Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 35
Friðgeir Einarsson vaknar stund- um upp í líkama ferðamannsins sem skilur ekki alveg hvað hann er að gera eða á að vera að gera. Morgunblaðið/Eggert Ég hef séð svona áður heitirnýtt smásagnsafn eftir Frið-geir Einarsson, en áður hafa komið frá honum smásagnasafnið Takk fyrir að láta mig vita og skáldsagan Formaður húsfélagsins. Friðgeir segir að sögurnar í Ég hef séð svona áður hafi allar verið skrifaðar á þessu ári, þótt vísarnir að þeim, hugmyndirnar, hafi orðið til á síðustu árum. „Þær eru allar skrifaðar á þessu almanaksári og svolítið tilfundnar í kringum ákveðið þema sem er túrismi í eig- inlegri og óeiginlegri merkingu, nokkuð sem ég hef haft áhuga á lengi,“ segir Friðgeir, sem hefur reyndar starfað við ferðamennsku síðastliðin tvö ár. „Ég hef mikinn áhuga á ferðalöngum en vakna líka stundum upp í líkama ferðamanns- ins sem skilur ekki alveg hvað hann er að gera eða á að vera að gera.“ Friðgeir segist ekki mikið inn- fallaskáld, stundum fái hann ein- hverja vitrun og skrifi þá niður, en það sé oft algjört smáatriði. „Síðan þarf ég að pína sjálfan mig til að setjast niður og skrifa og stundum líður mér eins og megnið af vinnu- deginum fari í að píska mig áfram.“ Utanveltu í eðlilegum aðstæðum – Þú segir túrismi í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, ertu þá að vísa í það þegar maður er utan- veltu í eðlilegum aðstæðum? „Það að upplifa framandleika í hversdagslegu lífi, að upplifa eitt- hvað sem allir eru að gera og skilja en maður skilur ekki af hverju maður gerir það eða vill það sjálfur. Einhver aftenging, sem er stemningin sem ég var að reyna að skrifa í kringum, en það var ekki endilega markmiðið að stíga alltaf nákvæmlega á þann punkt.“ – Í sögunni Virki er til að mynda maður sem er að gera eitthvað sem hann eiginlega langar ekki til að að gera eða veit eiginlega ekki hvers vegna hann ætti að vera að gera. „Mér líður stundum þannig þeg- ar ég er að ferðast. Ég tala nú ekki um ef ég ákveð að taka mynd- ir af einhverri kirkju eða einhverju mannvirki sem ég hef í raun engan áhuga á. Jafnvel þegar ég geng yf- ir Skólavörðuholtið og sé að fólk er að taka myndir af Hallgrímskirkju og rennir í grun að ekki hafi allir sama áhugann á arkitektúr Guð- jóns Samúelssonar. Hugsanlega enginn, en alla vegana ekki svona margir.“ Framleidd upplifun – Til að stimpla það inn að ég hafi verið hér þarf ég að taka mynd af því þótt ég eigi aldrei eftir að skoða hana aftur. „Akkúrat og kemur kannski líka aðeins inn á framleiðslu á svoleiðis augnablikum; að maður sé að framleiða minningu sem er kannski ekkert endilega í samræmi við raunveruleika ferðalagsins.“ – Í sögunni Þjálfun nýrra leið- sögumanna er verið að búa til minningar, búa til upplifun fyrir ferðamanninn sem er ekki ekta, skiptir ekki máli af því það er ver- ið að selja þessa upplifun. „En það þarf líka að passa að leiða upplifunina framhjá þeirri staðreynd eða lenda því á ein- hverjum þægilegum stað þannig að ferðamenn þurfi ekki að hugsa um að þeir séu ferðamenn þótt þeim sé ekið um á stórum bílum fullum af öðrum ferðamönnum.“ Hversdagslegur framandleiki Í nýju smásagnasafni veltir Friðgeir Einarsson fyrir sér ferðamennsku í eiginlegri og óeiginlegri merkingu Árni Matthíasson arnim@mbl.is 16.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 5.-11. DESEMBER Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Stúlkan hjá brúnniArnaldur Indriðason 2 BrúðanYrsa Sigurðardóttir 3 Útkall – þrekvirki í djúpinuÓttar Sveinsson 4 ÞorpiðRagnar Jónasson 5 Siggi sítrónaGunnar Helgason 6 Þitt eigið tímaferðalagÆvar Þór Benediktsson 7 Orri óstöðvandiBjarni Fritzson 8 HornaugaÁsdís Halla Bragadóttir 9 Ungfrú ÍslandAuður Ava Ólafsdóttir 10 Sextíu kíló af sólskiniHallgrímur Helgason 11 Fíasól gefst aldrei uppKristín Helga Gunnarsdóttir 12 Kaupthinking – bankinn sem átti sig sjálfur Þórður Snær Júlíusson 13 Beint í ofninnNanna Rögnvaldardóttir 14 Hvolparnir bjarga jólunumHvolpasveitin 15 Lára fer til læknisBirgitta Haukdal 16 KrýsuvíkStefán Máni 17 Aron – sagan mín Aron Einar Gunnarsson og Einar Lövdahl 18 Henny Hermanns – vertu stillt! Margrét Blöndal 19 Skúli fógetiÞórunn Jarla Valdimarsdóttir 20 Steindi í orlofiSteinþór Hróar Steinþórsson Allar bækur Eftir fjörugan lestur um Strandir og Dali les ég verk ferðafélaganna. Fyrst Lifandilífslæk, það var fyrsta flokks að heyra Bergsvein Birgis- son lesa úr þeirri bók á söguslóð og honum var hlýlega tekið á Ströndum. Hin er Ungfrú Ís- land Auðar Övu. Þegar hún las á Drangsnesi línuna um hvað tæki eig- inlega margar blaðsíður að taka fram úr traktor ef James Joyce væri farþegi í sérleyfisrútunni bráðnaði ég og hef hlakkað til síðan. Þriðji ferðafélaginn var Bjarni M. Bjarnason og hans magnaða Læknishús hef ég þegar lesið. Af bóka- messunni kom ég svo heim með Etýð- ur í snjó e. Yoko Tawada, sem Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýðir, um ís- birni sem taka fullan þátt í félagi manna. Áðan sull- aðist til dæmis blek á feld bangsaömmu sem er að handskrifa ævisöguna! Þegar ég samdi fyrir Hafn- arfjarðarleikhúsið leikþáttinn Ísbjörn óskast, um hvítabjörn hjá umboðsmanni, grunaði mig ekki að sá myndi síðar eignast sálufélaga hjá japönskum höfundi í Berlín. ÉG ER AÐ LESA Sigurbjörg Þrastardóttir Sigurbjörg Þrastardóttir er rithöfundur. Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi SÍGILD HÖNNUN Í 50 ÁR Fyrir 50 árum hannaði danski hönnuðurinn Arne Jacobsen fyrsta kranann fyrir Vola. Æ síðan hefur hönnun og framleiðsla Vola verið í fremstu röð.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.