Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 2
Ertu mikið jólabarn?
Nei. Mér leiðast jól svona frekar mikið. Það
er svo mikið havarí og fólk gengur aðeins of
nærri sér, tilfinningalega, líkamlega, félags-
lega og fjárhagslega. Þetta getur verið heljar-
innar flókið mál. Í þessum nútíma blönduðu
fjölskyldum þarftu að vera með gráðu í mann-
auðsstjórnun til þess að skipuleggja jólin. Þetta er
ekki eins og í gamla daga þegar það var bara afi
og amma, pabbi og mamma og börnin. Ég myndi
ekki ráða við þetta.
Eru þá jólin ykkar frekar einföld?
Nei, en ég fæ bara að fljóta með í jólahaldi fjöl-
skyldunnar. Kona mín og börnin sjá um þetta og
ég geri bara það sem mér er sagt að gera.
Hvað væri besta jólagjöfin?
Það eina sem ég vil í rauninni er að fólk átti sig á
alvarleika loftslagsbreytinga. Ef það væri hægt að
gefa fólki það, væri ég sáttur. Mér finnst fólk að-
eins vera að vakna til lífsins en ég vona að það
verði ekki um seinan.
Að öðru máli, hvernig verður skaup-
ið?
Það verður létt og skemmtilegt, þetta verður rosa-
gott skaup.
Náðuð þið að henda inn senu um
Klaustursþingmennina?
Jú, það tókst! Og gaman að því.
Þetta er búið að vera sérlega viðburðaríkt ár og ekk-
ert lát á ótrúlegum fréttum.
Hvernig leggst árið 2019 í þig?
Það leggst rosalega vel í mig, ég er þakklátur fyrir
lífið og hamingjusamur. Ég er að fara af stað með
sýningar í Borgarleikhúsinu í janúar. Það verða
kvöldvökur þar sem ég ætla að segja sögur sem
eru sannar. Svo eru að hefjast æfingar á leikritinu
Súper, sem ég skrifaði fyrir Þjóðleikhúsið. Þannig
að ég er voða heppinn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
JÓN GNARR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2018
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Þegar sjöunda mandarínan barst í skóinn fékk ég mig fullsadda, opnaðigluggann upp á gátt, þrumaði mandarínunni eins langt út í garð og éggat og gerði nágrönnunum bilt við þegar ég gargaði að hann (sveinki)
gæti bara átt þessar ömurlegu mandarínur sínar sjálfur.
Að mínu mati var þetta eins og að fá súrmjólk í skóinn. Ávextir voru ekki
einu sinni góðir og mér fannst að flestir ættu að hafa áttað sig á ég yrði lífs-
leið (fimm ára) af því að borða þessa dauðyflisávexti.
Í augum mömmu, hvað þá ömmu sem bragðaði fyrst banana 14 ára, var ég
óforskömmuð að láta svona. Jóla-
sveinninn sem gaf mér í skóinn var
greinilega á sömu bylgjulengd og
mamma, sem vissi ekkert hátíðlegra
en mandarínur og epli á jólunum.
Pabbi hennar hafði starfað sem
smiður á Vellinum og fyrir hver jól
kom hann með nokkra kassa af epl-
um og appelsínum suður í Garð, sem
voru geymdir rammheilagir á háa-
loftinu til aðfangadags. Kaninn gat
miðlað af ýmsu til Suðurnesjamanna
fyrir hátíðina.
Mamma lætur enn, 2018, við app-
elsínur og epli eins og þetta sé sjaldgæft truffluslegið sælgæti og lygnir aftur
augunum þegar hún stingur eplabitunum upp í sig. Þegar ég kom í heimsókn
til ömmu heitinnar birtist hún sposk úr eldhúsinu og rétti fram eplabita sem
hún hafði flysjað og skorið í fallega bita. Takk, amma. Sameiginlegur skiln-
ingur og ánægja yfir ávöxtum var núll á milli okkar kynslóða; kvenna fæddra
1913 og 1977.
Ég hef alla tíð þurft að berjast við að fyrirlíta ávexti en ég held að ég hafi
samt, í gegnum þetta, öðlast skilning á því hvað jólin eru lítil dýrmæt atriði
og óskiljanleg í huga þeirra sem tengja ekki jólin á sama hátt og maður sjálf-
ur. Þau eru rétti ilmurinn, áferðin, tilfinningin, ekki hvort maturinn sé
hundrað prósent eða pakkarnir innihaldi það rétta.
Jólin í mínum huga væru ekki söm ef íbúar í risablokkunum í Hólahverfinu
og fjölbýlishúsunum við Háaleitisbraut gleymdu að hengja rauðu og gulu
perurnar á svalirnar. Þau væru ekki söm án bókar á jólanótt, bleiku molanna
úr Mackintosh og vesals jólatrés sem finnst allra síðast á Þorláksmessu.
Gleðileg jól!
Getty Images/iStockphoto
Ávextir eða upp-
lýstar Hólablokkir
Pistill
Júlía Margrét
Alexandersdóttir
julia@mbl.is
’Sameiginlegur skiln-ingur og ánægja yfirávöxtum var núll á milliokkar kynslóða; kvenna
fæddra 1913 og 1977.
Edda Rún Ragnarsdóttir
Rjúpur, alltaf rjúpur þegar þær eru
í boði.
SPURNING
DAGSINS
Hvað ertu
með í jóla-
matinn?
Arnar Ingi Sævarsson
Léttreyktan hamborgarhrygg.
Bjarney Bjarnadóttir
Hamborgarhrygg, það er hefðin.
Stefán Árnason
Hreindýrasteik.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Árni Sæberg
Jón Gnarr, einn af höfundum áramótaskaupsins,
verður áberandi í leikhúsum höfuðborgarinnar í
byrjun árs. Súper, nýtt leikrit eftir Jón er frumsýnt í
mars í Þjóðleikhúsinu og Kvöldvaka með Jóni Gnarr
er sýning sem hefst í Borgarleikhúsinu í janúar.
Leiðast jól
frekar
mikið