Fréttablaðið - 07.03.2019, Síða 34
Það eru margir hoppandi kátir með BMW og þeirra umhverfisvænu bíla, i3 og i8. NORDICPHOTOS/GETTY
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja tekur á sig margar birtingarmyndir og ein þeirra
er fólgin í því að tryggja bæði
viðunandi afkomu starfsmanna
sinna og láta starfsfólki finnast
það hluti af fyrirtæki sínu, það er,
allir í sama liði. Þessu hlutverki
sinna margir bílaframleiðendur
heimsins ágætlega með því að
greiða öllu starfsfólki sínu árlega
bónusa sem tengjast afkomu fyrir-
tækjanna á hverju ári. Sem dæmi
greiddi Volkswagen hverjum
og einum af um 120.000 starfs-
mönnum sínum 4.750 evra bónus
snemma á þessu ári vegna ágætrar
afkomu síðasta árs.
Allir fá það sama
Öllum starfsmönnum, hvort sem
þeir vinna í mötuneytinu eða
hanna bíla Volkswagen, er greidd
sama upphæð og því er enginn
greinarmunur gerður á mikil-
vægi þeirra, eða annarra launa hjá
fyrirtækinu. Þessi upphæð sam-
svarar 650.000 krónum og munar
vafalaust marga um slíka upphæð.
Ekki er að efa að þessi gjörningur
og aðferðafræði bak við hana
lætur starfsfólki líða eins og það
sé partur af liði sem allt vinnur
að sama markmiði og í leiðinni
er afkoma þess betur tryggð.
Reyndar eru bónusar greiddir
hjá hverju og einu bílamerki sem
heyrir undir Volkswagen Group
með sama hætti og hafa bónusar
starfsfólks Audi og Porsche verið
sýnu hærri en hjá Volkswagen.
Náðu bónusar Porsche til dæmis
9.300 evrum fyrir síðasta ár, eða
hátt í 1,3 milljónir króna.
Í sama liði og fá
hluta hagnaðar
Að vera umhverfisvænn sýnir samfélagslega ábyrgð og þó svo bílar og bílaframleið-
endur séu sjaldan tengdir við græn
gildi eru þó margir þeirra einmitt
búnir að taka stór skref í þá átt.
Ekki bara á það við um að fram-
leiða bíla sem menga minna eða
ekkert, heldur einnig umhverfis-
væna framleiðslu og efnisnotkun.
Sá bílaframleiðandi sem gengið
hefur einna lengst í grænum
gildum er BMW og hefur verið
talinn sá umhverfisvænsti allt
frá árinu 2005. Við framleiðslu
BMW i3 og i8 bílanna er til dæmis
eingöngu notast við endurnýjan-
lega orku. Þá má nefna Tesla sem
eingöngu framleiðir umhverfis-
væna rafmagnsbíla, en Tesla
gengur skrefinu lengra og leitast
við að nota sólarorku og raforku
sem ekki er upprunnin í brennslu
jarðefnaeldsneytis.
Volkswagen hefur til langs tíma
unnið eftir ThinkBlue-umhverfis-
stefnu sinni sem tekur til þátta
eins og minni vatns- og orkunotk-
unar, CO2-losunar við framleiðslu,
minnkunar spilliefna og minni
flutninga á milli heimshluta. Nú
á síðustu árum hefur einnig orðið
stefnubreyting í bílum Volks-
wagen og stefnir fyrirtækið að sem
mestri rafvæðingu þeirra. Þá hafa
Toyota og Hyundai rutt brautina
í þróun og smíði vetnisbíla auk
umhverfisvænnar stefnu í fram-
leiðslumálum.
Grænir bílaframleiðendur
Margir kjósa að vera á bíl sem blæs ekki alls konar efnum út pústurörið. Stóru
bílaframleiðendur framleiða nú bíla sem eru umhverfisvænir.
