Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 35
23.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Stúlkan hjá brúnniArnaldur Indriðason 2 BrúðanYrsa Sigurðardóttir 3 ÞorpiðRagnar Jónasson 4 Siggi sítrónaGunnar Helgason 5 Ungfrú ÍslandAuður Ava Ólafsdóttir 6 Útkall – þrekvirki í DjúpinuÓttar Sveinsson 7 Þitt eigið tímaferðalagÆvar Þór Benediktsson 8 HornaugaÁsdís Halla Bragadóttir 9 Sextíu kíló af sólskiniHallgrímur Helgason 10 Orri óstöðvandiBjarni Fritzson 11 KrýsuvíkStefán Máni 12 Aron – sagan mín Aron Einar Gunnarsson og Einar Lövdahl 13 Skúli fógetiÞórunn Jarla Valdimarsdóttir 14 Fíasól gefst aldrei uppKristín Helga Gunnarsdóttir 15 Flóra Íslands Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhallsdóttir 16 Beint í ofninnNanna Rögnvaldardóttir 17 Kaupthinking – bankinn sem átti sig sjálfur Þórður Snær Júlíusson 18 Henny Hermanns – vertu stillt! Margrét Blöndal 19 Steindi í orlofiSteinþór Hróar Steinþórsson 20 Vísindabók Villa – truflaðar tilraunir Vilhelm Anton Jónsson Allar bækur BÓKSALA 12.-18. DESEMBER Ég var að klára Mythos, sem er endursögn Stephens Frys á grísk- um goðsögnum. Ég hef aldrei lesið þær áður, en þetta er mjög aðgengileg bók á nútímamáli. Sköpunarsaga grísku goðafræðinnar finnst mér áhuga- verð, sem og allar þær litlu sögur sem fjalla um mannlegt eðli á skemmtilegan hátt. Ég er núna að lesa The Square and the Tower eftir Niall Ferguson. Ég er bara ný- byrjaður, en hann talar um sögu neta og valdakerfa. Net er flatara en valdakerfi og er markaðstorg ágæt mynd af því sem gerist í neti. Þar skipuleggja hlutir sig meira sjálfir. Valdakerfið er táknað með turn- inum, þar sem vald- hafinn er. Mér finnst pælingar um þetta skemmtilegar og eiga mjög vel við um þessar mundir, þar sem mannkynið hefur verið að gera tilraunir með samfélags- miðla og völdin yfir þeim hafa ver- ið að þróast. Svo er bókin Þorpið, eftir vin minn Ragnar Jónasson, á náttborðinu. Ég hlakka til að lesa hana, því margir hafa hrósað henni í hástert, t.d. er hún núna fyrir jólin að seljast meira en aðrar íslenskar glæpasögur. ÉG ER AÐ LESA Gunnlaugur Jónsson Gunnlaugur Jónson er fram- kvæmdastjóri Fjártækniklasans. Fyrir nokkrum árum hættiEngill Bjartur Einisson ímenntaskóla til þess að elt- ast við langþráðan draum um að verða skáld en nú hefur hann gefið út sína fyrstu ljóðabók, Vígslu. Engill hét raunar Guðmundur fyr- ir fáeinum mánuðum en nafna- breytingin var liður í sjálfsleit hans sem staðið hefur yfir í nokk- ur ár. Engill er tuttugu ára gamall en hann hefur unnið að Vígslu frá 17 ára aldri, allt frá því hann ákvað að menntavegurinn væri ekki ætlaður honum. Í honum blundaði sköpunargáfa og var það deginum ljósara að hann yrði lista- maður, að hans sögn. – Hvert er aðalyrkisefni bókar- innar? Yrkisefnin eru jafnmörg og orð- in í íslenskri tungu, svo mörg að ég er löngu búinn að missa tölu yf- ir þau. Ég skrifa um umhverfi mitt, svo sem náttúrufegurð og framandi lönd en umfram allt yrki ég um tilfinningar mínar. Ég er mikil tilfinningavera; það er það sem gerir mig að skáldi. Í ljóðum mínum geri ég meðal annars