Morgunblaðið - 31.12.2018, Page 58

Morgunblaðið - 31.12.2018, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 Í mistri breytinganna, sem yfirþyrmandi sjálfsdýrkun Trumps forseta hratt af stað, er að komast á einhvers konar ný skipan mála, en ekki er hægt að greina enn hvaða mynd hún mun taka á sig. Stundum virðist marg- höfða skepna vera aðvífandi, hún öskrar ósamhljóma röddum með fyrirboða um úlfúð. En þó gæti það verið vanmat á fyrirheitum ofurtengdrar 21. aldar. Við vorum með heim tveggja risavelda, tveggja póla, og síðan eins risaveldis, eins póls, en nú er tími án nafns. Þær hugmyndir, sem gáfu Bandaríkjunum tilgang á áratug- unum eftir stríð, frá útbreiðslu frelsis til skip- anar heimsmála á grundvelli reglna, hafa ver- ið yfirgefnar. Í stað upplýstrar sérplægni Bandaríkjanna, sem var í senn hagkvæm Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra, er komin óhefluð síngirni þar sem Bandaríkin eru sett í fyrsta sætið. Móðgandi hegðun ágerist. Í forsetatíð Donalds Trumps er orðið ógerningur að rifja upp á föstudegi það sem virtist yfirgengilegt á mánudag. Jafnvel rotnun getur komist í vana. Það er mannleg náttúra að laga sig að aðstæðum. Ríkar, gildislausar yfirstéttir – í löndum á borð við Rússland, Sádi-Arabíu, Kína og Bandaríki Trumps – skilgreina í auknum mæli „heimsmenninguna“ á meðan þeir sem eru útilokaðir frá þessum auði hneigjast til þjóðernishyggju sem einkennist af reiði og ótta við útlendinga. Kvikmyndin Crazy Rich Asians mætir bókinni Hillbilly Elegy. Skuldbindingar Bandaríkjamanna hafa misst gildi sitt og það var á þeim sem öryggi heimsins valt á áratugunum eftir 1945. Í þessu tómarúmi – þar sem ekkert annað vakir fyrir Bandaríkjunum en að hafa betur í við- skiptarimmum – vex Kína fiskur um hrygg, lögleysan breiðist út, valdamiklum leikendum snarfjölgar og alræðisherrar hafa frítt spil. Orðið „gildi“ virðist fornfálegt. Hvergi út- skrifast fleiri úr háskóla en í Kína þar sem kúgun er beitt í vaxandi mæli og upplýsingar lúta stjórn valdahafanna. Mjótt virðist á mun- um í samkeppni hugmynda á milli alræð- ishyggju og opins lýðræðis. Við ypptum öxlum yfir því sem eitt sinn virtist óhugsandi – þúsundir barna eru skild- ar frá foreldrum sínum við landamæri Mexíkó, daglega berast rangar eða misvísandi tilkynningar frá Hvíta húsinu, forsetinn ræðst á fjölmiðla og kallar þá „óvini fólksins“ (orða- lag með hreinræktaðan alræðisuppruna), myndskeið sem Hvíta húsið hefur átt við í til- raun til að grafa undan fréttaritara CNN, Trump forseti metur það svo að bandarískar leyniþjónustur hafi minni trúverðugleika en Vladimír Pútín Rússlandsforseti, Trump lýsir Evrópusambandinu sem „grimmilegu“ á með- an Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, um- breytist úr því að stefna mannkyni í hættu í að vera „frábær persónuleiki“. Og ég var næstum búinn að gleyma þegar Trump aflýsti vegna rigningar heimsókn í bandaríska Aisne-Marne-kirkjugarðinn til að minnast þess að 100 ár voru frá lokum fyrri heimsstyrjaldar. Við vitum að Trump þolir ekki rigningu vegna þess að hún hefur áhrif á hárið á honum. Hvað um það þótt í kirkju- garðinum hvíli meira en 2.250 Bandaríkja- menn sem gáfu líf sitt langt frá heimkynnum sínum. Við vitum líka að á næstum tveimur árum í embætti hefur Trump aldrei heimsótt bandaríska hermenn í Afganistan eða á nokkru átakasvæði. Heigullinn með við- kvæmu hárgreiðsluna snýr baki við hinum föllnu og þeim sem gegna herþjónustu fyrir Bandaríkin. Þannig er þjóðernishyggja Trumps, tilvilj- anakennd blekking ruglandi slagorða og sið- ferðislegrar auðmýkingar. Xi Jinping, forseti Kína, greiðir sér götu til að geta setið að völd- um fyrir lífstíð og Trump segir, „kannski ætt- um við að reyna þetta einhvern tímann“. Þetta var brandari, nokkurs konar. Þetta var líka gluggi að ástandi heimsins. Það ætti hins vegar ekki að afskrifa Trump. Það er innistæða fyrir því hvernig Trump spilar á reiði í Bandaríkjunum. Vanmat á hon- um væri vísasta leiðin til að tryggja að Trump sitji á forsetastóli út 2024. Kosningarnar í nóvember færðu demókröt- um umtalsverðan sigur í fulltrúadeild þings- ins. Þeir bættu við sig að minnsta kosti 37 sætum. Því eru nú settar þrengri skorður en áður hvað forsetinn getur gert. Árásir hans á innflytjendur og konur hafa tekið sinn toll í úthverfum og útborgum um allt land. Sóma- kærir Bandaríkjamenn kunna fæstir að meta lýðskrum. Þó er leið Trumps að endurkjöri 2020 áfram opin. Repúblikanar, nú flokkur Trumps, héldu meirihlutanum í