Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018
Sögufélag og Sagnfræðistofnun HÍ standa fyrir mál-
þinginu „Vesæl þjóð í vondu landi – Goðsagnir og
raunveruleiki Íslandssögunnar“ í fyrirlestrarsal
Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 14. Frummælendur
eru Guðrún Gísladóttir, Egill Erlendsson, Sigrún
Dögg Eddudóttir, Leone Tinganelli, Axel Kristins-
son, Helgi Þorláksson og Árni Daníel Júlíusson, en
fundarstjóri er Guðmundur Jónsson.
„Oft er talað um að íslenska þjóðin hafi fyrr á tím-
um búið við ömurlega örbirgð um langa hríð. Nýjar
rannsóknir hafa sýnt að lífskjör Íslendinga voru ekk-
ert verri en annarra þjóða í nágrenninu, á sumum
sviðum jafnvel betri ef eitthvað var. Landnámið og
búsetan hafði þó í för með sér verulegt álag á gróðurþekju, skóga og jarð-
veg því landnemar notuðu sömu landbúnaðartækni og í heimalöndunum en
gróðurinn er hér viðkvæmari en þar,“ segir í tilkynningu.
Árni Daníel Júlíusson
Vesæl þjóð í vondu landi í dag
La Mer / The Sea / Hafið nefnist sýning sem franski
myndlistarmaðurinn Ange Leccia opnar Listasafninu á
Akureyri, Ketilhúsi, í dag kl. 15. „Ange Leccia fæddist
1952 á Korsíku í Miðjarðarhafi og er náttúra þessarar
sérstæðu eyju honum sífelld uppspretta sköpunar. Hafið
er hans þekktasta verk, en hann umbreytir því sífellt og
aðlagar sýningaraðstæðum hverju sinni. Verkið vísar í
austræna heimspeki þar sem tilvist mannsins er líkt við
logandi bál sem fuðrar upp á örskotsstundu.
Leccia hóf snemma að vinna með kvikmyndatæknina
sem listform og tileinka sér aðferðir sem fela í sér end-
urtekningu, þvert á mæri listgreina. Ange Leccia er stofnandi og for-
stöðumaður rannsóknamiðstöðvarinnar Pavillon Neuflize OBC í Palais de
Tokyo, París,“ segir í tilkynningu og á það bent að verk hans hafi verið
sýnd í Guggenheim í New York, á Feneyjatvíæringi og í George Pompidou-
menningarmiðstöðinni í París. Sýningarstjóri er Æsa Sigurjónsdóttir.
Ange Leccia
Hafið verður opnað í Ketilhúsi í dag
Snorri Sigfús Birgisson leikur
eigin píanótónlist á tónleikum í
Hannesarholti á morgun, sunnu-
dag, kl. 16. Um er að ræða aðra
tónleika tónskáldsins af þrennum
í vetur þar sem hann flytur
drjúgan hluta þeirra tónverka
sem hann hefur samið fyrir pí-
anó.
Á tónleikum morgundagsins
fær Snorri Önnu Guðnýju Guð-
mundsdóttur til liðs við sig til að
flytja þau tónverk sem hann hef-
ur samið fyrir píanó fjórhent.
Elsta verkið er frá 1975 en hin
yngstu eru samin á þessu ári og
hafa ekki heyrst áður. Þriðju og
síðustu tónleikarnir verða 19.
janúar. Miðar eru seldir á tix.is. Snorri Sigfús Birgisson
Fjórhent píanóverk Snorra leikin
Kliður blæs til tónleika í Aðventkirkjunni við Ingólfs-
stræti á morgun, sunnudag, kl. 17. „Kliður er kór skip-
aður vinum og kunningjum, tónlistarmönnum, rithöf-
undum, myndlistarfólki og alls konar fólki úr Reykjavík,
sem um nokkurra ára skeið hefur hist vikulega til að
syngja og æfa nýja frumsamda tónlist eftir kórmeðlimi,“
segir í tilkynningu.
Höfundar verkana eru m.a. kórmeðlimirnir Pétur
Ben., Elín Elísabet Einarsdóttir, Ragnar Helgi Ólafsson,
María Huld Markan Sigfúsdóttir, Snorri Hallgrímsson,
Kjartan Holm, Marteinn Sindri Jónsson, Baldur Hjör-
leifsson og stjórnandi kórsins Jelena Æiriæ.
