur komið tengist m.a. því að undirbúningsvinnu dómnefndar- innar í aðdraganda keppninnar hafi verið áfátt og segja viðmælendur Morgunblaðsins að mjög hafi vant- að upp á að keppnislýsingin stæðist þær kröfur sem gera megi til sam- keppni af þessu tagi. Stærri að innan en utan Þannig benti einn viðmælenda blaðsins, sem ekki vill láta nafns síns getið, á að dómnefndin hefði í raun óskað eftir því að arkitekt- arnir teiknuðu byggingu sem væri stærri að innan en utan. Samkvæmt húsrýmisáætlun var hámarks- húsrýmisþörf byggingarinnar 1.794 brúttófermetrar. Allar voru tillög- urnar sem skilað var mun meiri að umfangi en það. Meðal þeirra sem haldið hafa fram þessari gagnrýni er Hrólfur Karl Cela, arkitekt hjá Basalt arki- tektum, en hann var meðal þátttak- enda í samkeppninni. „Þegar keppnislýsingin er þannig úr garði gerð að keppendur verða sjálfir að leggja óhemjuvinnu í að taka ákvarðanir um hvað skuli vera til staðar í byggingunni, í stað þess að það komi skýrt fram af hálfu verkkaupa, þá er verið að stofna til mikils kostnaðar fyrir þátttakendur með þessu. Það má gera ráð fyrir að sá kostnaður hlaupi á tugum milljóna hjá þeim 30 aðilum sem þátt tóku.“ Hann bendir einnig á að það hafi verið ómögulegt að koma þeim þátt- um sem húsrýmisáætlunin kvað á um í húsi af þeirri stærð sem ætlast var til. Undir það sjónarmið tekur Aðalsteinn Snorrason hjá Arkís en hann sendi ásamt samstarfsfólki til- lögu í keppninni. „Það skipti engu máli hvernig við snerum þessu. Við gátum illa komið þessu fyrir enda urðu allar tillögur- nar talsvert stærri í raun en lagt var upp með. Aðalsteinn er í hópi arkitekta sem vakið hafa athygli á því að sú tillaga sem varð hlutskörpust sé önnur tveggja sem teiknaðar séu á tveimur hæðum en ein helsta rök- semd dómnefndarinnar á vali henn- ar byggist einmitt á því að hún myndi „lágstemmdan bakgrunn fyr- ir Stjórnarráðshúsið og er á tveim- ur hæðum sem er ótvíræður kost- ur.“ Aðalsteinn segir að forsendur keppninnar hafi í raun ekki boðið upp á að koma byggingunni fyrir á Segja keppnisskil- málum breytt of seint  ÖBÍ segir ekki nægilegt tillit tekið til fatlaðra í tillögunni Teikning/Kurtogpí Viðbætur Ný viðbygging mun rísa aftan við Stjórnarráðsbygginguna. Vinningstillagan er teiknuð af arkitektastofunni Kurtogpí. 1.9 1.7 1.10 1. 1 1 1.12 1.131.13 1.14 1.15 1.16 1.16 1.17 1.18 1.19 1.20 1. 2 0 1.21 1.22 1.23 1.14 1.1 1.1 1.2 1.2 1.3 1.4 1.8 1.5 1.6 1.18 16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 Allir velkomnir! ALDREI AFTUR! - FUNDARÖÐ SAMTAKA SPARIFJÁREIGENDA Þórður Snær Júlíusson Ritstjóri Kjarnans og höfundur bókarinnar Kaupthinking Opinn fundur í Hátíðasal Háskóla Íslands þriðjudaginn 11. desember kl. 12-13 Samkeppni um Stjórnarráðsbyggingu „Þegar við skoðum vinningstillög- una þá finnst okkur hún ekki taka nægilegt tillit til fatlaðs fólks, jafn- vel þótt það hafi verið ein af kröf- unum í lýsingunni.