Morgunblaðið - 31.12.2018, Page 42

Morgunblaðið - 31.12.2018, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 FRÉTTAMYNDIR AF ERLENDUM VETTVANGI Andrew Quilty/The New York Times Hryðjuverk í Afganistan Nærri því hundrað manns létust þegar sjúkrabíll sprakk á mannmörgu stræti í Kabúl 27. janúar. Eftir að hann slapp í gegnum eitt öryggishlið ákvað ökumaður bílsins að sprengja hann í loft upp við næstu öryggisleit. Talíbanar lýstu ábyrgð sinni á ódæðinu. Þetta var mannskæðasta árásin í Afganistan í marga mánuði, en hún kom einungis nokkrum dögum eftir að talíbanar sátu um Intercontinental-hótelið í Kabúl, þar sem 22 létust. Ríkisstjórn Afganistans sagði sjúkrabílsárásina vera glæp gegn mannkyni, og kenndi stjórnvöldum í nágrannaríkinu Pakistan um, en embættismenn í Afganistan sögðu að þau veittu leiðtogum talíbana aðstoð. Mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro hlaut Óskarinn sem besti leikstjórinn hinn 4. mars fyrir mynd sína, The Shape of Water. Var þetta í fjórða sinn á síðustu fimm árum sem leikstjóri frá Mexíkó hreppti hnossið. Myndin er ævintýramynd sem gerist í kalda stríðinu. Hún fékk einnig verðlaun fyrir að vera besta myndin, með bestu frumsömdu tónlistina og bestu fram- leiðsluhönnunina. Noel West/The New York Times Del Toro fær Óskarinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.