Morgunblaðið - 31.12.2018, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 27
Vinnum saman að umbótum
Langt er um liðið síðan Íslendingum fannst
eðlilegt að setja stein um hálsinn á fötluðu fólki
og láta það bíta gras eins og við getum lesið
um í gömlum sögum; nærtæk er lýsingin á
Helga sem kallaður var Ingjaldsfíflið í Gísla
sögu Súrssonar. Raunar er svo langt um liðið
að þessar lýsingar hljóma óraunverulegar,
sem betur fer.
Því miður hefur lengi loðað við mannskepn-
una að tortryggja og útiloka þá sem eru öðru-
vísi, ekki síst af hræðslu við hverfulleika lífsins
og möguleikann á heilsubresti sem ógnar
mönnum. Þessi ótti sem virðist mannskepn-
unni nærtækur hefur gert það að verkum að
fatlað fólk hefur verið sett úti á jaðarinn, í
tungumálinu má finna vísbendingar um að fólk
með skerðingu af einhverju tagi sé jafnvel ekki
talið fullgildar manneskjur – gangi ekki heilt
til skógar.
Þegar hið pólitíska þjóðarhugtak verður til á
19. öld fara stjórnvöld víða að vinna með þenn-
an ótta og nýta sér hann til að byggja upp sam-
hug sinna eigin þjóða, oft með því að búa til
andstæðinga. Við þekkjum þessa sögu úr
stjórnmálum 20. aldar þar sem fjölmörg stríð
hafa verið látin snúast um raunverulegan og
ímyndaðan mismun þjóða og þjóðarbrota.
Heimsmynd okkar mótast um svo margt af
óttanum við hina. Við erum Reykvíkingar,
Vesturbæingar, KR-ingar og þar af leiðandi
ekki Skagamenn eða Breiðhyltingar eða Þrótt-
arar. Við erum gagnkynhneigð og þess vegna
ekki samkynhneigð. Við erum Íslendingar en
ekki Danir eða Þjóðverjar eða Pólverjar.
Stundum er þetta sárasaklaus leið til að skapa
stemmningu, hrópa glósur á fótboltaleik eða
flissa að tónlistarsmekk annarra þjóða í Evr-
ópusöngvakeppninni. En þessi samstaða um
sjálfsmynd nýtist líka til að jaðarsetja aðra.
Karlar jaðarsetja konur sem ógna þeim; ófatl-
að fólk jaðarsetur fatlaða, gagnkynhneigt fólk
jaðarsetur samkynhneigt fólk, fólk af tilteknu
þjóðerni jaðarsetur fólk af öðru þjóðerni.
Að einhverju leyti hefur þessi tilhneiging
fylgt mannskepnunni alla tíð. En við höfum
líka náð að þroskast og þróast. Til dæmis þeg-
ar 48 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna komu
sér saman um Mannréttindayfirlýsingu Sam-
einuðu þjóðanna þar sem sú grundvall-
arákvörðun var tekin að mannréttindi væru al-
gild. Hugsanlega hefði verið flóknara að ná
saman um slíka yfirlýsingu í nútímanum – í
öllu falli var þetta mikið afrek og vann beinlín-
is gegn þeirri tilhneigingu að skipta mönnum
upp í ólíkar fylkingar sem stöðugt tortryggja
hver aðra.
En það eru blikur á lofti í heimsmálunum.
Aldrei hafa fleiri verið á flótta síðan seinni
heimsstyrjöldinni lauk. Fólk flýr átök og einn-
ig loftslagsbreytingar vegna breytinga á veðri
og umhverfi. Þá hefur alþjóðavæðing gert það
að verkum að æ fleiri ferðast á milli landa til að
lifa og starfa. Þessar nýju áskoranir á al-
þjóðasviðinu krefjast þess að við stöndum
styrkari vörð um mannréttindi en nokkru sinni
fyrr og leggjum okkar af mörkum í baráttunni
gegn loftslagsbreytingum. Þess vegna skipta
samþykktir Sameinuðu þjóðanna á borð við þá
sem samþykkt var í Marrakesh nú í desember
máli, því þær byggjast á þeirri hugsun að
mannréttindi séu algild fyrir okkur öll.
Á alþjóðavettvangi má einnig sjá tilhneig-
ingu til að loka sig af; einangra sig frá „hinum“
og byggja múra á milli sín og hinna. Þessi til-
hneiging ógnar hefðbundnum skilningi okkar á
mannréttindum því múrarnir fjarlægja okkur
enn hvert öðru og ala á tortryggni og ótta.
Múrarnir eru ekki allir áþreifanlegir. Suma
sjáum við alls ekki á veraldarvefnum en þeir
skipta okkur upp í ólík bergmálsherbergi þar
sem við tölum hvert við annað og ekki við hin
sem eru ólík okkur.
