Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.03.2019, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 07.03.2019, Qupperneq 38
Mjólkurfernur Mjólkursam-sölunnar eru umhverfis-vænstu umbúðir sem völ er á fyrir mjólk og með 66 prósent minna kolefnisspor en áður,“ segir Sunna Gunnars Marteinsdóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og fræðslumála hjá Mjólkursam- sölunni (MS). „Mjólkursamsalan var fyrst fyrirtækja sinnar tegundar til að nýta sér þennan vistvæna val- möguleika. Það munar um minna þegar fyrirtækið pakkar árlega mjólk í 25 milljónir mjólkurferna,“ upplýsir Sunna. „Mikilvægt er að treysta á hringrás hráefna því fyrir okkur eru fernur efni í eitthvað annað og meira en rusl,“ segir Sunna. „Við viljum því gjarnan hvetja alla til að setja tómar fernur í endurvinnslu því þær geta áfram nýst sem efni- viður í aðrar umbúðir.“ Plastið út og pappinn inn Á síðasta ári tók Mjólkursamsalan í notkun enn fleiri umhverfisvæna valkosti undir mjólkurafurðir sínar. „Við hættum að nota plastdósir utan um drykki og færðum okkur alfarið yfir í pappafernur úr ábyrgri skógrækt. Auk þess fjarlægðum við plaströrin af G-mjólkinni,“ upplýsir Sunna og MS er hvergi hætt. „Við erum með athyglina á mögulegum breytingum sem þurfa að uppfylla kröfur, eru í takt við matvælaöryggi og vel prófaðar. Umbúðir eru þó ekki það eina sem MS þarf að horfa til í framleiðsluferlinu því það er einnig hægt að nýta hráefni betur og minnka með því sóun.“ Mysa verður að víni Til að nýta ostamysu betur var tekin ákvörðun af Mjólkursam- sölunni og Kaupfélagi Skagfirðinga um að stofna Heilsuprótein á Sauðárkróki. „Við framleiðslu á osti verða til 50 milljónir lítra af mysu á hverju ári. Mysan var ekki nýtt áður en nú framleiðum við úr henni prótein í heilsuvörur. Það gengur vel og á næstunni ættum við einnig að sjá mysuna verða að víni (etanóli). Það eru því framundan tækifæri til að nýta mysuáfengið í nýsköpun í framleiðslu innlendra áfengra drykkja. Eftir þessa vinnslu á mys- unni í duft og etanól stendur aðeins hreint vatn eftir,“ upplýsir Sunna en hjá MS er verið að skoða enn frekari tækifæri til að nýta betur hráefni í framleiðslunni. Íslenskuátak á afmælisári Mjólkursamsalan fagnar nú 25 ára afmæli samfélagsverkefnis sem landsmönnum er að góðu kunnugt. „Það er verkefnið „Íslenskan er okkar mál“ sem hófst árið 1994 þegar Þórarinn Eldjárn orti ljóð sem hefst á orðunum „Á íslensku má alltaf finna svar“, sérstaklega fyrir Mjólkursamsöluna í tilefni samstarfs MS og Íslenskrar mál- nefndar,“ útskýrir Sunna en ljóð Þórarins var ort við þekkt lag Atla Heimis Sveinssonar. „Stærsta og sýnilegasta verkefni fyrirtækisins í þessu átaki eru textar og ljóð utan á mjólkurfern- um sem margir muna eftir að hafa lesið eða fylgst með börnum sínum lesa,“ segir Sunna og bætir við að í tilefni afmælisársins sé von á nýju og skemmtilegu íslenskuátaki. Um MS Mjólkursamsalan varð til við hagræðingu í mjólkuriðnaðinum sem hófst skipulega um miðjan tíunda áratuginn þegar stjórnvöld ákváðu að lækka þyrfti kostnað við vinnslu á mjólk. Næsta áratuginn eftir hagræðinguna sameinaðist rúmur tugur félaga í mjólkuriðnaði í færri einingar. Elsta einingin í sameinuðu félagi er Mjólkursamlag KEA sem var stofnað fyrir rúmlega 90 árum, í september 1927, en Mjólkursam- salan er í eigu bænda um land allt og hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2007. Ostamysa var ekki nýtt áður en nú framleiðum við úr henni prótein í heilsuvörur og á næstunni ættum við að sjá mysu verða að víni. Sunna Gunnars Marteinsdóttir Hjá Sýn hf. skiptist sam-félagsábyrgð félagsins í þrjú áherslusvið; sameiginlegt virði, sjálfbærni og hlítni. Áhersla er lögð á að hámarka jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið í heild og skapa þannig sameiginlegt virði fyrir félagið og alla hagsmuna- aðila,“ segir Sif Sturludóttir, for- stöðumaður hjá Sýn. Hún bætir við að Sýn hf. sýni samfélagsábyrgð í verki með því að sinna hlutverki sínu sem fjarskipta- og fjölmiðla- fyrirtæki af fagmennsku og ábyrgð. Lögð er áhersla á aukna sjálf- bærni og lagt upp úr því að halda jafnvægi á milli efnahags, umhverf- is og samfélags í