Morgunblaðið - 31.12.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 31.12.2018, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 Á þriðju hæð bakatil á Eiðistorgi er frekar lú- in hurð með talnalás. Þegar inn er komið tek- ur þögnin á móti gestum og húsnæðið er lág- stemmt og lætur ekki mikið yfir sér. Íburðurinn er ekki í fyrirrúmi í frum- kvöðlasetrinu Innovation House, en andrúms- loftið er notalegt. Jón Stephenson von Tetzchner tekur á móti blaðamanni og upplýsir að í setrinu séu 28 fyr- irtæki, sem boðið sé upp á gott umhverfi og ódýrt húsnæði. „Við eyðum ekki tíma í fjármál,“ segir hann og útskýrir orð sín með því að í sprotafyrir- tækjum eigi að reyna að bíða í lengstu lög með að ná í fjármagn og fjárfesta, meðal annars til þess að missa ekki stjórn á verkefninu. Mörg frumkvöðlasetur leggi áherslu á ferli þar sem fjárfestar leiki stórt hlutverk, en hjá Inn- ovation House sé lagt upp úr góðu umhverfi og lágu verði svo að frumkvöðlar geti valið hvernig þeir ætli að fjármagna fyrirtækið ótengt því hvar það er niðurkomið. „Þegar þú hefur fengið pening býrðu til vandamál.“ Jón segir að lykillinn að því að ná árangri sé sannfæringin og vilji til að leggja allt undir. „Það er til fullt af góðum hugmyndum,“ segir hann. „Það erfiða er að taka góða hugmynd og klára hana, þá verður þú að trúa, brenna fyrir málstaðinn.“ Jón er 51 árs gamall. Hann ólst upp á Ís- landi, kláraði menntaskóla hér og hélt síðan til Noregs. Eftir að hafa lokið námi þar var hann einn af stofnendum fyrirtækisins Opera, sem hannaði samnefndan vafra. Hann byggðist á öðrum forsendum en hinir hefðbundnu vafrar og voru notendur orðnir 350 milljónir. Nýir stjórnendur breyttu stefnu fyrirtækisins og Jón ákvað að leita á önnur mið. Hann rekur nú frumkvöðlasetrið og þróar vafrann Vivaldi. Þar hefur hann tekið upp þráðinn þar sem honum sleppti hjá Operu þegar hinir nýju stjórnendur ákváðu að fara aðrar leiðir en gert hafði verið í upphafi. Ef ekki býr alvara að baki „Þegar ég hætti í Óperu þurfti ég að finna út hvað ég ætlaði að gera þegar ég væri orðinn stór og á sama tíma að ákveða hvar ég ætti að búa,“ segir hann. Bretland, Frakkland og Bandaríkin voru meðal þeirra landa sem komu til greina og hann hafnaði rétt fyrir norðan Boston. „Þar sem ég vissi ekki hvað ég ætlaði að gera, þá var þetta góður staður fyrir mig. Hér voru möguleikar til að fara í nám og mikið af frumkvöðlum. Svo var líka stutt til Ís- lands og Noregs og það var mikilvægt fyrir mig á margan hátt.“ Samfara því að Jón þurfti að finna út hvar hann ætti að búa var hann að hugsa um næstu skref. „Ég hugsaði mér að ég gæti orðið fjár- festir og vildi þá helst fjárfesta í sprotafyrir- tækjum og ákvað að gera það að miklu leiti á Íslandi. Staðan á þessum tíma var slæm á Ís- landi og ég hugsaði mér að ég gæti gert eitt- hvað gott með að fjárfesta á Íslandi. Það var lítið af fjármagni að finna á landinu fyrir fjár- festingar í sprotafyrirtækjum á þessum tíma og ég endaði með að fjáfesta í um 10 fyr- irtækjum á landinu og setja upp Innovation House til að geta stutt önnur sprotafyrirtæki. Nú höfum við í Vivaldi skrifstofur í þremur löndum, á Íslandi, í Noregi og í Bandaríkj- unum.“ Jón er þeirrar hyggju að á Íslandi séu for- sendur góðar fyrir sprotafyrirtæki. „Að mörgu leyti er gott að vera hér. Hér er flatur strúktúr og ýtt undir hugmyndir,“ segir hann. „Þjóðfélagið leyfir þér að hafa hugmyndir, það er ekki bara stjórinn, sá sem er yfir, sem ræð- ur öllu og hugsar á meðan aðrir hlýða. Þetta umhverfi passar mjög vel fyrir sprotafyr- irtæki og það er auðvelt að laða að fólk hingað að utan og það aðlagast auðveldlega.“ Hann segir að starfsumhverfið hér sé eins og það hafi verið í Noregi. Margir þeirra, sem hafi komið þangað til að starfa hjá Óperu, hafi meira að segja ílengst og búi þar enn. Það vekur athygli að Jón nefnir félagslega þáttinn þegar spurt er um forsendur til að stofna fyrirtæki, en ekki regluverk. Hann seg- ir að hið opna umhverfi þar sem sjálfsagt er að segja hug sinn skipti sköpum, en bætir við að á Íslandi sé ekki erfitt að setja upp fyr- irtæki. Oft sé látið eins og það sé einfaldara í Bandaríkjunum, en það sé flókið þar og borgi sig ekki að fara út í það nema full ástæða sé til. Varan kemur fyrst „Þú þarft að hafa mikið fyrir því að stofna fyr- irtæki í Bandaríkjunum,“ segir hann og bætir við að menn þurfi að vita nákvæmlega hvað þeir ætla sér og hafa innistæðu fyrir því. „Það kemur ekki mikið út úr því að komast í sam- band við fólk og geta blandað geði ef það er engin vara. Þú getur kynnst fólki og myndað sambönd með því að fara til Bandaríkjanna, en varan kemur fyrst.