Morgunblaðið - 31.12.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 31.12.2018, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 Þetta ár hefur verið óvenjulegt í íslenskri pólitík síðari tíma. Sama ríkisstjórn er við völd í lok árs og í upphafi þess, en meðal sérstakra markmiða nýrrar ríkisstjórnar var að draga úr óstöðugleika á vettvangi stjórn- málanna. Við, sem að þessari ríkisstjórn stöndum, gerðum okkur grein fyrir því að við þyrftum að leggja ýmislegt á okkur til að láta sam- starfið ganga, en við vorum bjartsýn. Eins og ég sagði á þessum vettvangi fyrir ári, skiptir gott samband milli samstarfsflokka höfuðmáli. Að milli þeirra ríki traust og trúnaður og vilji til að komast yfir erfiðleika. Þótt þessa árs verði ekki minnst sem eins af meiriháttar átakaárum stjórnmálasögu landsins hefur reynt á þolgæði og innri styrk stjórnarinnar. Nefna má að gerð var tilraun til að fá samþykkt vantraust á ráðherra, þetta ár var ekki án vinnudeilna og leiða þurfti til lykta ýmis viðfangsefni sem flokk- arnir sem nú starfa saman hafa iðulega tek- ist á um. Í hvert einasta sinn voru mál leidd í jörð og stjórnin stendur sterkari eftir hverja prófraun. * * * Það er öllum hollt að skoða hlutina frá ólíkum hliðum og ég fagna því þegar fólk er tilbúið að setja fram málefnalega gagnrýni og krefjast rökstuðnings vegna tiltekinna álitaefna. Slík umræða er gagnleg og til þess fallin að hafa áhrif og bæta ákvörðunartöku. En til eru þeir sem vilja einfaldlega ala á sundrung og klofningi innan þings sem utan. Þannig birtast okkur afarkostamenn, sem reglulega skjótast fram með yfirlýsingar í hástöfum og hörfa svo aftur inn í bergmáls- hellinn sinn, í stað þess að taka þátt í um- ræðum sem byggðar eru á staðreyndum og gögnum um efni máls. Leiðarljós ríkisstjórnarinnar hefur verið að gefa ólíkum sjónarmiðum rými, leita sam- ráðs og gefa sjálfum okkur tíma til að ræða mál til þrautar. Þannig höfum við nálgast málefni vinnumarkaðarins og höfum á síðast- liðnum tólf mánuðum fundað reglulega í ráð- herrabústaðnum við Tjarnargötu með fulltrúum allra aðila, launþega, atvinnurek- enda og sveitarfélaganna. Þar hefur verið gerð tilraun til að ræða það svigrúm sem er til skiptanna á vinnumarkaði og aðrar að- gerðir til lífskjarabóta. Ég furða mig stundum á því hversu hóg- vær verkalýðshreyfingin og samtök lífeyr- isþega eru, þegar kemur að því að meta ýmsar þær umbætur gerðar hafa verið síð- ustu árin. Velferðarnetið hefur verið styrkt svo um munar, kaupmáttur bóta almanna- trygginga aukist verulega og þegar litið er til kjarabóta þeirra sem lægst hafa launin hafa orðið stórstígar framfarir, en svo dæmi sé tekið hækkuðu lágmarkslaun á þriggja ára tímabili um rúm 22% samkvæmt samn- ingum milli VR og SA. Áherslan á að bæta kjör þeirra sem minnst hafa hefur verið rík undanfarin ár. Af hálfu ríkisstjórnarinnar má sjá þessar sömu áherslur í ákvörðunum um hækkun atvinnuleysisbóta og hærri barnabótum þannig að þær nýtist þeim tekjulægstu best, en einnig má nefna verk- efni frá fyrri árum sem hafa verið sett af stað vegna stöðunnar á húsnæðismarkaði, til að hvetja til nýbygginga, auðvelda fyrstu kaup m.a. með lækkun stimpilgjalda að ógleymdu séreignarsparnaðarúrræðinu, sem nú hefur verið gert varanlegt, þar sem þegar hafa runnið rúmlega 50 milljarðar króna, skattfrjálst, til að létta byrði íbúðareigenda vegna húsnæðiskostnaðar. Með þessu er ekki sagt að verkefninu sé lokið; einungis að hér hafa orðið framfarir, staðan er betri en hún var og það er afrakst- ur sameiginlegs átaks aðila vinnumarkaðar- ins, hagsmunasamtaka, sveitarfélaganna, rík- isstjórnar og Alþingis. Sagan kennir okkur að meiri líkur eru á varanlegum árangri í þessum efnum ef unnið er jafnt og þétt með samhentu átaki allra. Of oft hafa átök og ósætti skilað litlu öðru en skammtímaávinningi sem lögmál hagfræð- innar hafa oftar en ekki tekið til baka með verðbólgu, hærri vöxtum og verra atvinnu- stigi. Hvað framhaldið varðar er þegar komið í ljós að samráðsfundirnir í ráðherrabústaðn- um hafa skipt miklu máli. Það er von mín að við getum áfram horft á stóru myndina og lagt sameiginleg hagsmunamál þjóðarinnar á vogarskálarnar: Stöðugleika og markvissan ávinning fyrir okkur öll. * * * Margir eru enn brenndir eftir fall bank- anna, bæði fjárhagslega og félagslega. Nýjar