Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 4
INNLENT 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2018 Heita í höfuðið á álfi Þeir eru jólalegir bræðurnir,Brynjar Sæberg, Bjarni Haf-þór og Ásgeir Mildinberg Jó- hannssynir, þegar þeir taka á móti mér á heimili ömmu sinnar og afa í Kópavoginum þennan kalda morgun á aðventunni. Foreldrar þeirra eru nýkomnir frá útlöndum og fengu bræðurnir þessar líka glæsilegu jóla- peysur, nema sá síðastnefndi; hann fékk álfabúning enda heitir hann í höfuðið á álfi sem ku búa í klettunum milli Ísafjarðar og Hnífsdals. Nafnið Mildinberg hafði raunar viðkomu hjá afa Ásgeirs, Sæþóri Mildinberg Þórðarsyni, í millitíðinni og á hann er gengið með skýringar. „Það er nú saga að segja frá því,“ byrjar Sæþór Mildinberg og hallar sér makindalega aftur í sófanum. „Ég fæddist á Ísafirði og beint á móti heimili foreldra minna, Salóme Halldórsdóttur og Þórðar Sigurðs- sonar, var elliheimili. Þar bjó kona sem kom stundum í kaffi til móður minnar. Heimildum ber ekki saman um það hvort hún hét Þorbjörg eða Guðbjörg. Mömmu minnti að hún héti Þorbjörg þegar hún skrifaði þessa sögu niður fyrir mig, þá orðin öldruð, en við höllumst að því að hún hafi heitið Guðbjörg. Við þekkjum til afkomenda þeirrar konu og barnabarn hennar hefur tjáð okkur að amma sín hafi lifað jafnmikið í álfheimum og mannheimum.“ Sótti stíft að fá nafnið Gamla konan tók snemma ástfóstri við Sæþór og sótti stíft að hann fengi nafnið Mildinberg í höfuðið á æsku- vini hennar – sem ekki var af þessum heimi. „Mildinberg var álfur sem hún lék sér mikið við í bernsku en hann mun hafa búið í kletti milli Ísafjarðar og Hnífsdals,“ segir Sæþór. „Henni leist víst vel á mig og sagði að það myndi verða mér til góðs að fá þetta nafn.“ Móður Sæþórs leist hins vegar ekkert á nafnið en sú gamla gaf sig ekki og Salóme vildi ekki gera henni illt. Niðurstaðan varð því sú að kæmi gamla konan í skírnina myndi dreng- urinn hljóta nafnið. Enda þótt hún væri orðin öldruð og fótfúin lét gamla konan ekki segja sér það tvisvar; mætti fyrst allra í skírnina. Þar með var það ákveðið. Mildinberg álfur var hagur í hönd- unum og svo merkilega vill til að Sæ- þór varð húsasmiður, en bræður hans allir urðu sjómenn. Þau voru ellefu systkinin. Sæþór ólst raunar ekki upp með þeim. Hann fæddist í nóvember 1942 og vorið eftir fór hann í fóstur hjá hjónunum Bjarna Þórðarsyni og Guðríði Guðmundsdóttur á Flateyri. „Það átti að sækja mig um haustið enda ófært þarna á milli allan vetur- inn en ég hef ekki verið sóttur enn,“ segir Sæþór hlæjandi. Hann á raunar stóran þátt í því sjálfur, grét án afláts og gnísti tönnum um haustið, þannig að Bjarni og Guðríður ákváðu að leyfa honum að vera „aðeins lengur“. Upp frá því ólst hann upp með börn- um þeirra sex en hélt góðu sambandi við foreldra sína og systkini á Ísa- firði. Sættist við nafnið Í æsku var Sæþór ekkert alltof ánægður með Mildinberg-nafnið. „Nafnið þótti skrítið og mér var stundum strítt á því. Þess vegna lagði ég það hálfpartinn til hliðar. Þegar ég var orðinn fullorðinn fékk ég svo til- kynningu frá Þjóðskrá þess efnis hvort fella ætti nafnið niður. Þá vildi ég ekki missa það og hef borið það stoltur síðan; ekki síst eftir að ég fékk stuðninginn frá honum þessum,“ seg- ir Sæþór og tekur utan um Ásgeir, dótturson sinn. Móðir Ásgeirs, Lilja Guðrún, segir son sinn alla tíð hafa haft mikinn áhuga á álfum og sé hvergi banginn við að tilkynna fólki að sjálfur heyri hann til þeim ágæta stofni. „Ef talað er um álfa er hann fljótur að grípa það.