Morgunblaðið - 31.12.2018, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 31.12.2018, Qupperneq 76
Í nýlegri könnun sem vefsetrið Statista birti kom í ljós að 40% not- enda á Facebook treysta fyrirtækinu ekki fyrir persónuupplýsingum sínum 76 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018 Fyrir rétt rúmum áratug var það fréttaefni ís- lenskra fjölmiðla hversu margir Íslendingar væru á Facebook, Fésbókinni, og það hvernig þeir notuðu miðilinn. Þá voru þeir 70-80.000 en nálgast nú 300.000, eða nálguðust það í það minnsta samkvæmt tölum frá síðasta ári. Fréttir af Facebook á þessu ári hafa verið annarskonar: í stað jákvæðrar umfjöllunar snúast fréttir af fyrirtækinu og þjónustunni að mestu um það hve illa fyrirtækinu helst á per- sónuupplýsingum notenda sína — það er ýmist að tapa þeim í hendur óprúttinna eða selja óprúttnum aðgang að þeim — hvernig það hef- ur villt um fyrir notendum, logið að fjárfestum, farið á svig við yfirvöld og rægt gagnrýnendur sína. Og já: ýtt (óafvitandi) undir fjöldamorð og ofsóknir. Kemur ekki á óvart að í nýlegri könnun sem vefsetrið Statista birti kom í ljós að 40% not- enda á Facebook treysta fyrirtækinu ekki fyrir persónuupplýsingum sínum. Til samanburðar þá vantreysta ekki nema 8% notenda Twitter og ekki nema 6% Google. Væntanlega skýrir það að einhverju leyti hvers vegna evrópskum notendum Facebook fækkaði um tvær millj- ónir, meðal annars vegna evrópsku persónu- verndarlöggjafarinnar sem tók gildi fyrr á árinu. Facebook, Brexit og Trump Rekja má núverandi raunir Facebook aftur til ársins 2016 þegar persónuleg gögn notenda Facebook voru nýtt í kosningabaráttu vestur í Bandaríkjunum, þar sem aðilar á vegum rúss- neskra yfirvalda, ef marka má niðurstöður bandarískra yfirvalda, nýttu illa fengin gögn til þess að styðja framboð Donalds Trumps til for- seta Bandaríkjanna. Um líkt leyti voru gögn sem fengin voru á sama hátt notuð í svo- nefndum Brexit-kosingum, kosningum um hvort Bretar ættu að segja skilið við Evrópu- sambandið eða ekki, og ýmislegt bendir til þess að álíka öfl hafi verið að verki, þ.e. að rússnesk yfirvöld hafi nýtt sér breska sakleysingja til þess að ýta Bretlandi úr Evrópusambandinu. Galdurinn við Facebook er sá að með því að skrá sig á slíkan samfélagsmiðil er fólk að gefa upp allskyns persónulegar upplýsingar sem fyrirtækið getur svo notað til að selja auglýs- endum aðgang að viðkomandi notanda flokkað niður eftir aldri, kyni og heimilisfangi og eftir því sem notandinn eyðir meiri tíma á miðlum verður hann verðmætari því þá er hægt að rekja og skrá, með mismikilli nákvæmni, áhugamál hans og áhugasvið, heilsufar, stjórn- málaskoðanir, kynhneigð og -hegðun. Og ekki bara það, heldur er líka hægt að fylgjast með Facebook-vinum viðkomandi, og það þó að hann velji öryggisstillingar til að koma í veg fyrr það: fram kom í skjölum sem breska þing- ið komst yfir að Facebook fer ekki endilega eft- ir því sem segir í öryggisstillingum, til að mynda hvort fyrirtækið megi safna upplýs- ingum af vinalista, rekja staðsetningu viðkom- andi eða lesa skilaboð á síma hans. Það gerir það samt. Klæðskerasniðin ósannindi Það hve Facebook gengur langt í að afla upp- lýsinga um notendur sína er einmitt það sem óprúttnir aðilar hafa sóst eftir, þar helst bresk- bandaríska fyrirtækið Cambridge Analytica sem starfaði fyrir framboð Donalds Trumps og síðan fyrir Leave.EU, helstu samtök þeirra sem vildu Breta útúr Evrópusambandinu. Ein af aðferðunum sem fyrirtækið notaði var að setja upp nokkurskonar leik á Facebook og nýta sér svo veilur í öryggiskerfi miðilsins til að safna upplýsingum um þá sem skráðu sig og síðan alla á vinalista hans án þess að spyrja kóng eða prest. Þessar upplýsingar nýttu þeir sem keyptu þjónustu Cambridge Analytica, Leave.Eu og kosningateymi Trump, til þess að beina klæðskerasniðnum