öldungadeild- inni, bættu við sig tveimur sætum, og sýndu styrk í Flórída, lykilríki í öllum forsetakosn- ingum. Áratug eftir fjármálahrunið 2008 nærist bylgja öfgaþjóðernishyggju um allan heim enn á reiði gegn yfirstéttunum, sem sluppu óskaddaðar frá hamförunum. Kosning Jairs Bolsonaros í forsetastól í Brasilíu er aðeins nýjasta dæmið um þá strauma sem færðu Trump til valda. Ungverskt samfélag þyrsti í frelsi London og Parísar þegar það kom undan valdi Sov- étríkjanna, en í tíð Victors Orbáns forsætis- ráðherra er vestrið í augum þess orðið stað- urinn þar sem fjölskylda, kirkja, þjóð og hefðbundnar hugmyndir um hjónaband og kyn syngja sitt síðasta. Orbán býður upp á nýtt líkan ófrjálslyndis fyrir Evrópu. Átök hans við Emmanuel Macron, forseta Frakk- lands, um hugmyndafræðileg áhrif munu ákvarða stefnu Evrópusambandsins, hvort sem Bretar ljúka kjánareið sinni út úr Evr- ópusambandinu 2019 eða ekki. Ákvörðunin um Brexit hefur reynst vera birtingarmynd af brjálsemi sem heldur áfram að gefa. Líkt og kjör Trumps var atkvæða- greiðslan um að ganga úr Evrópusambandinu einkenni þess að fólk þyrsti í uppnám hvað sem það kostaði. Aldarfjórðungi eftir að fram- ganga opins lýðræðis virtist tryggð lítur það nú út fyrir að standa völtum fótum. Ráðist er að viðskiptafrelsi, sem og fólksflutningum og mannréttindum (ekki hugtak sem Trump nær utan um í kollinum á sér). Stöðnuð laun verkamanna og stórs hluta millistéttarinnar og sú tilfinning á jaðrinum að vera menningarlega á skjön við stórborg- irnar valda klofningi í samfélögum. Í Banda- ríkjunum er ekki einu sinni sátt lengur um merkingu orðsins heiðarleiki. Demókratar trúa að það þýði að halda sig við staðreyndir. Í landi Trumps þýðir það að segja hlutina eins og þeir eru. Á þeim mælikvarða er Trump í augum stuðningsmanna sinna heið- arlegasti forseti frá upphafi. Þegar það er ekkert sameiginlegt lexikon og félagsmiðlar hlaða í ágreining verður geta vestrænna lýðræða til að ná þeim málamiðl- unum sem eru grundvöllur framfara óviss. Ef þú næðir 70% af því sem þú vilt í lífinu fynd- ist þér þú vera í nokkuð góðum málum. Þessa dagana myndi hins vegar ekki nokkur banda- rískur stjórnmálamaður segja: „Ég fékk að- eins 70% af því sem ég vildi, en ég ætla samt að greiða atkvæði með málinu í þágu þess að komast áleiðis.“ Áhyggjur af slíku er ekki að finna í Kína, sem hneigist æ meira til alræðis undir forustu Xis. Þjóðin gerir áætlanir, framkvæmir og hraðspólar. 800 milljónir manna hafa verið færðar úr fátækt á undanförnum áratugum. Af hverju ættu Kínverjar að efast um sjálfa sig? Peking býður sig nú fram sem skýran annan kost við opna lýðræðið. Trump hefur komið sér vel fyrir ráðamenn í Kína. Bandarísk stjórnmál eru lömuð, siðferð- islegt vald Bandaríkjanna er útþynnt, höfnun Trumps á fríverslunarsamningi ríkja við Kyrrahaf, TPP, og úrsögn úr Parísarsáttmál- anum um loftslagsmál, allt þetta hefur verið Kínverjum í hag og þeir eru nú í forustu í heiminum í endurnýjanlegri orku. Fram- gangur þeirra er stöðugur og án afláts. Í Evr- ópu, allt frá Grikklandi til Serbíu, fylgja þeir aðferðafræði sinni frá Afríku, kaupa allt sem þeir geta til að ná yfirráðum yfir auðlindum og innviðum. Trump hefur tekið slaginn í viðskipta- málum og þar eru nokkur lögmæt umkvört- unarefni, en vegna þess að hann hefur látið undir höfuð leggjast að gera samræmda áætl- un um hvernig eigi að taka á Kína lítur skattadeilan út sem bráðlyndi hans ráði för eins og venjulega. Hin undarlega velþóknun á Kim Jong-un í Norður-Kóreu styrkir einnig stöðu Kína. Forsetinn sýnir veikleika og gef- ur eftir, en fær ekkert áþreifanlegt í staðinn. Jafnvel brottkvaðning bandarískra hermanna frá Kóreuskaganum er ekki óhugsandi. Það Sögu- skeið án nafns Allt frá Brasilíu til Ungverjalands heyrist bergmálið af reiði- legri þjóðernishyggju Trumps. En bandarískir kjósendur veita mótspyrnu á meðan Kína færir sér bráðlyndi hans í nyt og kalt stríð milli Bandaríkjanna og Kína vofir yfir. GER COHEN Roger Cohen er dálkahöfundur hjá The New York Times. Hann gekk til liðs við blaðið 1990 og hefur fjallað um erlend málefni frá vettvangi og verið fréttastjóri erlendra frétta. Í forsetatíð Donalds Trumps er orðið ógerningur að rifja upp á föstudegi það sem virtist yfirgengilegt á mánudag. Jafnvel rotnun getur komist í vana. Það er mann- leg náttúra að laga sig að aðstæðum. NÝ SKIPAN MÁLA ER AÐ KOMAST Á EN EKKI ER HÆGT AÐ GREINA HVAÐA MYND HÚN MUN TAKA Á SIG ’’

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.