Morgunblaðið - 31.12.2018, Page 45
Erin Schaff/The New York Times
Kosið var til Bandaríkjaþings 6.
nóvember og litu mörg óvænt úr-
slit dagsins ljós og ýmis mark-
verð tíðindi. Þegar þingið kemur
saman á nýju ári verða í fyrsta
sinn í sögunni að minnsta kosti
hundrað konur í fulltrúadeild
þingsins. Þeirra á meðal er hin 29
ára Alexandria Ocasio-Cortez, en
hún er yngsta konan sem hlotið
hefur kjör til Bandaríkjaþings.
Sharice Davids og Deb Haaland
urðu fyrstu konurnar af frum-
byggjaættum til að ná kjöri og
þær Ilhan Omar og Rashida Tlaib
fyrstu konurnar sem aðhyllast ísl-
am.
Óvænt
kosninga-
úrslit í
nóvember
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 45
Andrés Manuel López Obrador sór embættiseið sem næsti forseti
Mexíkó hinn 1. desember síðastliðinn. López Obrador er fyrrverandi
borgarstjóri Mexíkóborgar og vann hann kosningarnar í júlí með mikl-
um yfirburðum. Kosningabaráttan var harðvítug, en að minnsta kosti
136 stjórnmálamenn voru myrtir í aðdraganda kosninganna.
Press Office Andres Manuel Lopez Obrador/REUTERS
Nýr forseti í Mexíkó
Donald Trump Bandaríkjaforseti setti reglugerð 20. júní sem batt enda á aðskilnað fjöl-
skyldna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum ólög-
legra innflytjenda hafði orðið til þess um 2.000 börn voru skilin frá foreldrum sínum meðan
þeir voru sóttir til saka. Reyndist stefnan óvinsæl og batt Trump því enda á hana í júní.
Todd Heisler/The New York Times
Fjölskyldur skildar að
Frans páfi kom til Írlands 25. ágúst í tveggja daga heimsókn, en þetta var fyrsta heimsókn
páfa til landsins í nærri fjóra áratugi. Páfa var þó ekki allsstaðar tekið fagnandi, en kaþólska
kirkjan á Írlandi hefur þurft að svara fyrir ásakanir um misnotkun á börnum. Páfinn vék að
þessum málum í ræðu í Dublin, en var gagnrýndur fyrir að benda ekki á haldbærar lausnir.
Paulo Nunes dos Santos/The New York Times
Páfinn heimsækir Írland
Kilauea-eldfjallið á
Havaí gaus 3. maí eftir
snarpa jarðskjálfta-
hrinu. Fjallið er á
stærstu eyju Havaí-
klasans og er yngsta
eldfjallið af þeim fimm
sem mynduðu ríkið.
Það er einnig eitt af virk-
ari eldfjöllum heims.
Þúsundir manna
neyddust til að yfirgefa
heimili sín vegna ham-
faranna sem lögðu
mörg hundruð heimili í
rústir. Enginn lést hins
vegar en ferðamanna-
iðnaður Havaí varð fyrir
miklum búsifjum þar
sem ferðamenn hættu
við ferðir sínar þangað.
Tamir Kalifa/The New York Times
Þúsundir
flýja
Kilauea