“ Þessum orðum fer Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Ís- lands, um tillöguna sem bar sigur úr býtum í samkeppninni um nýja við- byggingu við Stjórnarráðshúsið. „Þeir sem standa að þessari bygg- ingu hljóta bæði að þurfa að taka til- lit til þess möguleika að í Stjórnar- ráðinu starfi fatlað fólk í hjólastól en ekki síður að þangað þurfi að leita fólk í hjólastól. Þá er það ekki til fyr- irmyndar að bjóða upp á skrifstofur sem eru 1,9 metrar á breidd. Það er í raun alltof, alltof lítið. Þótt rýmið sé í sjálfu sér ekki óaðgengilegt ófötl- uðu fólki þá á ég erfitt með að sjá það fyrir mér að fatlað fólk sem not- ar t.d. rafmagnshjólastól geti at- hafnað sig í þessu þrönga rými.“ Morgunblaðið bar þessa gagnrýni undir Steinþór Kára Kárason, annan höfunda vinningstillögunar. Hann segir að við hönnun hússins hafi ver- ið farið í einu og öllu eftir þeim kröf- um sem byggingarreglugerð kveði á um varðandi aðgengi fatlaðra. „Þessi tillaga uppfyllir þessi skil- yrði að öllu leyti og þar þarf að hafa í huga að byggingarreglugerðin hér á landi er afar ítarleg og góð.“ Hann segir að þótt skrifstofurnar séu margar nokkuð á lengdina þá sé öllu haganlega komið fyrir og að tryggt sé að svokallað hindrunar- laust snúningssvæði sé í öllum rým- um. Þar er vísað í svæði sem gerir fólki kleift að snúa hjólastól með góðu móti. Í skrifstofum sem eru á annarri hæð vinningstillögunnar og eru fjærst gamla Stjórnarráðshúsinu er skrifborðum stillt upp eftir langhlið rýmisins. Segir Steinþór að þær borðplötur skerði fyrrnefnt snún- ingssvæði ekki. Bendir hann á að hægt sé að haga uppröðun innrétt- inga þannig að hún mæti kröfum fólks að góðu aðgengi. Þuríður Harpa furðar sig á því að ekki hafi verið haft samráð við Ör- yrkjabandalagið við mat á tillögum og kallar eftir svörum við því hvaða sérfræðingar í aðgengismálum fatl- aðra hafi verið kallaðir til ráðgjafar í ferlinu. Morgunblaðið/Eggert Stjórnarráðið Lengi hefur legið fyrir að stækka þyrfti skrifstofurými forsætisráðuneytisins. Nú er stefnt að því að reisa nýja viðbyggingu þar. Ekki samráð við Öryrkjabandalagið Í leiðbeiningum um hönnunar- samkeppnir sem gefnar voru út árið 2011 í samstarfi íslenska ríkisins, Arkitektafélags Íslands og Félags sjálfstætt starfandi arkitekta er m.a. fjallað um gerð samkeppnis- lýsinga og hvaða kröfur hvíli á dóm- nefndum í því tilliti. Þar segir: „Ekki skal breyta keppnislýsingu eftir að svör við fyrirspurnum í fyrri fyr- irspurnartíma hafa borist þátttak- endum nema í algerum undantekn- ingartilvikum að mati dómnefndar.“ Í fyrirspurnartímunum tveimur, sem vísað er til, gefst þátttak- endum kostur á því að beina fyr- irspurnum til dómnefndar keppn- innar í því skyni að glöggva sig á málum er varða keppnina. Þátttak- endur leggja fyrirspurnir fyrir um- sjónarmann sem gætir nafnleyndar en fyrirspurnirnar sem slíkar og svörin við þeim verða hluti keppn- isgagna í kjölfar birtingar þeirra. Í framkvæmdasamkeppninni um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið voru svör í fyrri fyrirspurnartíma birt hinn 23. maí en svörin við síðari tímanum 30. ágúst eða 26 dögum áður en endanlegum tillögum skyldi skilað. Dómnefnd víki ekki frá lýsingu BREYTINGAR GERÐAR SEINT Í FERLINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.