Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.03.2019, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 07.03.2019, Qupperneq 2
SVISS Herkví Ísraela um Gasasvæðið og ákvörðun þeirra um að hundsa tilmæli rannsakenda mannrétt- indaráðs Sameinuðu þjóðanna er áhyggjuefni. Þetta sagði Michelle Bachelet, mannréttindastjóri SÞ, þegar hún ávarpaði ráðið í gær. Rannsakendur greindu í síðustu viku frá því að Ísraelar hefðu mögu- lega gerst sekir um stríðsglæpi í aðgerðum sínum gegn palestínsk- um mótmælendum á landamær- unum að Gasasvæðinu. Skýrsla rannsakenda snerist um andlát 189 Palestínumanna. Að þeirri niðurstöðu var komist að trúlega hefðu ísraelskar leyni- skyttur skotið á börn, sjúkraliða og blaðamenn jafnvel þrátt fyrir að skytturnar vissu að fólkið tilheyrði þessum hópum. Bachelet varaði einnig við vax- andi ójöfnuði í heiminum, haturs- orðræðu og útlendingaandúð. Þá lýsti hún yfir áhyggjum sínum af því að víða mæti of beldi þeim borgurum sem mótmæli ójöfnuði. „Í Súdan, undanfarna mánuði, höfum við horft upp á of beldi gegn fólki sem mótmælir erfiðum efna- hagslegum aðstæðum,“ sagði mann- réttindastjórinn í ávarpi sínu. – þea Rannsakendur mann- réttindaráðs telja að Ísraelar hafi mögulega gerst sekir um stríðsglæpi. Furðuverur á ferli Furðuverur af öllum stærðum og gerðum herjuðu á verslunarfólk í gær og kröfðust sælgætis í skiptum fyrir lagstúf. Í Kringlunni var fjölmenn samkoma skrímsla, ofurhetja, prinsessa og stöku Hatara. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Þau Aura svo á mig Borga Rukka Skipta 3-4 °C 120 °C 71 °C 5-5 °C 4-1 °C Lægir og víða léttir til, en A 10-18 og snjókoma. Hiti 0 til 4 stig syðst, en annars frost 0 til 8 stig og. Harðnandi frost í kvöld, einkum í innsveitum. SJÁ SÍÐU 14 Bachelet lýsir áhyggjum af gerðum Ísraels Michelle Bachelet mannréttinda- stjóri. NORDICPHOTOS/AFP Fleiri myndir frá öskudeginum er að finna á +Plús- síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS HEILBRIGÐISMÁL Engin ný mislinga- smit komu fram í gær en sóttvarna- læknir segir þó að heilbrigðisyfir- völd vakti tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum á síðustu dögum. Bóluefni gegn misl- ingum munu að öllum líkindum ekki klárast hér á landi áður en ný sending kemur til landsins. Mikið var hringt í síma lækna- vaktarinnar í gær og voru ein- staklingar mest að spyrjast fyrir og fá upplýsingar. Ekki fundust ný smit við vitjanir í gær. „Við erum að vakta nokkra tugi einstaklinga, bæði í höfuðborg- inni og á Austurlandi, sem talið er að geti hafa smitast af mislingum. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort einhverjir þeirra séu smit- aðir,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það er hins vegar búið að vera nóg að gera á Lækna- vaktinni í símsvörun þar sem upp- lýsingar hafa verið veittar í gegnum síma.“ Ekki er heiglum hent að finna út hvort fullorðnir ein- staklingar hér á landi séu yfirleitt bólusettir fyrir mislingum. Raf- ræn skráning bólu- setninga hófst ekki fyrr en fyrir nokkrum árum og því þurfa full- orðnir einstak lingar að líta í bólusetningaskrá sína hjá annaðhvort gamla grunnskólanum sínum, gömlu heilsugæslunni sinni eða þá að leita til foreldra sinna. Þær upplýsingar fengust þó í gær hjá Læknavaktinni að ef vafi leiki á því hvort einstakl- ingar séu bólusettir er óhætt að láta bólusetja sig á nýjan leik við mislingum. Nýsmit mislinga gætu komið fram á næstu tíu dögum. Þó ekkert nýtt smit haf i greinst í gær er ekki loku fyrir það skotið að ný smit komi upp á næstu dögum. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítal- ans, segir daginn hafa verið tíðindalítinn á spítalanum hvað varðar mislinga. „Spítalinn er svo sem bara hér við að taka við smit- uðum sjúklingum og þunginn fær- ist því aðeins yfir á heilsugæslu og Læknavakt svona fyrst um sinn,“ segir Jón Magnús. „Samkvæmt eðli mislinganna þá vorum við nú nokkuð viss um að ný smit kæmu ekki inn alveg í dag heldur gætum við þurft að bíða í einhverja daga eftir því ef einhver hefur smitast.“ sveinn@frettabladid.is Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinn- ar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfir- valda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. Margir vilja klára bólusetningu barna sinna sem fyrst. Ólíklegt þykir að birgðir klárist áður en nýr skammtur kemur til landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Við erum að vakta nokkra tugi ein- staklinga, bæði í höfuðborg- inni og á Austurlandi. Þórólfur Guðna- son, sóttvarna- læknir hjá Emb- ætti landlæknis  ALÞINGI Minnihluti atvinnuvega- nefndar er ósáttur við þá tilhögun forseta Alþingis og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að setja lax- eldisfrumvarp ráðherrans á dagskrá í dag. Á sama tíma er öll nefndin í Noregi að kynna sér hvernig Norð- menn haga laxeldismálum sínum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins samþykkti formaður atvinnuveganefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þessa tilhögun í síð- ustu viku. Minnihlutinn telur þetta úr takti. Umræða á þingi um laga- setningu á svo umdeilda atvinnu- grein kalli á það að nefndin sem muni fjalla um málið verði viðstödd umræðurnar og taki þátt í þeim. Þann 9. október síðastliðinn sam- þykkti þingið bráðabirgðaákvæði ráðherra til að bjarga rekstri lax- eldis fyrirtækja vegna þess að rekstrar leyfi þeirra voru ekki í gildi. Við það tækifæri boðaði hann heild- arendurskoðun fiskeldislaga. – sa Laxeldi rætt en nefndin í Noregi 7 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 F -8 4 E 8 2 2 7 F -8 3 A C 2 2 7 F -8 2 7 0 2 2 7 F -8 1 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.