Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 27
Hamingjustund í Taílandi. inni. Það er ástæðan fyrir að við er- um komnar þangað aftur og ætlum að vera í einhvern tíma,“ segir Álf- heiður. En mesti lærdómurinn? „Við höfum svo sannarlega lært mikið af þessu ævintýri. Um okkar getu og takmörk, mismunandi lífs- hagi fólks og hvað lífið og menning getur verið mismunandi eftir löndum og stöðum. Við höfum líka lært að til- einka okkur mínimalískan lífsstíl og gerum okkur grein fyrir að þessir veraldlegu hlutir skipta minna máli en tíminn sem við eyðum saman. Við vorum heldur bjartsýnar í byrjun að ætla bara að fara með eina tösku en áttuðum okkur fljótlega á því og skiptum yfir í tvo bakpoka. Mælum eindregið með því,“ segir Eva. Besta ákvörðunin Marga dreymir um að brjótast út úr rútínunni og gera eitthvað öðruvísi en færri láta verða af því. Eva og Álf- heiður segja að þetta sé besta ákvörðun sem þær hafi tekið og að þær muni aldrei sjá eftir þessu. Það sé dásamlegt að geta upplifað allt þetta saman og geta eytt svona mikl- um tíma saman. En skyldu þær luma á einhverjum góðum ráðum fyrir fjölskyldur með börn á ferðalagi? „Ætli það sé ekki að gera ekki of mikil plön fyrir hvern dag þar sem þetta er oft erfitt fyrir börnin. Muna að njóta og upplifa hlutina saman. Velja það sem hentar ykkur hverju sinni og forgangsraða. Hlusta á börnin, vera sveigjanleg og ekki gera of miklar kröfur til ykkar né þeirra. Muna að skemmta ykkur og njóta samverunnar,“ segja þær. Nú eruð þið á fjarlægum slóðum, hvernig hefur verið tekið á móti ykk- ur sem hinsegin fjölskyldu? „Við höfum aldrei lent í neinu ves- eni en aftur á móti höfum við ekkert endilega verið að auglýsa það. Við finnum stundum smáóöryggi hjá okkur þar sem við erum hræddar að eitthvað bitni á börnunum enda er það ekkert sjálfgefið að okkur sé tek- ið vel alls staðar,“ segir Eva. Nú hafið þið reynslu af því að vinna á leikskóla, hvernig er aðbún- aður barna þar sem þið hafið komið? Hafið þið eitthvað heimsótt leikskóla á ferðalaginu? „Það er mjög misjafnt, við höfum heimsótt leikskóla í öllum löndunum nema einu og þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir. En það sem þeir eiga allir sameiginlegt er að þar er byrjað á bóklegum fögum strax í leikskóla og miklu meiri áhersla lögð á það heldur en félagsleg samskipti og leikinn,“ segir Eva. Þær segja að aðstaðan sé enn- fremur víðast hvar allt öðruvísi, fá- tæktin sé mikil og lítið í boði fyrir börnin. Sumstaðar sofi börnin í leik- skólanum þar sem það sé of langt að fara heim. „Þetta er auðvitað misjafnt eftir löndum og við höfum bæði heimsótt innlenda sem og alþjóðlega leikskóla. Í Kambódíu er fátækt það mikil að sum börn geta ekki farið í skóla og á Filippseyjum er mikið um heima- kennslu. Við höfum alltaf komið með gjafir sem við færum börnunum, liti, bækur og þess háttar. Sindri tók líka upp á því sjálfur að vilja gefa ís- lensku barnabækurnar sínar og tek- ur með nokkrar í hverja heimsókn,“ segir Álfheiður. Búa við ströndina Fjölskyldan kann vel við sig á Bor- acay og er ætlunin að stoppa aðeins áfram á eyjunni og njóta lífsins í slökun og rólegheitum. „Hér búum við á frábærum stað þar sem Rúnar frændi Álfheiðar býr. Afi hennar og frænka voru að koma hingað líka og svo eigum við orðið góða vini hér í næsta stigagangi. Við búum alveg við ströndina þannig að það er dásamlegt að vakna og geta bara rölt beint út á strönd með teið sitt,“ segir Eva. Álfheiður er farin að læra svokall- að „kiteboarding“ og Eva ætlar í jóga. Þær eru líka að leita að kenn- ara til að kenna allri fjölskyldunni ta- ekwondo. Sindri er líka í ensku- kennslu. Þeir sem vilja sjá meira af ferða- lagi fjölskyldunnar geta farið á In- stagram og Snapchat. „Við opnum líf okkar og vonumst til að hafa áhrif á aðra og vera hvetj- andi í leiðinni. Við erum ótrúlega þakklátar viðbrögðunum sem við höfum fengið og allar jákvæðu undir- tektirnar. Við erum „worldtravel- moms“ á samfélagsmiðlunum.“ Jólin verða haldin í Boracay með fjölskyldu og vinum. „Planið er að fara út að borða á að- fangadagskvöld og okkur langar síð- an að opna pakkana í rólegheitum 25. eins og við gerðum í fyrra. Annað er svo sem óráðið og við spilum þetta eftir eyranu,“ segir Álfheiður. Að lokum senda þær Eva og Álf- heiður jólakveðju til Íslands: „Við óskum öllum gleðilegra jóla og far- sældar á nýju ári. Það er einlæg von okkar að fjölskylda og vinir heima á Íslandi opni fyrir þann möguleika að heimsækja okkur í þessa einstöku paradís. Til allra segjum við að ef ykkur hefur einhvern tímann dreymt um að ferðast um heiminn eða upplifa sam- bærilegt ævintýri, sláið þá til. Ekki bíða með það. Lífið er dýrmætt og um leið brothætt en umfram allt er lífið núna.“ Í menningargarði í Siam Reap. ’ Við höfum líka lært aðtileinka okkur míni-malískan lífsstíl og gerumokkur grein fyrir að þessir veraldlegu hlutir skipta minna máli en tíminn sem við eyðum saman. Börnin skreyta jólatré í hitanum í Boracay. 23.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is 50%afsláttur afjólaskrauti Gleðilega hátíð kæru viðskiptavinir og takk fyrir viðskiptin á árinu Opið til kl. 18 í dag Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.