Fréttablaðið - 07.03.2019, Side 20
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Það liggur við
að þátttaka
hennar í
þessari
ríkisstjórn sé
ein og sér
ástæða til að
styðja stjórn-
ina.
Það er löngu
tímabært að
Már Guð-
mundsson
verði látinn
bera ábyrgð á
ólöglegum
embættis-
færslum
sínum.
Ég lenti í löglausri aðför Seðlabankans með félag mitt Ursus árið 2010 þegar ég var ásamt hópi fjárfesta hæstbjóðandi í opnu söluferli Sjóvár.
Þar voru stjórnsýslulög brotin og ég kærður til lög-
reglu þrátt fyrir að hafa engin lög brotið. Ég fékk
engan andmælarétt og málið tók tvö ár af lífi mínu
sökum valdníðslu Seðlabankans. Sérstakur sak-
sóknari, ríkissaksóknari og umboðsmaður Alþingis
staðfestu allir sakleysi mitt og það lá ljóst fyrir eftir
athuganir þeirra að það var Seðlabankinn sem braut
á mér.
Það er því áhugavert að lesa umkvartanir Más
Guðmundssonar um greinargerð bankaráðs Seðla-
banka Íslands sem forsætisráðherra óskaði eftir.
Þar kvartar hann yfir því að hafa ekki andmælarétt.
Hann á engan slíkan rétt, enda er hann stjórnvald en
eftirlitsaðilinn, bankaráðið sem kosið er af Alþingi,
er ekki stjórnvald samkvæmt lögum. Bankaráðið er
að svara forsætisráðherra en ekki seðlabankastjóra
og ekkert vekur upp andmælarétt í þeim sam-
skiptum. Már kvartar með öðrum orðum yfir því að
ytri rannsókn á misheppnuðum embættisfærslum
hans sé ekki unnin í samráði við hann!
Steininn tekur síðan úr í óskammfeilni Más þegar
hann reynir að hóta bankaráðinu. Hvernig getur
embættismaður fengið að hóta eftirlitsaðilum
Alþingis með þeim hætti sem hann gerir?
Már Guðmundsson hefur gerst margbrotlegur í
starfi samkvæmt athugun saksóknara og umboðs-
manns Alþingis. Hann hefur gengið svo langt að
halda gögnum leyndum og hunsa niðurstöður
eftirlitsaðila. Í vikunni kom svo í ljós að einbeittur
brotavilji hans er enn til staðar þegar hann ætlar að
stöðva réttmæt samskipti bankaráðs við forsætis-
ráðuneytið. Það er löngu tímabært að Már Guð-
mundsson verði látinn bera ábyrgð á ólöglegum
embættisfærslum sínum. Það getur ekki verið að
hann sé einn borgara ofar lögum landsins.
Gilda lög ekki um
Má Guðmundsson?
Heiðar Már
Guðjónsson
hagfræðingur
Ráðherraembætti þykir víst gott djobb en þeim einstaklingum sem því gegna hverju sinni verður mismikið úr verki. Sumir halla sér makindalega aftur í ráðherrastólnum og reyna að hafa það sem notalegast. Það
er helst að þeir sýni lit þegar sérhagsmunaöfl krefjast
þess að þörfum þeirra sé sinnt. Þá kinkar ráðherrann
nánast sjálfkrafa samþykkjandi kolli. Þetta hefur til
dæmis iðulega orðið raunin þegar kemur að hags-
munum stórútgerðarinnar sem er stöðugt að græða
en ber sig samt alltaf jafn illa. Þá bregst varla að ráð-
herrar sýni sanna hluttekningu í verki, enda yfirleitt
um þeirra eigin flokksmenn að ræða.
Svo eru ráðherrar sem hafa lifandi áhuga á þeim
málaflokki sem þeir sinna og leggja sig fram við að
koma góðum hlutum í framkvæmd. Mennta- og
menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir er
þessarar gerðar. Það liggur við að þátttaka hennar í
þessari ríkisstjórn sé ein og sér ástæða til að styðja
stjórnina.
Lilja hefur ekki setið lengi á stól mennta- og menn-
ingarmálaráðherra en nýtir tíma sinn gríðarlega vel og
henni hefur þegar orðið mikið úr verki. Það er vissu-
lega skynsamlegt því á þessum síðustu og ekki alltaf
jafn góðu tímum hefur ríkisstjórnum landsins ekki
orðið langra lífdaga auðið. Sumir iðja jafnvel við það
að telja niður daga þessarar ríkisstjórnar og spá henni
óförum fyrr en síðar. Til þess þarf ekki mikið hug-
myndaflug, séu örlög síðustu ríkisstjórna höfð í huga.
