Morgunblaðið - 31.12.2018, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018
Í myndskeiði sem gekk um félagsmiðla
2018 sést Venus Williams 14 ára gömul
segja John McKenzie, fréttamanni ABC,
hvað hún sé viss um að hún geti sigrað and-
stæðing á tennisvellinum. „Ég veit að ég
get unnið hana,“ segir Williams við
McKenzie með bros á vör. „Ég er mjög
sjálfsörugg.“
McKenzie virðist hissa á svarinu. „Þér
fer svo létt að segja þetta,“ segir hann við
hana. „Hvers vegna?“
„Vegna þess að ég trúi því,“ svarar Willi-
ams.
Þessi sjálfsvissa hefur knúið Williams
alla hennar ævi. Sjálfsöryggi hefur veitt
henni kraft til að drottna yfir atvinnutenn-
is, það var lykillinn að því að hún var skráð
efst á heimslista kventennisleikara í heim-
inum. En persónuleg valdefling hefur einn-
ig verið grundvallaratriði í viðleitni hennar
til að auka jafnrétti kynjanna líkt og þegar
hún leiddi með góðum árangri opinbera
herferð til að krefjast þess að Wimbledon
greiddi konum sömu verðlaunaupphæð og
körlum. (Þegar Williams vann fjórða
Wimbledontitilinn sinn 2007 varð hún
fyrsta konan til að vinna nákvæmlega sömu
upphæð og meistari karla, Roger Federer,
1,4 milljónir dollara (173 milljónir króna).)
Sjálfstraust hefur líka verið lykilþáttur í
umsvifum Williams í viðskiptalífinu á borð
við tískulínuna EleVen og innanhúss-
hönnunarfyrirtækið V Starr Interiors. Það
hefur verið kjarninn í flestu því sem hún
hefur afrekað og hún telur að sjálfstraust
sé hæfileiki sem hægt sé að kenna og vinna
stöðugt í.
„Mér finnst að ég eigi árangur minn að
þakka trú minni á sjálfa mig,“ sagði hún í
samtali við Tímamót, „og hefur fundist að
sjálfsöryggi sé hægt að læra og þróa. Satt
að segja vinn ég í sjálfstraustinu á hverjum
degi, rétt eins og að fara í ræktina eða æfa
mig á tennisvellinum.“
Með þetta í huga spurðum við Williams
um uppskriftina að því að þróa og halda við
sjálfsöryggi, sérstaklega fyrir konur.
„Staðreyndin er sú að rétt eins og þú getur
þjálfað líkamann er hægt að þjálfa hugann
í að trúa á eigin virði.“
– Armando Arrieta
Hér eru grundvallarreglurnar þrjár
með orðum Venus Williams.
1 Heiðarleiki gagnvart eigin tilfinningum.Þegar eitthvað fer ekki eins og ég vil að
það fari spyr ég sjálfa mig einfaldrar en mik-
ilvægrar spurningar. Hvers vegna? Mér finnst
það besta leiðin til að komast að rót vandans.
Þegar þú vinnur að markmiðum þínum þarf
að hafa í huga að þú þarft að vera heiðarleg
gagnvart tilfinningum þínum. Frekar en að
reyna að breiða yfir efasemdir sem þú kannt
að hafa, gættu þess þá að horfast í augu við
það þegar þú ert óviss um sjálfa þig. Minntu
þig síðan á að þótt það kunni að vera þannig að
þú finnir ekki til sjálfstrausts þessa stundina
hefur þú skuldbundið þig markmiðum þínum,
skuldbundið þig til að leggja þitt af mörkum,
skuldbundið þig til að taka erfiðar ákvarðanir.
Hvað sem þú gerir, ekki taka auðveldu leið-
ina – það veitir aðeins tímabundna ánægju.
Hættu líka að bera þig saman við aðra. Að
halda að öðrum gangi betur vegna þess að þeir
séu klárari, sætari eða hærri en þú mun aðeins
grafa undan eigin velgengni. Hafðu í huga
hins vegar að það er gríðarlega hjálplegt að
hafa einhvern annan að tala við, hvort sem það
er þjálfari, kennari eða einhver sem þú berð
virðingu fyrir, hefur náð árangri og lifir já-
kvæðu lífi.
Þegar þú ert heiðarleg um tilfinningar þínar
sættirðu þig við að sjálfsefi er í lagi. Það er
eðlilegt og mannlegt viðbragð. Lykillinn er að
láta ekki stjórnast af tilfinningu óöryggis. Í
leikjum segi ég alltaf við sjálfa mig að það sé í
lagi að vera taugaóstyrk, en það sé ekki í lagi
að sú taugaspenna hafi áhrif á leik minn.
