Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018
ÚR BÆJARLÍFINU
Jónas Erlendsson
Vík í Mýrdal
Mýrdalshreppur hefur vaxið ótrú-
lega hratt á undanförnum árum og
er það að mestum hluta að þakka
ferðamönnum, þeir þarfnast alls-
konar þjónustu, sem kallar á mikið
vinnuafl, bæði vegna byggingar á
hótelum og húsnæðis fyrir starfsfólk
og vinnu við að þjónusta þá á hót-
elum og gististöðum. Það er því mik-
il breyting á þorpinu frá því þegar
allir þekktu alla yfir í að vera orðið
fjölþjóðlegt samfélag, því stór hluti
af vinnuaflinu eru erlendir starfs-
menn. Hluti af þessu erlenda starfs-
fólki hefur búið það lengi í Vík að
það er orðið stór hluti af samfélag-
inu.
Hrútaskráin sem sauðfjársæð-
ingastöðvar Suður- og Vesturlands
gefa út er áreiðanlega mest lesna
bókin á flestum sauðfjárbúum þessa
dagana, því að þó að afkoman sé
ekkert til að hrópa húrra fyrir dugir
ekki að slaka á í kynbótum á sauð-
fénu, enda er það einn af þeim þátt-
um sem gera sauðfjárræktina
spennandi. Með því að bæta frjósemi
og mjólkurlagni og auka kjötgæði er
hægt að hámarka afurðir ánna með
minnstum tilkostnaði.
Fyrsta desember síðastliðinn
var haldin í Vík sameiginleg fullveld-
ishátíð Íslands og Póllands en þjóð-
irnar eiga báðar 100 ára fullveldis-
afmæli í ár. Íslenskir og pólskir
listamenn efndu til tónlistarhátíðar í
Víkurkirkju þar sem sendiherra Pól-
lands, Gerard Pokruszynski, flutti
ávarp bæði á íslensku og pólsku og
sr. Haraldur M. Kristjánsson flutti
ávarp. Á eftir var öllum viðstöddum
boðið að þiggja íslenskar og pólskar
veitingar á Ströndinni í Víkurskála.
Bygging Kötlugarðs austan við
Vík gæti bjargað þorpinu ef kæmi til
stórs jökulhlaups úr Kötlu. Þetta er
mat Jarðvísindastofnunar Háskóla
Íslands, en ólíklegt er talið að gamli
Kötlugarðurinn austan við Höfða-
brekku geti staðið af sér hlaup á
borð við það sem varð 1918, jafnvel
þótt hann verði styrktur.
Talið er að 2-3 metra hár og 540
metra langur garður fram af Víkur-
kletti gæti stöðvað hlaupið en land-
hæð við Víkurklett er 4-5 metrar yfir
sjávarmáli. Vegagerðin áætlar að
kostnaður við garðinn verði á bilinu
40-60 milljónir, við þá upphæð bæt-
ast svo 40-50 miljónir til að aðlaga
hringveginn að varnargarðinum.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Mýrdalur Smalar í Höfðabrekkuafrétti gera sig klára að fara á Mýrdalsjökul.
Hrútaskráin mest lesin
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottu útliti.
Fatnaður fyrir fagfólk
BLIKKSMIÐJA
rekstur og fasteign
Nánari upplýsingar gefur Gunnar Svavarsson:
gunnar@kontakt.is
H
au
ku
r1
2.
18
KONTAKT hefur verið falið að finna kaupendur
að Blikkiðjunni ehf. Garðabæ.
Fyrirtækið rekur ágætlega tækjum búna
blikksmiðju í eigin húsnæði (alls 635 m2) að Iðnbúð 3.
Verkfræðistofan EFLA hlaut í
fyrrakvöld alþjóðlegu Darc Awards
lýsingarverðlaunin í flokki lands-
lagslýsingar fyrir lýsingarhönnun í
Raufarhólshelli. Þetta var í annað
skiptið sem EFLA hlaut þessi eftir-
sóttu verðlaun en alls voru 40 alþjóð-
leg lýsingarverkefni tilnefnd í
flokknum að þessu sinni, samkvæmt
frétt frá EFLU.
Darc Awards verðlaunin þykja ein
virtustu lýsingarverðlaunin og eru
þau veitt árlega. Verðlaunin eru á
vegum ArcMagazine, alþjóðlegs fag-
rits, sem fjallar um lýsingarhönnun
og arkitektúr. Verðlaunin voru af-
hent í London í fyrradag. Ágúst
Gunnlaugsson, lýsingarhönnuður,
sagði frábært að fá þessi verðlaun,
sérstaklega þar sem um væri að
ræða jafningjaverðlaun.
Innsendar tillögur voru um 400
talsins og tilnefndi alþjóðleg dóm-
nefnd verkefni í öllum flokkum. Sig-
urvegarana völdu síðan um 1.400
fagaðilar sem starfa á sviði lýsingar,
hönnunar og arkitektúrs. Þeir völdu
eitt verkefni í hverjum flokki hver
og er því um jafningjamat að ræða.
Dótturfyrirtæki EFLU, hönn-
unarstofan KSLD sem sameinaðist
EFLU í haust, hlaut tilnefningu til
bestu innanhússlýsingarhönnunar-
innar fyrir þingsalinn í Þinghúsi
Skotlands. Verkefnið hlaut Codega
verðlaunin fyrr á árinu. KSLD hefur
öðlast gott orðspor fyrir lýsingar-
hönnun í þrjá áratugi. Sameinað
teymi lýsingarhönnuða í Skotlandi,
Noregi og á Íslandi vinnur nú að
verkefnum víða um heim undir nafni
KSLD EFLA. EFLA fékk einnig
Darc Awards verðlaunin 2016 fyrir
lýsingarhönnun í ísgöngunum í
Langjökli. gudni@mbl.is
Verðlaun fyrir hellislýsingu
EFLA fékk Darc Awards verðlaun fyrir Raufarhólshelli
Ljósmynd/EFLA/peturthor.com
Raufarhólshellir Efla hlaut Darc Awards verðlaunin fyrir lýsinguna í hellinum sem þykir einkar vel heppnuð.