Að tónleikum loknum verður að gömlum sið boðið upp á kaffi og kökur í
safnaðarheimilinu.
Kliður með kórtónleika á morgun
María Huld Markan
Sigfúsdóttir
Kvikmyndagerðarmaðurinn Alex
Gabbay frumsýnir nýjustu heimild-
armynd sína, Love Hate and Eve-
rything in Between, í Háskólanum
í Reykjavík í dag kl. 16 og verða
haldnar pallborðsumræður að sýn-
ingu lokinni um myndina og efni
hennar í tengslum við karlmennsku
í nútímanum, en myndin fjallar um
tilfinningar sem stýra hegðun og
rannsakar hvort samkennd sé til í
ljósi voveiflegra atburða og hvað
geti stuðlað að heilbrigðum
tengslum. Í umræðunum taka þátt,
auk Gabbay, Hákon Már Oddsson
kvikmyndagerð-
armaður, Ing-
ólfur V. Gíslason,
dósent í félags-
fræði, Jón Gunn-
ar Bernburg,
prófessor í fé-
lagsfræði, Marta
Kristjana Stef-
ánsdóttir, sam-
skiptafulltrúi
Norður-Evrópu-
svæðis Samtaka frjálslyndra stúd-
enta, Snorri Kristjánsson fjölmiðla-
fræðingur og Vera Knútsdóttir,
framkvæmdastjóri Félags Samein-
uðu þjóðanna. Umræðunum stýrir
Finnur Þ. Gunnþórsson. Finnur er
menntaður stjórnandi frá CBS í
Danmörku, heldur reglulega nám-
skeið varðandi öryggi og vellíðan á
vinnustöðum og þá m.a. með það til
tilsjónar að forðast kulnun starfs-
manna. Hann hefur mikinn áhuga
á vellíðan og menningu og því
hvernig menning, viðhorf og gildi
móta saman hegðun og möguleika
fólks í efnahagslífinu. Finnur
stendur að viðburðinum með
Gabbay.
Frumsýning og umræður í HR
Alex
Gabbay
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Sýningar á kvikmyndinni Suspiria
hófust í Bíó Paradís í síðustu viku
og er þar á ferðinni endurgerð
ítalska leikstjórans Luca Guadagn-
ino á samnefndri hrollvekju Dario
Argento frá árinu 1977 sem er lík-
lega sú þekktasta í þeim geira
ítalskrar kvikmyndagerðar.
„Svartnættið er altumlykjandi í
hringamiðju heimsþekkts dansstúd-
íós, sem mun gleypa listræna
stjórnandann (Tilda Swinton), ung-
an metnaðarfullan dansara (Dakota
Johnson) og syrgjandi sálfræðing
(Lutz Ebersdorf). Sumir munu bug-
ast af martröðinni, á meðan aðrir
vakna loksins til lífsins,“ segir um
myndina á vef kvikmyndahússins en
að gerð hennar komu tveir íslenskir
dansarar, Halla Þórðardóttir sem
er dansari hjá Íslenska dans-
flokknum og Tanja Marín Friðjóns-
dóttir sem býr og starfar í Brüssel.
Báðar komu að dansþjálfun aðal-
leikkvenna myndarinnar, Tildu
Swinton, Dakota Johnson, Chloë
Grace Moretz og Miu Goth en Halla
fer með hlutverk dansara í mynd-
inni, auk þess að vera aðstoðardans-
höfundur.
Eins og sjá má af upptalningunni
eru engir aukvisar sem koma að
gerð myndarinnar, Swinton heims-
kunn og margverðlaunuð leikkona
og leikstjórinn, Guadagnino, sömu-
leiðis margverðlaunaður fyrir kvik-
myndir sínar og sérstaklega þá sem
hann gerði á undan Suspiria, Call
Me By Your Name, sem keppti m.a.
um Óskarsverðlaunin á þessu ári.
Rúsínan í pylsuendanum er svo
sjálfur Thom Yorke, forsprakki
hljómsveitarinnar Radiohead, en
hann samdi tónlistina við Suspiria.