“ Mikið sé hér á landi um góðar hugmyndir, sem eitthvað gæti komið úr. Hann segir margt efnilegt í frumkvöðlasetrinu og nefnir Genki, sem er að hanna búnað til að stjórna hljóði og rafrænum hljóðfærum með hreyfingu hand- arinnar, og leikjafyrirtækið Solid Clouds. Jón hefur lagt peninga í sprotafyrirtæki, en segist ekki geta fjárfest í öllu. Í frum- kvöðlasetrinu geti fyrirtæki hins vegar leigt og fengið stuðning. Að auki sé stutt í allt, hvort sem það sé kaffihús, öldurhús, verslun eða líkamsrækt. Sveigjanlegri en aðrir vafrar Eftir að vafrinn Opera fór aðra leið en Jón hafði hugsað sér fannst honum verða tóma- rúm á markaðnum. „Vivaldi, já ég er aftur far- inn að smíða vafra. Við hann starfa tuttugu manns í Noregi og tíu manns hér á Íslandi. Allt í allt eru 45 starfsmenn,“ segir hann og bætir við að allir starfsmenn séu eigendur. „Hinir hefðbundnu vafrar eru mjög staðlaðir. Við höfum sveigjanleika.“ Jón telur upp hina ýmsu kosti vafrans. Bókamerkjakerfið virki betur á Vivaldi og bjóði upp á meiri möguleika. Þá sé hægt að vera með fleiri flipa í notkun og deila skjánum upp í svæði. Auðvelt sé að merkja texta og hægt sé að mynda vefsíðuna alla. Þá hefur notandinn fleiri verkfæri en gengur og gerist og hægt að nota lyklaborðið til að stytta sér leið. Vivaldi býður líka upp á aðra þjónustu, ókeypis, fyrir notendur í gegnum Vivaldi.net. Hann getur mótað sína eigin síðu, hægt er að blogga og boðið er upp á tölvupóst. Mikil vinna hefur farið í þýðingar, bæði á vafranum og Vivaldi.net, og þar hafa mörg hundruð manns lagt hönd á plóg. Óttast ekki samkeppni við risana Jón segir að notendur vafrans séu orðnir ein milljón og þeir séu um allan heim, í Bandaríkj- unum, Þýskalandi, Rússlandi og Japan. Vafr- inn er í samkeppni við risafyrirtæki á mark- aðnum, en hann segist ekki setja það fyrir sig. „Ég hef verið að keppa við þessi fyrirtæki síð- an 1994,“ segir hann og vísar til reynslunnar af Óperu. Að sögn Jóns hefur Vivaldi mætt miklum velvilja og margir hjálpað til við að prófa það sem boðið er upp á, oft sjálfboðaliðar, sem vilja veg vafrans sem mestann. Þeirra framlag sé ómetanlegt. „Þeir vilja sjá okkur vaxa og við hlustum á hvern einstakling,“ segir hann og leggur áherslu á að mark sé tekið á ábendingum og tillögum. „Mottóið okkar er að bjóða upp á sveigjanleika ef við erum í vafa.“ Jón leggur áherslu á að vafrinn sé fyrir alla. „Þetta er ekki bara fyrir nörda,“ segir hann. „Vafrinn aðlagast þínum þörfum. Hann er augljóslega sá besti fyrir flesta og gerir flókna hluti einfaldari.“ Búið að vopnvæða upplýsingar Vafrinn er einnig frábrugðinn keppinautum á borð við Facebook og Google í einu grundvall- aratriði. „Við söfnum ekki upplýsingum,“ seg- ir Jón og bætir við að sum fyrirtæki skilji ekki hvað sé að gerast. Oft sé spurt hvað sé að því að veita aðgang að upplýsingum hafi menn ekkert að fela og þetta séu bara auglýsingar, en það sé einfaldlega rugl að stilla dæminu þannig upp: „Það er búið að vopnvæða upplýs- ingar. Hægt er að greina hvern og einn og nota upplýsingarnar til að senda auglýsingar og pólitísk skilaboð. Nigel Farage segir sjálf- ur að án Facebook hefði ekkert orðið af Brexit og Trump og hann ætti að vita það. Facebook og Google skutu ekki, en þau seldu byssuna. Við þurfum ekki á þessu að halda til að fá hlutina ókeypis á netinu.“ Jón segir að sú grundvallarbreyting hafi orðið að áður birtust auglýsingar í tilteknum fjölmiðli og almenningur sá þær þar, en nú Aðgangur að gögnum veitir ekki rétt til að nota þau Almennur aðgangur að netinu hefur verið baráttumál Jóns Tetzchners frá upphafi. Hann tel- ur hins vegar að ekki eigi að vera leyfilegt að nota gögn um notendur með þeim hætti sem risafyrirtækin Google og Facebook gera. Tetzchner hefur hannað vafrann Vivaldi og leggur áherslu á að hann muni ekki nota upplýsingar um notendur, enda eigi hann ekkert í þeim. KARL BLÖNDAL hefur verið aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins frá árinu 2001. Hann skrifaði fyrst í blaðið árið 1982 frá Vestur-Berlín. BARÁTTUMÁL AÐ ALLIR KOMIST Á NETIÐ OG BÖNDUM VERIÐ KOMIÐ Á MISNOTKUN ÞESS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.