kynslóðir sem koma inn á vinnumarkaðinn mæta háum þröskuldi við fyrstu íbúðakaup og talsvert skortir upp á að endurheimta traust á lykilstofnunum. Þótt eðlilegt sé að taka engu sem gefnu um að árangurinn sé varanlegur og mik- ilvægt sé að læra af fyrri mistökum, þarf að gæta að því að neikvæðni og svartsýni liti ekki um of viðhorf til stöðu mála. Það getur kostað átak að breyta hugsunarhætti, eins- konar æfingu í að hugsa á annan hátt um líf- ið og tilveruna en áður. Stundum er sagt að það sé góð byrjun að hugsa um tvo jákvæða hluti á dag. Okkur hefur miðað áfram sem samfélagi á flesta mælikvarða. Sumir eiga erfitt með að trúa því, en við höfum ýmis mælitæki til að segja okkur, á hlutlægan máta, hver staðan er og þeir mælikvarðar sýna að við höfum það betra í ár en í fyrra og miklu betra en fyrir fimm eða tíu árum. Þetta gildir ekki bara fyrir hluti sem mældir eru í krónum og aurum eins og hærri landsframleiðslu og mun betri skuldastöðu heimila, fyrirtækja og hins opinbera. Þetta á líka við um mæli- kvarða sem fengið hafa aukna athygli und- anfarna áratugi og segja okkur til um aðra mikilvæga þætti samfélagsins. Þannig trónum við á toppi ýmissa al- þjóðlegra staðla um félagslegan árangur og framfarir, þar sem horft er til almennra lífs- gæða, öryggis, frelsis, jafnréttis og aðgengis að ýmiskonar þjónustu sem okkur hér á Ís- landi þykir sjálfsögð. Á þessum mælikvörðum skörum við fram úr, enda erum við samfélag sem er umhugað um að allir fái tækifæri til að eiga hlutdeild í þeim gæðum sem við höfum úr að spila. * * * Alþjóðlegir mælikvarðar geta virst fjar- lægir. Þá getur verið ágætt að spyrja sig einfaldra grundvallarspurninga: Hvernig gengur? Hvernig gengur hinum venjulega vinnandi Íslendingi? Hvað er að gerast úti í atvinnulífinu og hvað hefur verið gert til að bæta stöðuna á undanförnum árum? Á vakt Sjálfstæðisflokksins höfum við tek- ið til á hverju sviðinu á fætur öðru. Tíma- bundnir skattar hafa fengið að renna sitt skeið, eins og raforku- og auðlegðarskattur. Næst er komið að bankaskattinum en lækk- un hans mun skila sér í betri kjörum neyt- enda líkt og bent er á í nýútkominni hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Við höfum fækkað undanþágum í virðisauka- skattskerfinu eftir breytingar sem hófust 2014 og við höfum aldrei haft lægra almennt þrep. Eftir afnám vörugjalda og tolla er Ís- land það land í heiminum sem er með minnstar viðskiptahindranir við innflutning samkvæmt Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Við höfum galopnað landið fyrir vöruviðskiptum, umbylt umhverfi í sölu raftækja, fatnaðar og skóbúnaðar og laðað til okkar alþjóðlega verslun. Þetta skilar sér beint í vasa almenn- ings. Við höfum lækkað tryggingagjaldið í markvissum skrefum undanfarin ár og í des- ember var samþykkt á Alþingi að lækka tryggingagjald á fyrirtæki um 0,5% til við- bótar. Við lækkuðum einnig tekjuskatt ein- staklinga um 3,3%, allt upp í 900 þúsund krónur, á sama tíma og laun hækkuðu veru- lega. Erlend staða okkar er góð, ríkisfjármálin hafa tekið stakkaskiptum, verðlag hefur ver- ið stöðugt og skulda- og eignastaða heimila og fyrirtækja er allt önnur en á síðasta hag- vaxtarskeiði. Við höfum lært af fortíðinni. Höfum styrkt áætlanagerð og búið í haginn fyrir framtíðina, greitt niður skuldir, inn á lífeyrisskuldbindingar og undirbúið stofnun þjóðarsjóðs. Við höfum líka gætt þess að huga að þeim sem þurfa helst á stuðningi að halda og sett met í framlögum til heilbrigð- ismála og almannatrygginga. Atvinnuástand er gott, fjölbreytni í störf- um vex með hverju árinu og við styðjum í auknum mæli við rannsóknir, þróun og ný- sköpun sem mun leiða til enn fjölbreyttari og betri starfa. Hlutirnir stefna allir í rétta átt og það er hinn eini sanni mælikvarði: Íslandi gengur vel. Við höfum góðan meðbyr inn í nýtt ár. Ég óska landsmönnum árs og friðar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Við áramót Þannig trónum við á toppi ýmissa alþjóð- legra staðla um félagslegan árangur og framfarir, þar sem horft er til almennra lífs- gæða, öryggis, frelsis, jafnréttis og aðgengis að ýmis- konar þjónustu sem okkur hér á Íslandi þykir sjálfsögð. BJARNI BENEDIKTSSON, FJÁRMÁLARÁÐHERRA OG FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ’’
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.