“ Svo skemmtilega vill til að Ásgeir Mildinberg er skírður á afmælisdegi afa síns, 16. nóvember, en það var presturinn en ekki fjölskyldan sem réð þeim degi. „Velta má fyrir sér hvort Mildinberg álfur hafi haft eitt- hvað um það að segja,“ segir Lilja Guðrún. Sækja þurfti um undanþágu til mannanafnanefndar og fékkst leyfi; bæði vegna þess að afi drengsins ber nafnið en að auki fundust heimildir um einn mann á sautjándu öld sem hét Mildinberg. Lilja Guðrún upplýsir að elsti son- ur sinn, Brynjar Sæberg, eigi örugg- lega þátt í því að yngsti bróðirinn hlaut nafnið. Þegar hann var yngri kynnti hann sig gjarnan sem Brynjar Sæberg Jóhannsson Mildinberg. Aðspurður svarar Ásgeir því alltaf til að þeir séu þrír sem heiti þessu ágæta nafni. „Ég, afi og álfurinn fyrir vestan.“ Fjölskylduferð vestur Sæþór veit ekki til þess að fleiri en gamla konan á Ísafirði hafi þekkt téð- an Mildinberg og hefur ekki farið að leita að honum sjálfur. „Ég fer ekki mikið á fjöll; ég er svo lofthræddur.“ Ásgeir kveðst heldur ekki hafa hitt álfa en fór þó einu sinni á Víghól í Kópavogi, þar sem hermt er að álfar búi. Spurður hvað hann ætli að verða er hann fljótur til svars: „Flug- maður.“ Marta Margrét Haraldsdóttir, eig- inkona Sæþórs og amma Ásgeirs, vill endilega að þeir langfeðgar, og fjöl- skyldan öll, geri sér ferð vestur á slóðir Mildinbergs. „Við vitum ekki nákvæmlega hvar hann býr en það verður ábyggilega hægt að finna það. Ég hef oft kíkt upp í hlíðina þegar við keyrum þarna framhjá og hugsað til hans,“ segir hún og Lilja Guðrún bætir við að upplagt sé að fara í þenn- an leiðangur næsta sumar. Sæþór veit ekki annað en Mildin- berg-nafnið hafi orðið honum til góðs gegnum tíðina og útilokar ekki að nafni hans vaki yfir honum. „Það tek- ur alltaf einhver í höndina á manni þegar eitthvað bjátar á – hvort sem það er hann eða einhver annar.“ Ásgeir Mildinberg Jóhannsson og Sæþór Mildinberg Þórðarson. Þeir eru einu núlifandi Íslendingarnir sem bera þetta ágæta nafn en heimildir eru fyrir því að einn til viðbótar hafi gert það á sautjándu öld. Ekki er vitað hvort hann var álfur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Enda þótt þeir hafi aldrei hitt hann eru langfeðgarnir Sæþór Mildinberg Þórðarson og Ásgeir Mildinberg Jóhannsson ákaflega stoltir af því að heita í höfuðið á álfi sem býr í kletti á Vestfjörðum. Og hver veit nema þeir hafi eitt og annað frá kappanum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Bræðurnir Bjarni Hafþór, Brynjar Sæberg og Ásgeir Mildinberg. Mér líður eins og föðurlandssvikara. Þegar þú lestþetta þá er ég líklega að baða mig í sól og 25 stigahita. Ef þú býrð langt uppi í sveit og færð blaðið tveimur dögum seinna verð ég sennilega að gera það sama. Ég hef nefnilega kosið að yfirgefa Ísland fyrir jólin og halda