Morgunblaðið - 31.12.2018, Side 34

Morgunblaðið - 31.12.2018, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 „Sannleikurinn“ er orð með trúarlegt yf- irbragð. En sé orðið greint nánar hverfur trúarlega samhengið fljótt. Þegar eitthvað er sagt í samræmi við veruleikann, þá er það satt, en þegar eitthvað er sagt í mótsögn við hann, þá er það ósatt. Sannleikurinn er samræmi við það sem er. Misræmi milli þess sem er satt og þess sem fólk telur vera satt er hinsvegar svo algengt og reyndar jafnan yfirþyrmandi, að umræðan verður hratt flóknari en einföld skilgreining orðsins. Það þýðir hinsvegar ekki að við séum ómegnug um að gera greinarmun á sönnu og ósönnu, heldur að við þurfum að vanda okkur þegar við tileinkum okkur sannfæringu. Engin aðferð hefur virkað betur til að gera greinarmun á sönnu og ósönnu, heldur en vís- indaleg aðferð. Hún ber ekki bara ábyrgð á öll- um galdratækjum nútímans eins og tölvum og snjallsímum, heldur hefur einnig komið okkur á snoðir um svör við nokkrum stórum heim- spekilegum spurningum. Ekki er þó endilega líklegt að fólki líki vel við svörin sem berast. Af þeim sökum er algengt að fólk annaðhvort vé- fengi vísindalega aðferð, eða hafni því að svör- in komi spurningunni yfirhöfuð við. Óþægileg svör Spyrjum til dæmis að hlutverki mannkyns í al- heiminum. Margvísleg svör má finna í hinum ýmsu trúarbrögðum, en mest áberandi eru sennilega þau að tilgangur mannkyns sé að rækta samband sitt við og tilbiðja yfirnátt- úrulega veru, sem á íslensku er jafnan kölluð Guð. Ef vísindin eru spurð sömu spurningar, þá kemur mjög fljótt í ljós, út frá nokkrum ein- földum staðreyndum í heimsfræði (e. cosmo- logy), að hlutverk mannkyns í alheiminum er lítið sem ekki neitt. Við erum reyndar svo smá og máttlaus að það er mannsheilanum ofviða að skilja það almennilega. Til að sýna fram á þetta þarf engin sérstaklega flókin vísindi, heldur dugar stutt yfirferð yfir helstu stað- reyndir um himingeiminn til að komast að þeirri óumflýjanlegu niðurstöðu, að við skipt- um engu máli. Hlutverk okkar í alheiminum er ekki neitt. Ef mannkyn þurrkaðist út á morg- un myndi ekki nokkur skapaður hlutur í heim- inum breytast, nema það eitt að vistarverur þeirra lífvera sem við deilum Jörðinni með, myndu batna til hins betra. Nákvæmlega ekki nokkur skapaður hlutur í alheiminum né neins staðar í vísindunum bendir til þess að mann- kyn þjóni nokkrum einasta tilgangi í samhengi við alheiminn og enn síður að við séum hönnuð, hvort sem er af guði eða einhverjum öðrum. Það eru einfaldlega engin ummerki um neitt slíkt. Vísindin sýna okkur alheim sem er í reynd ólýsanlega risavaxið stórslys, í hverju mannkyn getur næstum því hvergi lifað og hvað þá þjónað meintum tilgangi sínum. Rétt er að geta þess að hér er ekki talað fyr- ir hönd vísinda eða vísindamanna, heldur um vísindi í samhengi við trú og heimspeki. Ljós en ekki myrkur Þessa umræðu þekkir undirritaður nógu vel til að vita að mörgum þykir þetta myrk sýn á heiminn. Slæmar fréttir, einhvers konar. En því má svara með tvennum hætti. Í fyrsta lagi er það einfaldlega rangt; þetta ekki myrk heimsmynd. Vandinn við hana er einungis sá að hún stangast á við vinsælar, heilagar ritningar sem er víst ætlað að veita fólki tilgang og von. Misskilningurinn felst annarsvegar í því að tilgangur og von krefjist yfirnáttúrulegra fyrirbæra, en hinsvegar í þeirri furðulegu hugmynd að manneskjur þurfi að spyrja einhverja heilaga bók eða yf- irnáttúrulega veru út í það hvað skuli veita okkur tilgang og von. Hið rétta er að við ákveðum það algerlega sjálf. Það er ekki myrk heimsmynd, heldur björt og falleg. En í öðru lagi er náttúrunni einfaldlega slétt sama um það hvort okkur líkar vel við hana eða ekki. Hún mun koma fram eins og henni sýnist án