Við höfum náð góðum árangri á undanförnum árum en bankinn hefur t.a.m. minnk-
að pappírsnotkun sína um 75% frá
árinu 2012 og á síðustu tveimur
árum hefur útblástur frá bifreiðum
bankans minnkað um rúm 40%,“
segir Baldur G. Jónsson, mannauðs-
stjóri Landsbankans. „Við teljum
mikilvægt að samfélagsábyrgð sé
hluti af kjarnastarfseminni en á
síðustu árum höfum við m.a. lagt
áherslu á innleiðingu á stefnu í
ábyrgum fjárfestingum með það að
markmiði að gera bankanum kleift
að samþætta samfélagsábyrgð og
fjárfestingarákvarðanir. Bankinn
fékk aðild að United Nations Prin-
ciples for Responsible Investment
(UN PRI) í byrjun árs 2013 og hafa
nú allir sjóðstjórar bankans, sem
starfa við fjárfestingarákvarðanir,
Samfélagsábyrgð í kjarnastarfsemi
lokið námi á vegum UN PRI. Einn-
ig höfum við markvisst unnið að
fræðslu um græn skuldabréf innan
og utan bankans, en áhugi á því
hvernig fjárfesta megi í grænni
framtíð eykst jafnt og þétt,“ segir
Baldur.
Fylgir heimsmarkmiðum
Sameinuðu þjóðanna
„Á síðasta ári tókum við þá
ákvörðun að fylgja Heimsmark-
miðum Sameinuðu þjóðanna
með markvissum hætti. Lands-
bankinn ætlar í sinni starfsemi
að leggja áherslu á þrjú af Heims-
markmiðunum til að byrja með:
jafnrétti kynjanna, góða atvinnu
og hagvöxt, sem og ábyrga neyslu
og framleiðslu. Þar að auki var
ákveðið að fylgja nýjum viðmiðum
UNEP FI (United Nations Envir-
onment Programme – Finance
Initiative) um ábyrga bankastarf-
semi en þeim er ætlað að tengja
bankastarfsemi við Heimsmark-
miðin og Parísarsamkomulagið.
UNEP-FI er samstarfsvettvangur
Umhverfisstofnunar Sameinuðu
þjóðanna og fjármálafyrirtækja
víða um heim þar sem unnið er að
því að ná fram sameiginlegri sýn
á hvernig bankar geti og eigi að
vinna að samfélagsábyrgð í sinni
starfsemi. Landsbankinn var í
hópi fyrstu aðila að verkefninu á
heimsvísu,“ segir Baldur.
Jafnréttisvísir
og jafnlaunavottun
„Jafnréttismálin eru sífellt í
brennidepli hjá okkur í Lands-
bankanum en lögð er þung
áhersla á að karlar og konur fái
sömu laun fyrir jafnverðmæt störf
og hljóti sömu starfstækifæri,“
segir Baldur. „Bankinn hefur það
að markmiði að hlutur hvors kyns
um sig í forystusveit bankans
verði aldrei minni en 40% og
hefur bankinn í tvígang hlotið
gullmerki Jafnlauna úttektar
PwC. Undanfarið ár höfum verið
að vinna að innleiðingu lögbund-
innar jafnlaunavottunar og fór
lokaúttekt Landsbankans fram í
janúar.
Þar kom fram að öll skilyrði
fyrir vottun væru uppfyllt og gert
er ráð fyrir endanlegri staðfest-
ingu á næstu vikum.
Við höfum einnig verið að
vinna að innleiðingu á Jafnréttis-
vísi Capacent en þar er markvisst
horft til f leiri þátta en launajafn-
réttis. Þetta er viðamikið verk-
efnið sem allt starfsfólk bankans
tók þátt í. Með Jafnréttisvísinum
er staða jafnréttismála innan
bankans metin með ítarlegri
greiningu og skýr markmið
mótuð í framhaldinu.“
Landsbankinn
hefur verið aðili
að UN Global
Compact í yfir
áratug og fékk
bankinn viður-
kenningu fyrir
samfélagsskýrslu
ársins í fyrra þeg-
ar Festa, Stjórn-
vísi og Viðskipta-
ráð Íslands veittu
viðurkenninguna
í fyrsta sinn.
6 KYNNINGARBLAÐ 7 . M A R S 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RSAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA
Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans. Bankinn hefur minnkað pappírsnotkun sína um 75% frá árinu
2012 og á síðustu tveimur árum hefur útblástur frá bifreiðum bankans minnkað um rúm 40%. MYND/ANTON BRINK
0
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
F
-B
1
5
8
2
2
7
F
-B
0
1
C
2
2
7
F
-A
E
E
0
2
2
7
F
-A
D
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
7
2
s
_
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K