Morgunblaðið - 31.12.2018, Side 36

Morgunblaðið - 31.12.2018, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 FRÉTTAMYNDIR AF INNLENDUM VETTVANGI Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar í maí og féll meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar í borginni, þar sem síðastnefndi flokkurinn hvarf af sviðinu. Fljótlega hófust þreifingar milli flokkanna þriggja og fulltrúa Viðreisnar og var ný borgarstjórn kynnt við Breiðholtslaug í júní. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýr borgarstjórnarmeirihluti kynntur Ferðamannastraumurinn hélt áfram á árinu þó að einhverjar blikur hafi verið á lofti. Þessir ferðamenn voru á ferðinni við Skógafoss í janúar og heilluðust af hinni töfrandi birtu sem fossinn virðist kalla fram. Morgunblaðið/RAX Töfrandi birta Skógafoss Biskupar, prestar og djáknar gengu fylktu liði undir fögrum himni til Skálholtskirkju í gær þegar frú Agnes M. Sigurðardóttir bisk- up vígði sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti, og setti hann inn í embættið. Vígsl- an fór vel fram og vakti talsverða athygli. Biskupsvígsla í Skálholti Talsvert var um banaslys í umferðinni á árinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar sést hér fara í útkall vegna bílslyss á Suður- landsvegi, sem reyndist tólfta bana- slysið á árinu. Þeim átti því miður enn eftir að fjölga áður en 2018 kvaddi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Banaslys í umferðinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.