Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Qupperneq 25
16.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
Við notum ekki MSG í súpuna okkar.
Hún fæst í öllum helstu matvöruverslunum og stórmörkuðum landsins.
Súpan er fullelduð og aðeins
þarf að hita hana upp
Rósakál með hvítlauk
Meðlæti fyrir 4-6
800-900 g rósakál, allt skorið í tvennt
2 hvítlauksrif, rifin
½ bolli hvítlauksmajónes, eða eftir
smekk
2 msk súrsað grænmeti (t.d. pikkl-
aður rauðlaukur, sjá uppskrift annars
staðar á síðunni)
2 msk skorinn graslaukur
smá olía til steikingar
salt
Steikið rósakálið á pönnu í olíu og
rifnum hvítlauk. Þegar það er
byrjað að brúnast, saltið þá og
setjið á disk. Bætið við hvítlauks-
majónesi, sýrðu grænmeti og
graslauk.
Skreytið með basillaufum og
fínt skorinni rauðri papriku.
HVÍTLAUKSMAJÓNES
2 hvítlauksrif, rifin
¼ bolli matarolía
1 bolli majónes
smá salt
Steikið hvítlaukinn í olíunni og
setjið svo í blandara. Bætið við
majónesi og smásalti og blandið
áfram.
Þessi réttur er frábær
sem forréttur eða
meðlæti, passar t.d.
mjög vel með jóla-
skinku eða síld.
Fyrir 5 til 10
10 egg
2 bollar majónes
1 msk chilisósa (t.d. sri-
racha)
cayennepipar á hnífs-
oddi
smá salt
lauksulta (sjá uppskrift
að neðan)
steikt kapers
pikklaður rauðlaukur
(sjá uppskrift að neðan)
Sjóðið eggin í tíu mín-
útur. Skerið langsum
og takið rauðurnar úr
og setjið í matvinnslu-
vél með majónesi, chil-
isósu, salti og cayenne-
pipar. Hrærið.
LAUKSULTA
2 laukar, skornir í þunnar
sneiðar
1 msk síróp (úr sykri)
1 msk sinnepsfræ
smá salt
smá smjör til steikingar
Eldið laukinn á pönnu í
smá smjöri. Þegar þeir
byrja að brúnast, bæt-
ið þá sinnepsfræjum
og sírópi saman við og
hrærið áfram.
PIKKLAÐUR LAUKUR
1 rauðlaukur
1 bolli hrásykur
1 bolli sérríedik
1 bolli vatn
Blandið saman ediki,
hrásykri og vatni í pott
og náið upp suðu. Kæl-
ið.
Afhýðið rauðlauk og
skerið mjög þunnt og
setjið út í volgan edik-
vökvann og látið liggja
í einn til tvo tíma.
Raðið eggjahvítu-
helmingum á disk.
Setjið smá lauksultu í
botninn á hverju eggi.
Sprautið eggjarauðu-
maukinu ofan á lauk-
inn. Steikið kapers á
pönnu og stráið yfir.
Setjið pikklaða laukinn
efst.
Djöflaegg Rauða hanans
Fyrir fjóra
½ bolli rasp
¼ bolli rjómi
2 msk ólífuolía
1 meðalstór rauðlaukur, skorinn
smátt
½ kg nautahakk
½ kg svínahakk
2 msk hunang
1 stórt egg
salt og nýmalaður pipar
3 msk ósaltað smjör
SÓSAN
1 bolli kjúklingasoð
½ bolli rjómi
¼ bolli týtuber úr dós eða krukku
2 msk safi af súrum gúrkum
salt og nýmalaður pipar
Blandið raspi og rjóma saman í
litla skál og hrærið með gaffli
þannig að það blotni vel í raspinu.
Geymið til hliðar.
Hitið olíu á pönnu yfir miðl-
ungshita. Steikið laukinn í u.þ.b.
fimm mínútur, þar til hann er
mjúkur. Takið af hitanum.
Blandið saman nautahakki,
svínahakki, lauk, hunangi og eggi
og blandið vel saman í höndunum.
Saltið og piprið.
Blandið þá raspblöndunni sam-
an við.
Hnoðið kjötbollur með blaut-
um höndum (svo hakkið klessist
ekki við hendurnar). Þær eiga að
vera á stærð við golfbolta. Leggið
þær á rakan disk. Þú ættir að vera
með u.þ.b. 24 litlar bollur.
Bræðið smjör í stórri pönnu og
hafið stillt á miðlungshita. Setjið
bollurnar út á pönnuna, í nokkr-
um hlutum ef þarf, og eldið í um
sjö mínutur. Verið dugleg að snúa
þeim á alla kanta á meðan þær
eldast. Takið þær af pönnunni og
setjið á disk en skiljið eftir um eina
matskeið af fitunni á pönnunni.
Til að búa til sósuna setjið pönn-
una aftur á helluna og hrærið út á
hana kjúklingasoði, rjóma, týtu-
berjum og safanum af gúrkunum.
Látið suðuna koma upp. Smakkið
til með salti og pipar.
Setjið kjötbollurnar út í sósuna,
lækkið hitann og látið malla í
fimm mínútur eða þar til sósan
þykknar aðeins og bollurnar eru
heitar í gegn.
Berið fram með kartöflum (eða
kartöflumús) og súrum gúrkum.
Sænskar
kjötbollur
Fyrir 8 (dugar í eitt venju-
legt brauðform)
1 bolli hveiti
1 bolli maísmjöl
2 msk sykur
2 tsk lyftiduft
1 tsk þurrkaðar aleppo-
piparflögur (ef það fæst ekki
má blanda sætri papriku við
cayenne-pipar í hlutföll-
unum fjórir á móti einum)
½ tsk salt
1 egg, slegið saman
1 bolli sýrður rjómi
1⁄3 bolli ab-mjólk (þynnt með
smá mjólk)
2 msk olífuolía
hunangssmjör
Hitið ofnin í 200°C.
Blandið hveiti, maís-
mjöli, sykri, lyftidufti,
aleppo-piparflögum og
salti saman í skál.
Þeytið í sér skál saman
egg, sýrðan rjóma, ab-
mjólk og olífuolíu.
Blandið blöndunum
saman og hrærið. Hellið
deiginu í smurt brauðform.
Bakið í ofni í 22-25
mínútur eða þar til tann-
stöngull, sem stunginn
er í brauðið, kemur
hreinn út.
HUNANGSSMJÖR
¾ bollar smjör við stofuhita
¼ bolli hunang
Þeytið saman smjör og
hunang og geymið í ísskáp
þar til borið fram.
Berið brauðið fram
volgt með hunangssmjöri
og jafnvel týtuberjum.
Maísbrauð