Ég hef oft fylgst með því þegar fólk í kring-
um mig hefur tekið ákvarðanir sem voru
greinilega misráðnar og síðan hef ég velt fyrir
mér forviða: „Hvers vegna í ósköpunum gera
þau svona nokkuð?“ Á þeim tíma virtust
ákvarðanirnar án allrar skynsemi. En ég hef
áttað mig á að þau byggðu ákvarðanir sínar á
tilfinningum sem byggðust á sjálfsefa. Þegar
þessar ákvarðanir leiddu til eftirsjárverðrar
niðurstöðu undirstrikaði það aðeins hug-
myndir þeirra um að þau væru ekki verðug og
vítahringnum var haldið við.
En svona þarf þetta ekki að vera.
2 Gerðu „kort“ af leiðinni sem þú ætlar aðfylgja til að ná markmiðum þínum.
Þú átt skilið velgengni, hamingju og tæki-
færi til að uppfylla drauma þína.
Ef þér finnst allt erfitt reyndu þá að hafa
eftirfarandi eftir: „Ég á allt það versta skilið í
lífinu. Ég á skilið mistök og óhamingju.“
Hljómar það rétt? Vitaskuld ekki. Segðu þér
það gagnstæða – og láttu skeika að sköpuðu.
Rannsókn sem gerð var við ríkisháskólann í
Ohio gefur til kynna að fólk sem getur séð fyr-
ir sér að það nái markmiðum sínum sé líklegra
til að gera það. Þegar þú getur séð þig fyrir
þér þar sem þú hefur náð markmiðum þinum
skaltu gera aðgerðaáætlun um hvernig eigi að
komast þangað.
Mundu að leikir vinnast eða tapast löngu áð-
ur en þú stígur inn á völlinn. Eins fæst starf
eða tapast áður en þú mætir í fyrsta viðtalið
og launahækkanir fást eða er hafnað áður en
þú talar við yfirmann þinn. Lykillinn er að
hafa kortlagt leiðina að markinu áður en þú
gengur inn um dyrnar.
3 Notaðu mistök þér í hag. Sjálfstraust er grunnurinn að ham-
ingjuríku einkalífi í jafnvægi og það getur síð-
an átt þátt í meiri árangri í starfi okkar.
Ástæðan er sú að þegar við höfum sjálfstraust
erum við kraftmikil og einblínum á framtíðina
frekar en að slökkva bara elda og glíma við
vandamál hversdagsins.
Þó er það óhjákvæmilegur hluti lífsins að
mistakast. Ég er alltaf fullkomlega heiðarleg
við sjálfa mig þegar mér mistekst. Sú venja
helgast af því að vera íþróttamaður. Í íþrótt-
um er það að greina mistök einfalt mál: Ef þú
getur ekki leiðrétt sjálfa þig muntu tapa.
Fyrir mér þýða mistök einfaldlega að ég
þarf að leggja harðar að mér. Það kemur aldr-
ei til greina að gefast upp. Mistök gera þig
sterkari, vísari og betri. Mín mestu mistök
hafa alltaf verið lykilþáttur í minni mestu vel-
gengni.
Við þurfum öll að takast á við erfiðleika ein-
hvern tímann í lífinu. En að taka ákvörðun
sem byggist á lélegu sjálfsáliti er skammtíma-
leikur sem leyfir okkur ekki að blómstra þegar
til lengri tíma er litið og ná að nýta verðleika
okkar til fulls. Eftir því sem við verðum hæfari
í að taka ákvarðanir sem byggjast á sjálfs-
trausti þeim mun meiri verður valdefling okk-
ar við að leitast við að uppfylla drauma okkar.
Fyrir mér er það hin sanna skilgreining ár-
angurs.
©2018 The New York Times og Venus Williams.
Venus Williams fylgist
með ungum tennisleik-
ara slá boltann í búðum
fyrir unga leikmenn í
Washington árið 2011.
Jewel Samad/Agence France-Presse - Getty Images
Leið til valdeflingar
Vísindamenn gerðu könnun meðal nærri tvö þúsund bandarískra stúlkna sem hluta af skýrslu fyrir bókina The Confidence
Code for Girls, sem kom út á þessu ári, og komust að þeirri niðurstöðu að sjálfstraust hrapar um í kringum 30% hjá stúlkum
á aldursbilinu átta til 14 ára. Sambærilegt fall var ekki að sjá hjá drengjum.
VENUS WILLIAMS
er talin einn af bestu tennisleikurum heims, hún hef-
ur unnið sjö titla í stórmótaröðinni í tennis og fjögur
ólympíugull. Hún er framkvæmdastjóri V Starr
Interiors og stofnandi tískulínunnar EleVen.
„Í leikjum segi ég alltaf við sjálfa mig að
það sé í lagi að vera taugaóstyrk, en það
sé ekki í lagi að sú taugaspenna hafi
áhrif á leik minn.“
LEIKIR VINNAST EÐA TAPAST LÖNGU ÁÐUR EN ÞÚ STÍGUR INN Á VÖLLINN
’’