Fréttablaðið - 07.03.2019, Síða 2
SVISS Herkví Ísraela um Gasasvæðið
og ákvörðun þeirra um að hundsa
tilmæli rannsakenda mannrétt-
indaráðs Sameinuðu þjóðanna er
áhyggjuefni. Þetta sagði Michelle
Bachelet, mannréttindastjóri SÞ,
þegar hún ávarpaði ráðið í gær.
Rannsakendur greindu í síðustu
viku frá því að Ísraelar hefðu mögu-
lega gerst sekir um stríðsglæpi í
aðgerðum sínum gegn palestínsk-
um mótmælendum á landamær-
unum að Gasasvæðinu.
Skýrsla rannsakenda snerist
um andlát 189 Palestínumanna.
Að þeirri niðurstöðu var komist
að trúlega hefðu ísraelskar leyni-
skyttur skotið á börn, sjúkraliða
og blaðamenn jafnvel þrátt fyrir að
skytturnar vissu að fólkið tilheyrði
þessum hópum.
Bachelet varaði einnig við vax-
andi ójöfnuði í heiminum, haturs-
orðræðu og útlendingaandúð. Þá
lýsti hún yfir áhyggjum sínum
af því að víða mæti of beldi þeim
borgurum sem mótmæli ójöfnuði.
„Í Súdan, undanfarna mánuði,
höfum við horft upp á of beldi gegn
fólki sem mótmælir erfiðum efna-
hagslegum aðstæðum,“ sagði mann-
réttindastjórinn í ávarpi sínu. – þea
Rannsakendur mann-
réttindaráðs telja að Ísraelar
hafi mögulega gerst sekir
um stríðsglæpi.
Furðuverur á ferli
Furðuverur af öllum stærðum og gerðum herjuðu á verslunarfólk í gær og
kröfðust sælgætis í skiptum fyrir lagstúf. Í Kringlunni var fjölmenn samkoma
skrímsla, ofurhetja, prinsessa og stöku Hatara. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Þau Aura svo á mig
Borga
Rukka
Skipta
3-4
°C
120
°C
71
°C
5-5
°C
4-1
°C
Lægir og víða léttir til, en A
10-18 og snjókoma. Hiti 0 til 4
stig syðst, en annars frost 0 til 8
stig og. Harðnandi frost í kvöld,
einkum í innsveitum. SJÁ SÍÐU 14
Bachelet lýsir
áhyggjum af
gerðum Ísraels
Michelle Bachelet mannréttinda-
stjóri. NORDICPHOTOS/AFP
Fleiri myndir frá öskudeginum er að finna á +Plús-
síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta-
blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS
HEILBRIGÐISMÁL Engin ný mislinga-
smit komu fram í gær en sóttvarna-
læknir segir þó að heilbrigðisyfir-
völd vakti tugi einstaklinga sem
gætu hafa smitast af mislingum á
síðustu dögum. Bóluefni gegn misl-
ingum munu að öllum líkindum
ekki klárast hér á landi áður en ný
sending kemur til landsins.
Mikið var hringt í síma lækna-
vaktarinnar í gær og voru ein-
staklingar mest að spyrjast fyrir
og fá upplýsingar. Ekki fundust ný
smit við vitjanir í gær.
„Við erum að vakta nokkra tugi
einstaklinga, bæði í höfuðborg-
inni og á Austurlandi, sem talið er
að geti hafa smitast af mislingum.
Tíminn verður svo að leiða í ljós
hvort einhverjir þeirra séu smit-
aðir,“ segir Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir. „Það er hins vegar
búið að vera nóg að gera á Lækna-
vaktinni í símsvörun þar sem upp-
lýsingar hafa verið veittar í gegnum
síma.“
Ekki er heiglum hent að finna
út hvort fullorðnir ein-
staklingar hér á landi
séu yfirleitt bólusettir
fyrir mislingum. Raf-
ræn skráning bólu-
setninga hófst ekki
fyrr en fyrir nokkrum
árum og því þurfa full-
orðnir einstak lingar
að líta í bólusetningaskrá
sína hjá annaðhvort gamla
grunnskólanum sínum, gömlu
heilsugæslunni sinni eða þá að leita
til foreldra sinna. Þær upplýsingar
fengust þó í gær hjá Læknavaktinni
að ef vafi leiki á því hvort einstakl-
ingar séu bólusettir er óhætt að
láta bólusetja sig á nýjan leik við
mislingum.
Nýsmit mislinga gætu
komið fram á næstu tíu
dögum. Þó ekkert nýtt
smit haf i greinst í
gær er ekki loku fyrir
það skotið að ný smit
komi upp á næstu
dögum. Jón Magnús
Kristjánsson, yfirlæknir
bráðadeildar Landspítal-
ans, segir daginn hafa verið
tíðindalítinn á spítalanum hvað
varðar mislinga. „Spítalinn er svo
sem bara hér við að taka við smit-
uðum sjúklingum og þunginn fær-
ist því aðeins yfir á heilsugæslu og
Læknavakt svona fyrst um sinn,“
segir Jón Magnús. „Samkvæmt
eðli mislinganna þá vorum við nú
nokkuð viss um að ný smit kæmu
ekki inn alveg í dag heldur gætum
við þurft að bíða í einhverja daga
eftir því ef einhver hefur smitast.“
sveinn@frettabladid.is
Vakta tugi einstaklinga
vegna gruns um mislinga
Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinn-
ar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfir-
valda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum.
Margir vilja klára bólusetningu barna sinna sem fyrst. Ólíklegt þykir að
birgðir klárist áður en nýr skammtur kemur til landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Við erum að vakta
nokkra tugi ein-
staklinga, bæði í höfuðborg-
inni og á Austurlandi.
Þórólfur Guðna-
son, sóttvarna-
læknir hjá Emb-
ætti landlæknis
ALÞINGI Minnihluti atvinnuvega-
nefndar er ósáttur við þá tilhögun
forseta Alþingis og sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra að setja lax-
eldisfrumvarp ráðherrans á dagskrá
í dag. Á sama tíma er öll nefndin í
Noregi að kynna sér hvernig Norð-
menn haga laxeldismálum sínum.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins samþykkti formaður
atvinnuveganefndar, Lilja Rafney
Magnúsdóttir, þessa tilhögun í síð-
ustu viku. Minnihlutinn telur þetta
úr takti. Umræða á þingi um laga-
setningu á svo umdeilda atvinnu-
grein kalli á það að nefndin sem
muni fjalla um málið verði viðstödd
umræðurnar og taki þátt í þeim.
Þann 9. október síðastliðinn sam-
þykkti þingið bráðabirgðaákvæði
ráðherra til að bjarga rekstri lax-
eldis fyrirtækja vegna þess að
rekstrar leyfi þeirra voru ekki í gildi.
Við það tækifæri boðaði hann heild-
arendurskoðun fiskeldislaga. – sa
Laxeldi rætt en
nefndin í Noregi
7 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
F
-8
4
E
8
2
2
7
F
-8
3
A
C
2
2
7
F
-8
2
7
0
2
2
7
F
-8
1
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K