auglýsingum að notendum, flestar mjög vafasamar, en með því móti má keyra auglýsingar sem aðeins þeir sjá sem eru móttækilegir fyrir þeim, jafnvel sjái ekki nema nokkur þúsund tiltekna auglýsingu, en aðrir aldrei. Rétt er að taka fram að umdeilt er hversu áhrifamiklar viðkomandi auglýsingar voru, en ýmsir hafa gert því skóna að þær hafi skipt töluverðu máli, ekki síst þegar litið er til þess að í bandarísku forsetakosningunum réðu ekki nema 77.744 atkvæði úrslitum í þremur lykilríkjum. Kínverskur og rússneskur undirróður Þetta var þó ekki það eina sem Facebook var sakað um á árinu, því mörgum þykir fyrirtækið hafa slegið slöku við í eftirliti með haturs- umræðu, netníði og ofsóknum gegn konum, lit- um og þeim sem játa aðra trú en evangelísk- lúthersku. Að sama skapi hafi Facebook- bændur séð í gegnum fingur sér við það að leyniþjónustur nýti sér samfélagsmiðilinn til að dreifa ósannindum og rógi, þar fremst í flokki undirróðursteymi rússneskra stjórnvalda, en kínverska leyniþjónustan ekki langt undan. Al- varlegri dæmi eru svo til, eins og það að liðs- menn í her Mjanmar hafi nýtt Facebook til að bera úr óhróður um rohingja og hvetja til þjóð- ernishreinsana. Talsmenn fyrirtækisins hafa viðurkennt að hafa ekki gripið inní nógu snemma og eytt gervinotendum, eða notendum sem voru greinilega búnir til til að dreifa óhróðri og lygum. Beinn og óbeinn vandi Á Indlandi glímir Facebook við álíka vanda, beint, en þó aðallega óbeint, því þó þar sé stærsti einstaki hópur notenda, 251 milljón Indverja er skráð á Facebook, þá er aðalvanda- málið samskiptaforritið Whatsapp, sem Face- book keypti fyrir fjórum árum. Í gegnum Whatsapp hafa notendur dreift óhróðri og ósannindum sem hafa skapað ofsa- hræðslu og -reiði með þeim afleiðingum að fjöldi manns hefur beðið bana í átökum vegna meintra barnsrána, nautakjötsáts, goðgár og svo má telja, en einnig er talsvert um að fólk hafi dreift slíku efni á Facebook. Frá því stofnendur Facebook fundu upp á því heillaráði að véla fólk til að skrá sig og gefa upplýsingar um sig sem koma mætti í verð hef- ur fyrirtækið vaxið með ógnarhraða. Segja má að viðkvæði þar á bæ hafi verið að betra væri að biðjast afsökunar en biðja um leyfi og á meðan sjóðir eigenda gildnuðu höfðu þeir lítinn sem engan áhuga á að bregðast við gagnrýni á fyrirtækið. Líkt og öll fyrirtæki yfirleitt, er Facebook til fyrir Facebook og það var ekki fyrr en markaðsvirði fyrirtækisins snarminnk- aði á árinu 2018, rýrnaði um tugi billjóna króna, tugþúsundir milljarða, að stjórnendur tóku við sér. Ekki er líklegt að þeir hafi gripið nógu snemma í taumana og nógu harkalega, því líklegt verður að telja að evrópsk og banda- rísk yfirvöld muni freista þess að koma lögum yfir þrjótana sem sýnt hafa að þeir kæra sig kollótta um persónuvernd, samfélagslega ábyrgð, lýðræði og annað eins hugsjónaskvald- ur sem ekki má koma í verð. Fals og fjöldamorð ’’ 100 útskornum pappamyndum af Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóra Facebook, var stillt upp fyrir framan þingið í Washington þegar fyrirtækinu var stefnt fyrir brot á friðhelgi einkalífs. FACEBOOK Í ÓLGUSJÓ ÁRNI MATTHÍASSON hefur sinnt ýmsum störfum á Morgunblaðinu frá 1982 og mbl.is frá 1997. Árið 2018 var versta ár Facebook hingað til og flest bendir til þess að enn syrti í álinn. Fyrirtækið getur þó sjálfu sér um kennt, enda hefur það unnið eftir þeirri reglu fram að þessu að betra sé að biðjast afsökunar en að biðja um leyfi. AFP Traust á Facebook hefur dvínað eftir því sem meira hefur komið fram um hvernig persónulegar upplýsingar hafa ýmist verið seldar eða ratað í hendur óprúttinna aðila. Tyrkirnir koma var inntak þessarar auglýsingar Leave EU. Tyrkir eru ekki aðilar að Evrópusam- bandinu og bendir fátt til að þeir muni verða það um ókomna framtíð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.