Fréttablaðið - 07.03.2019, Síða 41
Samfélagsleg ábyrgð hefur alla tíð skipt Háskólann í Reykja-vík (HR) miklu máli. Við
höfum staðið fyrir og tekið þátt í
mörgum mikilvægum samfélags-
verkefnum og leggjum áherslu
á að virkja nemendur háskólans
til að láta gott af sér leiða með
ýmsum hætti,“ segir Sigríður Elín
Guðlaugsdóttir, framkvæmda-
stjóri mannauðs og gæða hjá HR.
„Við reynum að ganga á undan
með góðu fordæmi þegar kemur
að samfélagslegri ábyrgð. Okkur
finnst mjög mikilvægt að vera
góð fyrirmynd fyrir nemendur
okkar enda erum við með fullt
hús af ungu fólki sem er á leið út í
atvinnulífið og við vonum að það
taki sitthvað mikilvægt með sér úr
HR, annað en bara prófgráðuna.“
Hún segir ganga vel að virkja
bæði starfsmenn og nemendur.
„Það er reynsla okkar að nem-
endur séu meðvitaðri um til
dæmis umhverfismál en við
sem eldri erum. Í HR er líka ein-
stakur hópur starfsmanna sem er
tilbúinn til að vinna að verkefnum
sem snúa að því að bæta samfélag
okkar.“ Sem dæmi um mikilvæga
þætti í samfélagslegri ábyrgð HR
nefnir hún sérstaklega vinnu við
jafnlaunavottun, átakið Stelpur og
tækni, áherslu á samfélagsábyrgð í
námskeiðum á borð við Nýsköpun
og stofnun fyrirtækja og inn-
gangsnámskeið í verkfræði og
tæknifræði, samstarf við AIESEC
stúdentasamtökin um Framadaga
og geðheilbrigðisviku náms- og
starfsráðgjafar.
Fjarlægðu öll plastmál
Um þessar mundir vinna starfs-
menn og nemendur að ýmsum
samfélagslegum verkefnum, að
sögn Sigríðar. „Við höfum ásamt
fleiri stofnunum og fyrirtækjum
hér í borg skrifað undir samning
við Reykjavíkurborg um að draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Í kjölfarið settum við saman
umhverfishóp sem hefur verið
starfandi síðan 2016. Ætli það hafi
ekki um 30-40 manns gefið kost
á sér, en fljótlega varð til kjarni
sem hefur síðan unnið að ýmsum
umbótaverkefnum innan HR.“
Meðal verkefna hópsins má
nefna átak í að draga úr plastnotk-
un, til dæmis með því að fjarlægja
plastmál við allar vatns- og kaffi-
vélar. „Þetta var töluvert átak því
hér eru um 300 starfsmenn og nær
4.000 nemendur sem þurftu þá að
venja sig á að koma með vatns-
flöskur eða kaffimál að heiman.
Við þurftum líka að gera ýmsar
breytingar í kjölfarið, til dæmis að
fjárfesta í nægu magni af bollum
og glösum, fjölga uppþvotta-
vélum og starfsfólki.“ Umhverfis-
hópurinn hefur einnig beitt sér
fyrir að sorpflokkunarmál væru
tekin föstum tökum. „Við höfum
sett upp betri merkingar og leið-
beiningar og hvatt til aukinnar
flokkunar innan skólans. Við fjar-
lægðum ruslafötur af öllum skrif-
stofum, notum eingöngu flokk-
unartunnur og fjölguðum stöðum
þar sem við erum með tunnur fyrir
lífrænt sorp.“
Tólf hleðslustæði til afnota
HR hefur mótað sér samgöngu-
stefnu og hefur síðan 2016 boðið
samgöngustyrki til starfsmanna
sem nýta sér umhverfisvænar
leiðir til að komast til og frá vinnu.
Háskólinn í Reykjavík leggur
áherslu á að vera góð fyrirmynd
Fyrsta árs nemar í tæknifræði og verkfræði við Háskólann í Reykjavík
unnu í lok haustannar 2018 að því að útfæra ýmis atriði í aðgerðaáætlun
ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. MYND/HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK
„Við reynum
að ganga á
undan með
góðu fordæmi
þegar kemur
að samfélags-
legri ábyrgð.
Okkur finnst
mjög mikil-
vægt að vera
góð fyrirmynd
fyrir nemendur
okkar,“ segir
Sigríður Elín
Guðlaugsdóttir,
framkvæmda-
stjóri mann-
auðs og gæða
hjá HR.