rekstrinum auk þess sem starfað er í hlítni við íslensk lög, reglur og almenn við- mið. „Við höfum unnið að Samfélags- uppgjöri, í samvinnu við Klappir Core, þar sem stuðst er við ESG- leiðbeiningar sem Nasdaq hefur sett fram fyrir skráð fyrirtæki á markaði. Þessi viðmið uppfylla ákveðna þætti hins alþjóðlega staðals Global Reporting Initiative sem auðveldar fyrirtækjum og stofnunum að miðla upplýsingum um samfélagsábyrgð með gagn- sæjum og skýrum hætti. Hlutverk Sýnar hf. er að vera leið- andi fyrirtæki á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi. Sem dæmi um árangur af stefnu félagsins í þessum efnum má nefna víðtæka Áhersla á að hámarka jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið Sif Sturludóttir, forstöðumaður hjá Sýn. Fyrir- tækið hefur sett sér ákveðin markmið í umhverfis- og loftslagsmálum sem eru til þess fallin að draga úr mengun og hafa þannig jákvæð áhrif á vistspor félagsins. vottun skv. ISO 27001-staðlinum sem félagið undirgengst árlega,“ segir hún. Félagið hefur verið vottað fyrir- myndarfyrirtæki í góðum stjórnar- háttum, þá hefur fyrirtækið fengið Hvatningarverðlaun jafnréttis- mála. Sýn hf. er einn aðalstyrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar, bakhjarl KSÍ og vinnur náið með UN Women á Íslandi. Sýn hf. hefur sett sér ákveðin markmið í umhverfis- og loftslags- málum sem eru til þess fallin að draga úr mengun og hafa þannig jákvæð áhrif á vistspor félagsins. Sýn hf. skrifaði undir loftslagsyfir- lýsingu FESTU og Reykjavíkurborg- ar um markmið í loftslagsmálum og hefur einnig einsett sér að efla vistvænar samgöngur, draga úr myndun úrgangs og stuðla að betri orkunýtingu. Félagið hefur einsett sér að ganga um landið af virðingu, með umhverfisvernd að leiðarljósi. Þannig er ávallt leitast við að fram- kvæmdir á vegum félagsins valdi sem minnstu umhverfisraski. „Sýn hf. hefur sett sér það mark- mið að flokka allt sorp sem fellur til í starfseminni, auka þannig endurvinnslu og draga úr ónauð- synlegri urðun á sorpi. Leitast er við að lágmarka notkun á óendur- nýjanlegum auðlindum og losun skaðlegra efna út í umhverfið eins og kostur er,“ segir Sif. Á árinu fluttist öll sameinuð starfsemi félagsins í höfuðstöðvar Sýnar hf. að Suðurlandsbraut 8-10. „Við leggjum áherslu á heilbrigði og vellíðan starfsmanna á vinnu- staðnum. Í höfuðstöðvum félagsins er mikið lagt upp úr góðri hljóðvist, loftræstingu og birtuskilyrðum og má þar nefna að eingöngu er notast við LED-perur í skrifstofu- rýminu með tilliti til endingar, ljósgæða, hagkvæmni og áhrifa á umhverfið. Sýn hf. styður starfsfólk til að stunda vistvænar samgöngur t.d. með því að veita samgöngu- styrk sem fólk er duglegt að nýta sér, almenningssamgöngur eru mjög aðgengilegar frá Suðurlands- brautinni. Einnig bjóðum við upp á hleðslustöðvar fyrir rafbíla, læsta hjólageymslu og framúrskarandi búningsaðstöðu.“ Sýn er í virku samstarfi við Vinnuvernd og hefur félagið þar greiðan aðgang að fagaðilum á sviði heilbrigðismála. „Einn- ig erum við í samstarfi við Kara Connect varðandi sérfræðiaðstoð fyrir starfsfólk. Það er ýmislegt á döfinni tengt þessum málaflokki og er félagið til dæmis að vinna að því að bjóða starfsfólki Sýnar upp á þjónustu t.d. sálfræðinga á vinnu- tíma eða jafnvel eftir að vinnu- tíma lýkur. Sýn hf. lauk nú í lok nóvember vottunarferli félagsins samkvæmt vinnuverndarstaðlin- um ISO 45001 og er fyrst íslenskra fyrirtækja til að fá vottunina samkvæmt nýrri útgáfu staðals- ins. Endurvottun fer nú fram árlega en sú fyrsta er ráðgerð í mars 2019.“ Umhverfisvænni umbúðir hjá MS Sunna Gunnars Marteinsdóttir verkefnastjóri hjá MS. MYND/ANTON BRINK Kolefnisspor af umhverfisvænni fernum Mjólkur- samsölunnar hefur minnkað um 66%. Plast- dósir hafa vikið fyrir pappa og pró- teinduft í heilsu- vörur er nú unnið úr ostamysu sem áður fór til spillis. 10 KYNNINGARBLAÐ 7 . M A R S 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RSAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA 0 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 7 F -A 2 8 8 2 2 7 F -A 1 4 C 2 2 7 F -A 0 1 0 2 2 7 F -9 E D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.