„Það er svo mikill dans í mynd-
inni og það var fenginn danshöfund-
ur til að sjá um hann sem ég hafði
unnið með árið áður,“ svarar Halla,
spurð að því hvernig hún hafi land-
að þessu verkefni. Danshöfundurinn
er hinn franski Damien Jalet sem
starfað hefur með Íslenska dans-
flokknum. „Hann fékk þetta tilboð,
að semja dans fyrir myndina, hafði
samband við mig og fékk mig til að
taka þátt í því,“ útskýrir Halla.
Hún var ein af fimm aðstoðar-
danshöfundum sem tóku þátt í
þriggja vikna undirbúningi og sköp-
unarferli með Jalet, í samstarfi við
leikstjórann en Tanja Marín gegndi
hlutverki staðgengils, „body
double“, leikkonunnar Dakota
Johnson, dansaði fyrir hana, ef svo
mætti að orði komast.
Fékk að segja eina setningu
„Í nýju myndinni er þetta dans-
flokkur og það eru nornir í honum,“
segir Halla og hlær við þegar blaða-
maður forvitnast um söguþráð
myndarinnar. Hún segist ekki vita
hversu ítarlega hún megi segja frá
honum. „Þetta er hryllingsmynd,
svolítið „gory“, blóðug,“ bætir hún
við kímin og við látum þessa lýsingu
duga.
Halla er spurð að því hvort hún
sjáist mikið í myndinni. „Ég sést al-
veg slatta í bakgrunni, það var mik-
ið lagt upp úr því að þessi dans-
flokkur væri sem eðilegastur þann-
ig að við dansararnir erum mikið í
mynd, það er mikið sýnt frá æfing-
um og svo eru þarna stórar dans-
senur. Við sem voru aðstoðardans-
höfundar fengum líka að segja
nokkrar línur, ég er með eina setn-
ingu,“ segir Halla kímin.
Einangraður tökustaður
– Hvernig var að vinna með þess-
um leikstjóra, Guadagnino?
„Það var bara mjög áhugavert og
skemmtilegt,“ svarar Halla. „Þetta
voru náttúrlega mjög „extreme“ að-
stæður sem við vorum að vinna við,
við vorum á mjög einangruðum
tökustað,“ segir Halla en tökur fóru
fram haustið 2016 í yfirgefnu hóteli,
Grand Hotel Campo dei Fiori, í
Varese á Norður-Ítalíu. Halla segir
hótelið hafa staðið autt í fleiri ára-
tugi.
– Var þá ískalt þarna?
„Það var ískalt,“ segir Halla og
hlær. „Hótelið var alveg að hruni
komið. Við bjuggum ekki í því en
þurftum að vera þar megnið af sól-
arhringnum á tökudögum. Luca var
mjög skýr í því hvað hann vildi,
hann vildi vinna mjög náið með
danshöfundinum og vildi að dans
yrði stór hluti af myndinni.“
– Voru þetta langir vinnudagar
fyrir ykkur, dansarana?
„Já, þeir voru langir, fóru upp í
16 tíma en mesti tíminn fór í bið,“
svarar Halla og bætir við að farið
hafi verið í reglulegar fjallgöngur.
Hitti Yorke
Sem fyrr segir samdi Thom
Yorke tónlistina við kvikmyndina og
segir Halla að tónlistin hafi komið
eftir á, þ.e. eftir að tökum lauk.
Dansararnir hafi þó fengið takt til
að vinna með. „Hann kom á æfingar
og sá hvað við vorum að vinna
með,“ segir hún um Yorke.
– Þú hittir hann þá? Varstu sleg-
in stjörnublindu?
Halla hlær. „Já, ætli það ekki.
Hann er einn af mínum uppáhalds-
tónlistarmönnum.“
Djöfladans Úr hrollvekjunni Suspiria sem sýnd er í Bíó Paradís.
Nornir í dansflokknum
Halla Harðardóttir dansaði í Suspiria og var einn fimm að-
stoðardanshöfunda Hrollvekja tekin upp í yfirgefnu hóteli
Í Feneyjum Halla fór á frumsýningu Suspiria á kvikmyndahátíðinni í Fen-
eyjum 1. september síðastliðinn og var það heimsfrumsýning á myndinni.