tillits til skoðana okkar, tilfinninga eða hvort að við teljum hið sanna henta þjóð- félaginu eða ekki. Kaþólska kirkjan getur hót- að pyntingum og limlestingum fyrir að segja að jörðin snúist í kringum sólina, en „hún snýst nú samt“, eins og Galileo Galilei á að hafa sagt. Kaþólska kirkjan ræður því einfald- lega ekki hvort jörðin eða sólin snýst svona eða hinsegin, og við ráðum því ekki heldur hvort að þróunarkenningin er rétt eða hvort óbreyttir lifnaðarhættir mannkyns munu rústa vistkerfi jarðar eða ekki. Máttur okkar og frelsi Við ráðum því hinsvegar hvernig við bregð- umst við, og í því liggur máttur okkar og frelsi. Þegar við erum reiðubúin til að horfast í augu við náttúruna eins og hún er, þá getum við framkvæmt hluti, sem á öllum öðrum tímum hefðu verið kallaðir galdrar eða kraftaverk. Við getum flogið, læknað krabbamein og geng- ið á tunglinu, og ef okkur tekst að klöngrast í gegnum nokkra áratugi í viðbót án heimsstyrj- aldar eða afturfarar í vísindum, þá munu mörg okkar verða vitni að því þegar manneskja gengur í fyrsta sinn á næstu plánetu: Mars. Þetta eru raunveruleg verkefni sem er nú þeg- ar gert ráð fyrir í áætlunum stórríkja og þetta er allt afrakstur vísindalegrar aðferðar; þeirr- ar að spyrja ekki að skoðunum eða gildismati við mat á því hvernig hlutirnir séu, heldur taka þeim eins og þeir eru og einbeita sér að því að skilja þá sem best. Síðan má spyrja að skoð- unum, gildismati og samhengi hlutanna við þarfir mannkyns og reyna að bregðast rétt við. En það er kannski nákvæmlega þess vegna sem sannleikurinn skiptir máli; til þess að við getum brugðist rétt við heiminum eins og hann er. Ef viðbrögð okkar byggjast á röngum gögnum, þá aukast líkurnar verulega á röng- um viðbrögðum. Ef gögnin okkar eru hins- vegar skotheld og aðferðafræðin heiðarleg, þá getum við gert bókstaflega ótrúlega hluti, eins og dæmin sanna. Það er þó háð því að við ekki bara umberum, heldur elskum sannleikann, náttúruna og raunveruleikann. Að við tileinkum okkur strangheiðarlegan vilja, þann tilgang jafnvel, til að trúa því og segja það sem er satt, en hafna því og segja ekki það sem er ósatt. Virð- ing fyrir sannleikanum er grunnforsenda þess að við komumst í gegnum áskoranir 21. ald- arinnar og ekki síst fyrir því að stjórnmálin verði þar til gagns frekar en ógagns. Hvorki augljóst né sjálfsagt Þessi punktur, að við eigum að virða sannleik- ann og leitast við að trúa því sem er satt og hafna því sem er ósatt, virðist í fljótu bragði svo augljós og sjálfsagður að ábendingin ætti að vera óþörf. En heili punkturinn er sá að svo er ekki. Þetta er hvorki augljóst né sjálfsagt. Manneskjur eru og hafa alltaf verið mjög auð- veldlega sannfærðar um ósanna hluti. Mann- eskjur trúa hlutum langmest eftir tilfinningu, hagsmunum, viðhorfi og fyrirfram gefnum menningarlegum venjum. Það er reyndar frekar nýtilkomið, og í rauninni einstakt, að formlegt og skipulagt verklag hafi verið þróað til þess að sníða framhjá þessum brestum okk- ar, en það verklag er kallað vísindaleg aðferð. Það er hennar vegna sem við framkvæmum galdra og kraftaverk á hverjum degi og það verður henni að þakka ef við komumst heil í gegnum áskoranir þessarar aldar. Það verður ekki valdhyggja, kjarkur, styrk- ur eða stolt. Það verður skilningur, vísindaleg aðferð og heiðarleg sannleiksleit, ásamt heil- um hellingi af bæði tilgangi og von. Gleðilega framtíð. Lifi ljósið. Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Sannleikurinn um framtíðina Virðing fyrir sannleikanum er grunnfor- senda þess að við komumst í gegnum áskor- anir 21. aldarinnar og ekki síst fyrir því að stjórnmálin verði þar til gagns frekar en ógagns. HELGI HRAFN GUNNARSSON, ÞINGMAÐUR PÍRATA ’’

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.