Morgunblaðið - 31.12.2018, Page 31

Morgunblaðið - 31.12.2018, Page 31
Þegar UNICEF á Íslandi birti niðurstöður rannsókna sinna í lok janúar 2016, um að 9,1% íslenskra barna liði mismikinn skort var tening- unum kastað. Aldrei gæti ég staðið hjá og horft upp á annan eins hrylling án þess að bregðast við. Af brennandi hugsjón stofnaði ég Flokk fólksins. Flokkinn sem skyldi berjast af öllu afli gegn ríkjandi fátækt í landinu. Flokkinn sem setti almannahagsmuni í fyrsta sæti en berðist gegn græðgisvæðingu sérhagsmunaaflanna. Á þessari stundu vissi ég harla lítið um pólitík. Það er óhætt að segja að árið 2018 hafi ekki látið sitt eftir liggja að fræða mig um tíkina þá á met- hraða. Í þessum síðasta pistli mínum á árinu ætla ég að horfa um öxl og bjóða ykkur að koma með. Sérstaklega mun ég fjalla um fyrstu skref mín í pólitíkinni sem alþingismaður. Hvernig bar- áttan fyrir auknu réttlæti og bættum kjörum al- mennings hefur verið harðsnúin og einkennst af viljaleysi ríkisstjórnar sem lítið vill gera fyrir þá sem höllustum fæti standa í samfélaginu. Fyrsta lagafrumvarpið Það var í alþingiskosningunum í okt. 2017 að ríf- lega 14.000 kjósendur gáfu Flokki fólksins sín dýrmætu atkvæði. Þar með eignaðist flokk- urinn sína fyrstu kjörnu fulltrúa á Alþingi Ís- lendinga. 148. löggjafarþing var sett hinn 14. desember og mælti ég fyrir fyrsta frumvarpi Flokks fólksins réttri viku síðar. Það laut að breytingum á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum. Flokkur fólksins vildi afnema skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna. Rökstutt var í greinargerð með frumvarpinu að kostnaður við afnám skerðinga á lífeyrisgreiðslur vegna atvinnu- tekna þurfi ekki að fela í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð. Þvert á móti hugsanlegt að ríkissjóður gæti haft fjárhagslegan ávinning af aðgerðinni. Enn fremur sagði í greinargerðinni: „Óumdeilt er að áframhaldandi vinna eftir að ellilífeyrisaldri er náð eykur möguleika aldraðra til að bæta kjör sín, einkum þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að vinna og virkni á efri árum stuðlar að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara.“ Ég var bjartsýn á að pólitíkin myndi ekki eyðileggja þetta góða mál. Enda ekkert sem mælti gegn því heldur þvert á móti. Grýttur jarðvegur og svæfing í nefnd Það er skemmst frá því að segja að frumvarpið féll í grýttan jarðveg, ekki einungis stjórnarliða heldur einnig hluta stjórnarandstöðunnar. Mál- ið var svæft í nefnd á þessu fyrsta löggjaf- arþingi Flokks fólksins. Skilaboðin voru skýr, það skiptir engu hvort þú leggur fram réttlátt og sanngjarnt frumvarp sem muni hjálpa mörg- um. Það skiptir engu þótt það kosti ríkissjóð ekki krónu að samþykkja það. Nei, það eina sem skiptir máli er að vera á móti. Sýna mátt sinn og megin. Sýna hver ræður. Ég ætla stuttlega að nefna nokkur viðbót- armál sem Flokkur fólksins er að berjast fyrir á Alþingi og auðvitað segja ykkur frá því máli sem náð hefur fram að ganga og mun hjálpa mörgum á nýju ári. Í mars sl. lagði Flokkur fólksins fram tillögu til þingsályktunar um skattleysi launatekna undir 300.000 kr. Markmiðið er að rétta hlut þeirra sem lægstar hafa tekjurnar og gera þeim betur kleift að ná endum saman. Þessi aðgerð nýtist ekki síst þeim sem geta ekki með nokkru móti farið út á vinnumarkaðinn til að freista þess að losna úr rammgerðri fátæktargildrunni sem þeir eru fastir í. Hér koma afdrif málsins til þessa. Hinn 9. maí gekk það til efnahags- og viðskiptanefndar. Þar lá það í þrjár vikur og beið eftir að vera sent í umsagnarferli. Ekki sást meira af því fyrr en málið var endurflutt á 149. löggjafarþingi. Er ég bjartsýn á að ríkisstjórnin taki utan um málið og fleyti því í gegnum þingið? Nei, það er ég ekki. Það væri þó athugandi fyrir stjórnina að gefa því gaum að þessi aðgerð er á pari við 410.000 kr. laun fyrir skatta. Að þetta er eitt af aðalbaráttumálum láglaunafólks í komandi kjarabaráttu sem fer fram á að þeim verði tryggð 425.000 kr. brúttó laun á næstu þremur árum. Málið var endurflutt nú í haust þ.e. á 149. löggjafarþingi. Gegn vítisvél verðtryggingar Flokkur fólksins hefur frá upphafi barist gegn vítisvél verðtryggingarinnar. Sem dæmi má benda á að verðtryggðar skuldir íslenskra heimila hafa hækkað um 60 milljarða króna á síðustu 12 mánuðum. Þið eruð ekki að sjá of- sjónir, verðtryggðar skuldir íslenskra heimila hafa hækkað um 60 milljarða króna á sl. 12 mánuðum. Þetta er sama upphæð og stendur til að taka að láni til enduruppbyggingar á vega- kerfi landsins. Við þekkjum öll hverjir það eru sem standa vörð um gegndarlausa græðgisvæð- ingu elítunnar Við vitum einnig hverjir standa að baki þess óréttlætis og arðráns sem verð- tryggingin er. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar fela m.a í sér óskir um kerfisbreytingu. Þar er ekki ein- ungis verið að kalla eftir krónutöluhækkunum heldur kjarabótum til lengri tíma litið. Þess vegna er það nú í höndum ríkisstjórnar Katr- ínar Jakobsdóttur að greiða götuna í komandi kjarabaráttu með því að leggja vítisvél verð- tryggingar niður strax. Í lok janúar mælti Guðmundur Ingi Krist- insson fyrir frumvarpi Flokks fólksins um breytingu á lögum um tekjuskatt, 90/2003 um skattleysi uppbóta á lífeyri. Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Með frumvarpinu er lagt til að uppbót á líf- eyri vegna kostnaðar, sem ekki fæst greiddur eða bættur með öðrum hætti, til lífeyrisþega sem ekki getur framfleytt sér án hennar, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/ 2007 og uppbót til hreyfihamlaðs elli- eða ör- orkulífeyrisþega og örorkustyrkþega vegna reksturs bifreiðar, sbr. 2. mgr. 10. gr. sömu laga, verði undanþegin skattskyldu samkvæmt lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003.“ Þetta er fyrsta mál Flokks fólksins sem nær fram að ganga. Ég er ofurstolt og þakklát þing- heimi öllum fyrir það kærleiksríka og góða starf sem við unnum öll í sameiningu svo þetta rétt- lætismál næði fram að ganga. Strax á nýju ári munu lögin taka gildi og hjálpa mörgum sem á þurfa að halda. Dimmur skuggi Klausturmálsins Það er ekki hægt að stoppa án þess að nefna það mál sem óhætt er að segja að hafa sett þjóð- félagið á hliðina um tíma. Klausturmálið svokallaða hefur varpað dimmum skugga á síðasta mánuð ársins. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Von- brigðin voru mikil að uppgötva hvílík óheilindi og undirferli geta leynst með kjörnum fulltrú- um sem maður hefur þrátt fyrir allt bæði treyst og virt eins og aðra meðborgara sína. Þeir þing- menn sem þarna áttu hlut að máli eru öll í hópi vinnufélaga á Alþingi Íslendinga. Ég er sorg- mædd yfir þessu ömurlega máli. Það hefur vak- ið mig til umhugsunar um það á hvaða vegferð íslensk stjórnmál eru. Ég hef líka velt því fyrir mér hvort þátttaka í stjórnmálum sé mann- skemmandi fyrir fólk? Breytast manneskjur til hins verra við að taka þátt í störfum sem kjörnir fulltrúar? Dregur samfélagshlutverk stjórn- málamannsins slæma þætti fram í persónuleika einstaklingsins? Ég á ekki svör við þessum spurningum. Hitt veit ég þó að mér hugnast ekki slík stjórnmál. Ég mun aldrei vera þátttakandi í slíkum dansi og boðið var upp á á barnum Klaustri eitt síð- kvöld í endaðan nóvember. Í stjórnmálum til góðs Ég hóf þátttöku í stjórnmálum vegna þess að ég fann innra með mér einlæga ósk og brennandi löngun til þess að láta gott af mér leiða fyrir samfélagið okkar. Ég trúi því af öllu hjarta að hér í okkar ríka og fallega landi sé okkur kleift að búa svo um hnútana að hér megi skapa gott fyrirmyndarþjóðfélag þar sem enginn þarf að líða skort eða hafa áhyggjur af framtíð sinni og annarra. Á árinu sem er að líða héldum við upp á hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Ég hef verið svo gæfusöm að hafa fengið að taka þátt í ýmsum viðburðum í tilefni af því. Viðburðum sem hafa vakið mig til umhugsunar um það hvað okkur sem þjóð hefur þó tekist þrátt fyrir allt að vinna marga stóra sigra á þessari full- veldisöld sem liðin er. Það styrkir mig í trúnni á að við eigum að geta gert enn betur að draumar mínir um betra samfélag séu raunhæfir. Með þetta í huga ætla ég og við í Flokki fólksins að mæta nýju ári. Við erum hvergi smeyk við að takast á við þær áskoranir sem bíða. Um leið er- um við þakklát fyrir þann mikla stuðning og hlýhug sem við höfum mætt á árinu sem er að líða. Landsmönnum öllum óska ég friðar og gæfu á nýju ári. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Annáll 2018 Ég trúi því af öllu hjarta að hér í okkar ríka og fallega landi sé okkur kleift að búa svo um hnútana að hér megi skapa gott fyr- irmyndarþjóðfélag þar sem enginn þarf að líða skort eða hafa áhyggjur af framtíð sinni og annarra. INGA SÆLAND, FORMAÐUR FLOKKS FÓLKSINS ’’ MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.