MYND/ERNIR
Háskólinn í
Reykjavík leggur
mikla áherslu á
samfélagslega
ábyrgð og hóf
nýlega þátttöku
í átaki Samein-
uðu þjóðanna
um menntun
ábyrgra fram-
tíðarleiðtoga.
Styrkirnir hækkuðu á þessu
ári auk þess sem HR var fyrsta
fyrirtækið hér á landi til að bjóða
starfsmönnum upp á þjónustu
deilibílaþjónustunnar Zipcar á
Íslandi. „Nýlega settum við upp
rafmagnshleðslustöðvar við tólf
bílastæði þar sem við bjóðum
nemendum og starfsmönnum fría
tveggja klukkustunda hleðslu. Í
sumar ætlum við svo að byggja
langþráð hjólaskýli á lóð háskól-
ans og tryggja þannig nemendum
HR betri aðstöðu fyrir reiðhjól.“
Ábyrgir framtíðarleiðtogar
Síðast en ekki síst er HR, ásamt
um það bil 650 háskólum um
allan heim, þátttakandi í PRME
(Principles for Responsible
Management Education) verkefni
Sameinuðu þjóðanna, sem er hluti
af Global Compact-átakinu. „Við-
skiptadeild reið á vaðið árið 2013
og innleiddi PRME-markmiðin sex
í viðskiptadeild. Markmiðin fela í
sér að háskólinn skuldbindur sig til
að mennta og þjálfa framtíðarleið-
toga sem hafa samfélagsábyrgð að
leiðarljósi í ákvarðanatöku sinni.“
HR hefur gefið út tvær fram-
vindu skýrslur í tengslum við
PRME, aðra árið 2014 og hina árið
2016, en báðar hlutu þær verðlaun
fyrir framúrskarandi framgangs-
skýrslu á fundi PRME-samráðs-
vettvangsins í New York. Árið 2017
ákváðu stjórnendur HR að innleiða
PRME-markmiðin þvert á deildir
háskólans. „Þá var horft til þess að
ábyrg stjórnun snertir ekki bara þá
sem mennta sig í viðskiptafræði og
tengdum greinum því framtíðar-
leiðtogar koma úr öllum fögum og
fræðigreinum.“
Hún segir verkefnið gríðarstórt
og háskólinn hafi því ráðið verk-
efnastjóra sem leiðir innleiðingu á
PRME í öllum deildum háskólans
og heldur utan um og mælir þann
árangur sem hefur náðst, sem er
ekki síður mikilvægt. „Við erum
núna á lokametrunum með þriðju
framvinduskýrslu PRME og þá
fyrstu sem nær yfir allar akadem-
ískar deildir HR, Opna háskólann
og Háskólagrunn HR.“
PRME-markmiðin sem HR vinnur eftir
1. Við munum leitast við að mennta nemendur okkar með það að
leiðarljósi að þeir verði leiðandi í uppbyggingu á sjálfbærni í við-
skiptum ásamt því að þeir geti unnið að heildrænum og sjálfbærum
lausnum á vandamálum framtíðarinnar.
2. Við munum leitast við að samtvinna hugmyndafræði sjálfbærrar
þróunar og samfélagsábyrgðar við gerð námsskrár, námsefnis og í
kennslufræðum skólans.
3. Við munum bjóða upp á námsefni, kennsluaðferðir og aðstæður
sem gera nemendum kleift að efla færni og skilning á því hvað það
er að vera ábyrgur stjórnandi.
4. Við munum leggja áherslu á að stunda rannsóknir sem auka skilning
á bæði hlutverki sem og mögulegum áhrifum fyrirtækja og stofn-
ana á þróun samfélags, umhverfis og efnahagslegra gilda.
5. Við munum auka samskipti og samstarf við stjórnendur fyrir-
tækja í þeim tilgangi að auka skilning okkar á þeim samfélagslegu
og umhverfislegu áskorunum sem þau standa frammi fyrir ásamt
því að þróa með þeim árangursríkar leiðir til að takast á við þessar
áskoranir.
6. Við munum standa fyrir og styðja við gagnrýna umræðu á meðal
kennara, nemenda, fyrirtækja, stofnana, stjórnvalda, fjölmiðla og
annarra áhugasamra aðila í samfélaginu um mikilvæg málefni tengd
sjálfbærni og samfélagsábyrgð.
KYNNINGARBLAÐ 13 F I M MT U DAG U R 7 . M A R S 2 0 1 9 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA
0
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
F
-C
5
1
8
2
2
7
F
-C
3
D
C
2
2
7
F
-C
2
A
0
2
2
7
F
-C
1
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
7
2
s
_
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K