þau á Kanarí. Einhvern tímann hefði mér þótt þetta óhugsandi. Og meira að segja þegar ég var að ganga frá þessari pöntun var ég ekki alveg viss. Ég meina: Hvernig manneskja er það sem yfirgefur Ísland fyrir hátíðarnar? Svo kom fyrsta kuldakastið og allt í einu var þetta ekki svo galin hugmynd. En samt sækja að manni efasemdir. Hvernig er hægt að halda jól án þess að hafa allt það sem hefur alltaf fylgt þeim? Aðfangadagur án hamborgarhryggjar er eins og að fara í bíó og fá sér ekki popp. Og hvað um snjóinn? Það er reynd- ar minna mál, enda flest jól rauð hér á Suðurlandinu og stefnir í að veðrið um jólin verði eins og sunnlenska sum- arið. En hvað um skötulyktina á Þorláksmessu? Allt í einu er það ekki svo galin hugmynd að vera í útlöndum um jólin. En ég veit að ég á eftir að sakna þess að ganga með kon- unni minni út í Melabúðina, rétt fyrir lokun á Þorláksmessu. Fá konfekt og staup af púrtvíni og velja fáránlega stóran hamborgarhrygg. Rogast svo með hann heim til þess að hlusta á ástkæra eiginkonu mína komast að því að þessi hryggur komist aldrei í ofninn. Fara út í bílskúr og sækja sögina. Ár eftir ár. Ég á ekki eftir að sakna aukakílóanna sem bætast á mig eftir tíu daga af reyktu og söltuðu kjöti, að viðbættum þeim misskilningi að tíu smákökur frá tengdamóður minni og hálfur lítri af mjólk teljist eðlilegur morgunverður í desem- ber. Ég hef alveg reynt að fækka smákökunum en óttast alltaf að með því særi ég tengdamóður mína sem hefur lagt svo mikið á sig við að baka heilan gám. Mér finnst ég hrein- lega vera að bregðast tengdó ef ég klára ekki úr baukunum áður en hún kemur næst í heimsókn. Ég er ekki viss um að ég sakni þessi svo mikið að ráfa um búðina með óendanlega langt excel-skjal frá eiginkonu minni með öllu því sem til þarf til að halda hin hefðbundnu jól. Rauðkálið og grænu baunirnar, vandræðalega mikið af smjöri og rjóma og allt hitt. Merkja í annað óendanlegt ex- cel-skjal hvaða gjafir er búið að kaupa. Þar er unnið með liti sem tákna hvort það sé búið að ákveða, kaupa, pakka og af- henda. Allt er þetta samt hluti af jólunum. Jólasiðir. Og þegar maður hugsar út í það, jólin eru aðallega siðir og venjur sem við höfum komið okkur upp sem einhverskonar leiðarvísi að hátíð. Einskonar ferli til að fá okkur til að gleyma kuldanum og myrkrinu. En kannski er þetta dá- lítil þráhyggja. Við verðum að gera þetta og hitt því annars vantar eitthvað upp á jólin. Sumir eru þannig að ef þeir ná ekki einhverju stoppi á þessari leið þá er allt ónýtt. Ef þeir ná ekki að steikja laufa- brauð eða baka tólf sortir af smákökum eru jólin ógild. Ég ætla í það minnsta að ögra sjálfum mér og öllu því sem ég hef alltaf gert. Slaka aðeins á með þessa jólasiði, slappa af, setjast inn á veitingastað með gamla fólkinu og panta mér önd í matinn á aðfangadag og reyna að gleyma því að Spánverjar hafa ekki uppgötvað malt og appelsín. Gleðileg jól. Jólasvikari ’Einhverntímann hefði mérþótt þetta óhugsandi. Ogmeira að segja þegar ég var aðganga frá þessari pöntun var ég ekki alveg viss. Ég meina: Hvern- ig manneskja er það sem yfirgef- ur Ísland fyrir hátíðarnar? Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.