En það eru aðrar leiðir en að byggja múra
og reisa hindranir. Önnur leið er til að mynda
sú að byggja upp ákveðna samfélagslega inn-
viði og tryggja þannig að við eigum öll eitthvað
í samfélaginu. Við getum kallað það almanna-
rýmið. Almannarýmið er mikilvægur staður
fyrir samfélög, rými þar sem ólíkar stéttir og
ólíkir hópar koma saman á jafnræðisgrund-
velli. Almannarýmið er ekki aðeins Aust-
urvöllur eða Lystigarðurinn á Akureyri. Al-
mannarýmið eru grunnskólarnir þar sem við
öll komum saman en líka heilsugæslan og lög-
reglustöðin – rými sem við eigum sameig-
inlega og getum reitt okkur á. Almannaþjón-
usta er í raun almannarými. Hún hefur því
hlutverki að gegna að tvinna saman ólíka
þræði samfélagsins og tryggja að við sitjum öll
við sama borð; að við njótum öll jafnræðis og
sambærilegrar þjónustu. Og þannig tryggir
hún jöfn tækifæri okkar allra, tækifæri til að
lifa og starfa og tækifæri til að taka þátt í sam-
félaginu. En auk heldur tryggir hún líka að við
séum öll virkir þátttakendur í sama samfélagi
sem er einmitt forsenda þess að lýðræðið
dafni. Þess vegna er hún ein af undirstöðum
lýðræðisins og brýtur niður múra. Tryggir að
við eigum samfélagið saman.
Önnur leið til að hafna þessum múrum er að
leyfa sér að vinna með þeim sem eru manni
ósammála. Reglulegt samráð stjórnvalda og
aðila vinnumarkaðarins hefur meðal annars
snúist um að auka skilning á milli þeirra sem
sitja við borðið. Nú þegar hefur það samtal
skilað sér í beinhörðum aðgerðum sem sýna að
stjórnvöld vilja koma til móts við verkalýðs-
hreyfinguna, til dæmis með því að hækka
barnabætur og fjölga þeim sem eiga rétt á
þeim um 2.200 á næsta ári sem er risaskref í að
styrkja barnabótakerfið, og til móts við at-
vinnurekendur með því að lækka trygginga-
gjaldið sem styður fyrst og fremst við lítil og
meðalstór fyrirtæki. Á komandi ári er svo fyr-
irhugað að ljúka vinnu við endurskoðun tekju-
skattskerfisins sem á að tryggja sanngjarnara
skattkerfi og aukinn jöfnuð.
Áskoranir framtíðarinnar munu kalla á að
ólíkt fólk geti unnið saman. Tæknibyltingin
sem stendur yfir mun kalla á breytingar á
vinnumarkaði, aukna áherslu á rannsóknir og
nýsköpun og fjölbreyttari stoðir undir efna-
hags- og atvinnulíf framtíðarinnar. Loftslags-
breytingar munu kalla á samstillta vinnu þar
sem efnahagsstjórn þarf að styðja við grænar
lausnir. Íslendingar munu þurfa að setja sér
framtíðarsýn um matvælaframleiðslu sem
miðar að því að íslenskt samfélag geti orðið
sjálfbærara en nú er um matvæli með það að
markmiði að draga úr kolefnisfótspori
matvælaframleiðslu, tryggja matvæla- og
fæðuöryggi og efla lýðheilsu.
Ein helsta gagnrýni sem höfð hefur verið
uppi á þá ríkisstjórn sem nú situr hefur ekki
snúist um verk hennar heldur að hún hafi yfir-
leitt verið mynduð og að ólíkir flokkar hafi náð
saman um stjórn landsins. En mín reynsla er
sú að það að vinna með þeim sem eru manni
ósammála geri mann stærri. Stjórnmálamenn
með sundrandi orðræðu sem miðar að því að
skipa fólki í hópa og hengja á þá jákvæða og
neikvæða merkmiða allt eftir því hvað þjónar
þeirra hagsmunum eru stjórnmálamenn sem
vilja byggja múra. Markmið þeirra er gjarnan
að sundra og grafa undan þeim lýðræðislegu
gildum sem hafa tryggt stórstígar framfarir í
mannréttindamálum, hagsæld og öryggi.
Sjaldan hefur það því verið mikilvægara að
sýna fram á að það er hægt að taka tillit til
ólíkra sjónarmiða, miðla málum og vinna sam-
hent að sameiginlegum markmiðum, þvert á
flokka, samfélaginu öllu til heilla. Þannig
tryggjum við samfélag fyrir okkur öll.
Morgunblaðið/Hari
Sjaldan hefur það því verið mikilvægara
að sýna fram á að það er hægt að taka til-
lit til ólíkra sjónarmiða, miðla málum og
vinna samhent að sameiginlegum markmiðum,
þvert á flokka, samfélaginu öllu til heilla.
KATRÍN JAKOBSDÓTTIR, FORSÆTISRÁÐHERRA OG FORMAÐUR VINSTRIHREYFINGARINNAR - GRÆNS FRAMBOÐS
’’