Morgunblaðið - 31.12.2018, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 31.12.2018, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 13 Ísfélagið óskar öllum Vestmannaeyingum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökkum fyrir samskiptin og viðskiptin í gegnum árin. Stofnað 1901 lægstar eða í neðra þrepi meðaltekna aldrei ljúka skólagöngu sambærilegri við grunnskóla og fyrstu ár framhaldsskóla að því er kemur fram í tölum Hagstofu Unesco. Og ólæsi kvenna hefur hrikalegar afleiðingar fyrir heilsu í samfélögum og er barnadauði í Afríku mun algengari hjá ómenntuðum mæðrum. Þrátt fyrir að það sé á brattann að sækja í menntamálum hefur alþjóðleg aðstoð dregist saman á liðnum áratug. Hún var 13 prósent af allri aðstoð, en er nú aðeins 10 prósent. Það eru aðeins 10 dollarar á barn á ári, sem er ekki einu sinni nóg til að kaupa notaða kennslubók. Samstarf milli opinberra aðila og einkaaðila, sem að mati Alþjóðabankans, Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og Sameinuðu þjóðanna átti að breyta „milljörðum í billjónir“, hefur enn ekki litið dagsins ljós. Á meðan heilbrigðis- og menntastofnanir í þróuðu ríkjunum njóta vel- vildar framúrskarandi velgjörðarmanna er okkar tíma Andrew Carnegie ekki kominn fram í alþjóðlegum menntamálum. Fjárfest- ingar fyrirtækja í menntun í heiminum eru að- eins brot af því sem lagt hefur verið í heil- brigðismál eða umhverfið. Það eru aðeins 12 ár í að fresturinn sem við gáfum okkur til að veita öllum menntun renni út og stund sannleikans er runnin upp. Ef ekki verður gagnger stefnubreyting munu 200 milljónir barna á skólaaldri ekki vera í skóla árið 2030. Þess í stað verða þau líkast til á göt- unni þar sem þau verða auðveld fórnarlömb öfgasinna sem munu færa sér í nyt svikin lof- orð okkar um menntun og segja að þau séu til marks um að það muni aldrei ganga upp að við getum lifað hlið við hlið í sátt og samlyndi. Ef þau verða ekki á götunum munu þessar milljónir ungs fólks, sem neitað hefur verið um tækifæri til menntunar og atvinnu heima fyrir vera á faraldsfæti. Ef auður heimsins færist ekki að einhverju leyti til Afríku munu Afríkubúar í auknum mæli færa sig nær auði heimsins. Milljónir verðandi farandfólks munu telja sér trú um að það sé betra að vera fátæk- ur í ríku landi en að vera ríkur í fátæku landi. Alþjóðlega fjármálastofnunin í mennta- málum (IFFEd) sem ætlað er að ná saman 10 milljörðum dollara gæti rofið pattstöðuna í að- stoð til menntamála. Hún er að tillögu Menntaráðsins sem sett var á fót til að fylgja eftir fjórða markmiðinu, og er alþjóðlegt frumkvæði, þar sem ég gegni formennsku. Sjóðurinn leggur áherslu á þau rúmlega 700 milljón börn sem búa í löndum þar sem tekjur eru í þrepinu undir meðallagi í heiminum. Í þessum löndum er að finna meirihluta flótta- manna og barna á vergangi í heiminum. Þetta eru um 50 lönd og þar er fátækt of mikil til að þau geti af eigin rammleik borgað menntun fyrir alla. Þau eru hins vegar of vel stæð til að eiga rétt á styrkjum frá fjölhliða þróunarbönkum svo heitið geti. Þau lán sem standa til boða eru á fjögurra prósenta vöxt- um. Fyrir vikið er aðeins 350 milljónum doll- ara eða 50 sentum á barn varið í menntun í þessum löndum. Með því að bjóða þróunarlöndum fjár- mögnun á viðráðanlegum kjörum mun hinn nýi sjóður stoppa upp í gapandi gjá í fyrir- komulagi alþjóðlegrar aðstoðar. Hún mun samanstanda af ábyrgðum sem framlagslönd veita upp á tvo milljarða og verða þeir notaðir til að fá fjármögnun upp á átta milljarða doll- ara á markaði. Við þetta munu bætast tveir milljarðar í styrki til aðstoðar, sem munu gera okkur kleift að lækka vextina af lánunum. Með því að breyta tveggja milljóna dollara styrk í átta milljarða aðstoð munum við geta gert fjórfalt meira en með hefðbundinni að- stoð. Í staðinn fyrir þessa efldu, alþjóðlegu fjár- mögnun verður gert tilkall til þróunarríkjanna um að tvöfalda eigin fjárfestingu í menntun úr tveimur til þremur prósentum eins og nú er í fjögur til fimm prósent af þjóðartekjum. Þetta ætti að vera nóg til að stofna þær 200 milljónir skóla sem þarf til að koma loks öllum börnum inn í skólastofuna. Alþjóðlegur menntasjóður á pari við Alþjóðasjóðinn til baráttunnar gegn alnæmi, berklum og malaríu myndi hjálpa okkur við að standa við loforðið, sem hefur dregist allt of lengi, um menntun fyrir alla og gera að verkum að það markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem nýtur minnstrar fjármögnunar yrði innan seilingar. Það myndi einnig senda tímabær skilaboð út í heim: um að jafnvel þegar einangrunar- og verndarhyggja lætur mest að sér kveða getum við eflt alþjóðlegt samstarf og sannað að hnattvæðing getur enn verið þeim til hags- bóta, sem skildir hafa verið eftir. ©2018 The New York Times og Gordon Brown /Agence France-Presse - Getty Images Flóttamaður úr röðum róhingja frá Búrma í óformlegum skóla í Baluk- hali-flótta- mannabúð- unum í Ukhia-héraði í Bangladess.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.