Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 37
Þetta er dásamlegt líf, er mynd sem margir leitast við að horfa á um jólin. RÚV Margir eru vitaskuld á þönum að kvöldi Þorláksmessu enda ekki seinna vænna að hnýta seinustu hnútana fyrir jólin. Fyrir þá sem eru búnir að öllu er margt vitlausara en að slappa af og hvíla lúin bein fyrir framan sjónvarpið. RÚV verður með tvær myndir í kvöld, sú fyrri kallast Kæri leynijólasveinn og mun það vera rómantísk gamanmynd um Jennifer, sem snýr aft- ur til heimabæjar síns yfir hátíðarnar til að annast föður sinn. Við komuna þangað taka að berast henni rómantísk jólakort frá leyndum aðdáanda. Aðalhlutverk leika Tatyana Ali, Bill Cobbs og Jordin Sparks. Síðan er komið að Þetta er dásamlegt líf sem er klassísk jólamynd með James Stewart og Donnu Reed í aðal- hlutverkum. Verndarengill kemur uppgefnum kaupsýslumanni til bjargar á jólunum og sýnir honum hvers virði líf hans er. Jólaþema í sjónvarpinu Úr myndinni Kæri leynijólasveinn sem RÚV sýnir. 23.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Eins skemmtilegur og Andriokkar á flandri er nú fölnarhann því miður í saman- burði við þýska skapgerðarleikar- ann Tom Schilling. Sá ágæti mað- ur ferðast nefnilega ekki bara um hvippinn og hvappinn, heldur einn- ig í tíma. Schilling hafði ekki fyrr lokið störfum sem njósnari í Vestur- Berlín sumarið 1974, þar sem hann dró konu og aðra á tálar, þeirra á meðal Sögu okkar úr Brúnni, en hann birtist í seinnastríðsdrama á RÚV, Frönsku svítunni, og var þá kominn aftur til ársins 1940. Eins og hendi væri veifað. Þar var Schilling heldur ógeð- felldur nasisti sem skaut upp koll- inum ásamt sveit sinni í fásinninu í litlu þorpi skammt frá París. Flutti inn á guðhrædda fjölskyldu og byrjaði fljótt að fara á fjörurnar við bóndakonuna á bænum. Bónda til mikillar mæðu. Að vonum. Hvað er þetta annars með Schilling; má maðurinn ekki mæta konu án þess að draga hana á tálar? Öllu lauk því náttúrulega með ósköpum, bóndi skaut Schilling til bana í hlöðunni, flúði svo inn í skóg, með nasistagerið á hælunum. Tókst þó að leynast fyrir atbeina Michelle Williams, þeirrar vönduðu konu, og komast á endanum und- an. Enginn saknaði Schillings. Konan sem Schilling fór á fjör- unar við þarna í sveitinni var eng- in önnur en Ruth Wilson, úr hinum drepleiðinlegu þáttum The Affair. Hvað er það annars við hana? Það reyna allir menn við hana og bregðast henni svo á endanum með einum eða öðrum hætti. Wilson var einnig í lykilhlutverki í mergjuðustu lögguþáttum seinni tíma, Luther, þar sem hún lék snældugeggjaða velgjörðarkonu okkar manns, Luthers, sem er mesti kappi sem sögur fara af í sjónvarpi. Á eftir Kunta Kinte. Í Frönsku svítunni var Wilson á hinn bóginn ósköp venjuleg kona, vinnulúin móðir sem missti bónda sinn út í óvissuna. Enginn veit hvort fundum þeirra bar nokkurn tíma saman á ný. Og ekki dugar að fá Tom Schilling til að stíga upp í tímavélina og kanna málið. Hann er steindauður. Tom Schilling, Michelle Williams og Ruth Wilson í Frönsku svítunni. BBC Films Í MÖRG HORN AÐ LÍTA HJÁ TOM SCHILLING Táldragandi tímaflakkari Tom Schilling sem austur-þýskur Rómeó-njósnari í Undir sama himni. ZDF Á skjánum Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Spiced Honey litur ársins 2019 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.