Lilja vann bókmenntum í landinu mikið gagn með
frumvarpi um stuðning við útgáfu bóka á íslensku,
en í því felst að bókaútgefendur fá endurgreiðslur á
hluta kostnaðar við útgáfu. Bókaútgáfa á Íslandi er
erfið og við hana þarf að styðja með öllum mögu-
legum ráðum. Þar hefur mennta- og menningarmála-
ráðherra sannarlega lagt sitt af mörkum. Lilja veit
að lestur er þroskandi, eykur samkennd og víðsýni
og eflir hið mikilvæga ímyndunarafl.
Ráðherranum er sömuleiðis annt um að bæta
rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi,
eins og sannarlega er þörf á. Þar má vissulega deila
um einstaka útfærslur en því ber að fagna að loksins
sé gripið til nauðsynlegra björgunaraðgerða.
Í vikunni boðaði Lilja síðan stórsókn í mennta-
málum til að fjölga kennurum og styðja við hið
mikilvæga starf þeirra. Frá og með næsta hausti býðst
nemendum á lokaári meistaranáms til kennslurétt-
inda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám og
þeir geta einnig sótt um námsstyrki. Það er ekki oft
sem ákvarðanir stjórnmálamanna framkalla orðin:
„Loksins, loksins …“ en Ragnar Þór Pétursson, for-
maður Kennarasambandsins, lét einmitt þau orð falla
í viðtali og bætti við að nú væri fókusinn kominn á
réttan stað, sem sagt á mannauðinn í menntakerfinu.
Það er langt í frá að þjóðin sé alltaf ánægð með
ráðherra sína. Hún á samt að kunna að meta það sem
vel er gert. Ljóst er að Lilja Alfreðsdóttir er að standa
sig stórvel í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Þarna er kona sem er sannarlega á réttum stað. Megi
hún vera þar sem lengst.
Kona á réttum stað
Aðalfundur Ferðafélagsins Útivistar verður
haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019 kl. 20.
Fundurinn verður haldinn í sal
Ferðaklúbbsins 4x4 að Síðumúla 31.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
Ferðafélagið Útivist
AÐALFUNDUR
Laugavegi 178 • Sími 562 1000 • www.utivist.is
Veira í kastljósi
Mislingar, sem haldið hefur verið
í skefjum með bólusetningum
í áratugi, gera nú óþægilega
vart við sig víða um lönd. Líka
á Íslandi. Þótt enn sé kannski
ekki ástæða til þess að fara á
taugum býr bráðsmitandi vá í
lofti og þá væri nú ákjósanlegt að
sem flestir, allir reyndar, væru
bólusettir gegn óværunni. Kast
ljós gærkvöldsins var lagt undir
mislingaógnina þar sem Sigríður
Hagalín Björnsdóttir ræddi við
tvo sérfræðinga í þessum vágesti
sem vitleysingar sem amast við
bólusetningum hafa boðið vel
kominn inn í 21. öldina á Íslandi.
Heiðarlegt kvef
Á meðan Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir og Magnús
Karl Magnússon prófessor
greindu vandann reyndi Sig
ríður Hagalín að halda aftur
af stjórnlausum hósta. Ekkert
alvarlegt sem betur fer en
óneitanlega gaf hóstakjöltrið
umræðunni óþægilega drama
tískan blæ. Enda sá hún ástæðu
til þess að taka sérstaklega
fram í lok þáttarins að hún væri
ekki með mislinga heldur bara
með „heiðarlegt kvef“. Gott og
blessað ef við værum ekki aftur
að nálgast byrjunarreit þar sem
einmitt heiðarlegt kvef var og er
bókstaf lega upphaf allra heims
pesta. Læknarnir héldu þó ró
sinni og væntanlega áhorfendur
líka, vitandi af Sigríði í góðum
höndum sérfræðinga.
thorarinn@frettabladid.is
7 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
F
-8
E
C
8
2
2
7
F
-8
D
8
C
2
2
7
F
-8
C
5
0
2
2
7
F
-8
B
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
7
2
s
_
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K