fram- tíðardraumum og þrám mínum skil, síðan fanga ég skemmtilegar upplifanir með því að yrkja um þær ljóð. Þegar ég les þau aftur seinna er sem ég endurupplifi augnablikið sem ég fangaði niður á blað. Þegar ég er hamingjusamur yrki ég óð til hamingjunnar og af- raksturinn er fallegt ljóð sem lífg- ar upp lesandann. En þegar ég er dapur yrki ég ekki því það er of mikið af þunglamalegum ljóðum á markaðnum. Ég vil ekki íþyngja lesendum mínum. Það er því óhætt að segja að Vígsla sé með eindæm- um jákvæð bók. Síðast en ekki síst yrki ég mikið um ástina, ég er mjög rómantísk sál og það sést vel í ljóðunum. – Hvernig myndirðu lýsa þínum stíl? Í ljóðabókinni Vígslu birti ég 41 ljóð og þar er aðeins eitt af hverj- um 8 óbundið. Hin eru ort í sígild- um stíl. Þó að háttbundin ljóð skipi stóran sess í hjarta mínu, þykir mér líka afskaplega vænt um hið óbundna. Stílarnir tveir geta hæglega lifað í sátt og sam- lyndi. – Finnst þér að fleiri ættu að til- einka sér sígildan stíl? Þótt sígilda bragformið sé í smá dvala núna, mun það brátt endur- vakna. Gullöld íslenskrar ljóðlistar er oft sögð hafa liðið undir lok með „síðasta þjóðskáldinu“ Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi. En það er mín fjallgrimm vissa að tími sígilda ljóðsins komi á ný. Það er bara tímaspursmál hvenær ljóð- ið rís úr dvala sínum og hrífur hugi og hjörtu landsmanna eins og það gerði forðum tíð. – Hvert er framhaldið? Ég hef prófað mig ögn áfram með smásagnaskrif og líkar vel við þau. Áætlunin fyrir framtíðina er því skýr, ég ætla að skrifa smásög- ur eins og enginn sé morgundag- urinn. En ég ætla ekki að láta þar við sitja. Þörfin sem ég hef fyrir að tjá mig skriflega er svo rík að mig vantar verkfæri til að koma hugsunum frá mér í löngu máli og lausnin á því er skáldsagan. Það hefur blundað lengi í mér að byrja á skáldsögu. Ég er kominn með fjölmargar hugmyndir þó að ég hafi að vísu ekki hafist handa enn. Frumraunin í ljóðaskrift Engill Bjartur Guðmundsson er ungt skáld sem hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, Vígslu. Þegar Engill var á öðru ári í MR uppgötvaði hann ást sína á ljóðlistinni og þá þótti honum aðeins um tvennt að velja: að fara á mis við listina eða fórna öllu fyrir hana. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Engill Bjartur Einisson breytti nafni sínu fyrir nokkru. Hann yrkir helst ljóð þegar hann er hamingjusamur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon SONIC VIBRATI TANNBURS ON TI • Fín burstahárin hreinsa betur án þess að valda ertingu • Þægilegur titringur veitir djúpa en blíða hreinsun • Burstahaus og rafhlöðu má skipta út eftir þörfu • Einstök hönnun á loki fyrir burstahausinn Rannsóknir sýna að fínu burstahárin á þessum rafmangstannbursta fjarlægja allt að 50% meira af óhreinindum milli tannanna og hreinsa allt að helmingi dýpra undir tannholdsbrúnina. Gefur auka kraft í daglega umhirðu tannanna Fæst í apótekum og almennum verslunum. Nýtt Batterísdrifinn tannbursti með einstakri hreinsunartækni! Frábær meðí jóla-pakkann Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.