Morgunblaðið - 31.12.2018, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 53
Hvalur hf. veiddi um 150 langreyðar á árinu, og voru veiðarnar umdeildar sem fyrr. Í júlí
veiddist hvalur, sem bar möguleg einkenni þess að hafa verið steypireyður, en sú teg-
und er alfriðuð. Í ljós kom að um blendingshval var að ræða, sem leyfilegt var að veiða.
Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason
Júlí
Langreyður eða langreiður?
Útganga Breta úr Evrópusambandinu hefur verið mikið hitamál á árinu, og náðist
loks samkomulag milli bresku ríkisstjórnarinnar og ESB undir lok ársins. Þegar til
kastanna kom reyndist það samkomulag hins vegar mjög óvinsælt í Bretlandi.
Nóvember
Fram af hengifluginu
Talsverð umræða spannst um möguleg áhrif þriðja orkupakkans svonefnda þar sem
andstæðingar hans höfðu áhyggjur af að hann kynni að leiða til aukinna áhrifa ESB í
orkumálum.
September
Þriðji orkupakkinn vekur deilur
Reykjavíkurmaraþonið fór fram í 35. sinn á árinu og var það vel sótt sem fyrr. Alls
söfnuðust um 155 milljónir króna til góðgerðarmála í hlaupinu, og má því segja að
fjárstreymið hafi verið mikið.
Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason
Ágúst
Talsvert fjárstreymi í maraþoninu
Í lok nóvember kom upp Klausturmálið svonefnda, þar sem samtal sex þingmanna á
samnefndum bar var tekið upp og lekið í fjölmiðla. Þóttu ummæli þingmannanna þar
mjög niðrandi og var afsagnar þeirra krafist í kjölfarið á fjölmennum útifundi á Austur-
velli.
Desember
Hitamál fyrir hátíðarnar
Um haustið hófst barátta gegn því að hótel yrði reist í hinum svonefnda Víkurgarði,
einum elsta kirkjugarði Reykjavíkur. Teiknari Morgunblaðsins bar málið undir Skúla
fógeta.
Október
Umdeildar framkvæmdir í hjarta Reykjavíkur