Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Síða 17
’Mér hefur alltaf fundist gam-an þegar fólk þekkir mig ogheimilislegt þegar ókunnugir gefasig á tal við mann og víkja ef til vill
að manni fallegum orðum. Annars
lít ég ekki svo á að fólk sé frægt á
Íslandi, en það getur verið þekkt.
Svanhildur í essinu sínu á sviðinu með Hljómsveit Ólafs Gauks. Hún segir
samstarf þeirra hjóna alltaf hafa verið ánægjulegt og til fyrirmyndar.
Svanhildur tekur lagið með Birni Jörundi Friðbjörnssyni og Jóni Ólafssyni á
tónleikum Nýdanskrar árið 2002. Hún hefur alltaf jafn gaman af að syngja.
Morgunblaðið/Kristinn
Eiginmaður Svanhildar, Ólafur heitinn Gaukur var á kafi í tónlist alla
tíð, eins og dóttir þeirra, Anna Mjöll, sem býr í Bandaríkjunum.
Morgunblaðið/Kristinn
Svanhildi finnist hin stafræna tækni þægileg
gleðst hún alltaf þegar hún finnur ekki eitt-
hvað í tölvunni og þarf að fara niður í kjallara,
þar sem plötusafn RÚV er varðveitt. „Þangað
er alltaf gaman að koma.“
Seinni árin hefur Svanhildur starfað sem
verktaki á RÚV og kann því ljómandi vel. Hún
ræður sínum vinnutíma og mætir að jafnaði
fjóra morgna í viku. „Ég vakna yfirleitt
snemma og finnst morgnarnir besti tíminn til
að vinna. Verð eiginlega að hafa það svoleiðis.“
Hundurinn latur að ganga
Fólk setur sér gjarnan markmið eða strengir
heit við áramót en Svanhildur kveðst ekki vera
í þeim hópi. „Það hef ég aldrei gert og fer ekki
að byrja á því núna. Ég hlakka hins vegar til
nýja ársins og skelli mér líklega til útlanda
fljótlega eftir áramótin. Ég hef mjög gaman af
því að ferðast; síðasta vor fór ég til Þýskalands
og árið 2016 fór ég til Bangkok með Önnu
Mjöll sem var fengin þangað til að syngja. Það
var mjög skemmtileg ferð.“
Ég er líklega ekki einn um þá skoðun en svo
virðist sem Svanhildur hafi hreinlega gleymt
að eldast. Hún hlær þegar þetta ber á góma.
„Tja, ég finn alla vega ekki fyrir neinu. Hvað
skyldi maður svo sem eiga að finna? Ég er
mjög heppin að hafa góða heilsu, ætli það sé
ekki að einhverju leyti genetískt en ég þakka
það þó aðallega nýkreistum ávaxtasafa á
hverjum morgni.“
– Og hvað er eiginlega í honum?
„Allt sem ég á til; appelsínur, epli, gulrætur,
hvaðeina.“
– Hreyfirðu þig mikið?
„Nei, ég geng með hundinn. Hann er hins
vegar mjög latur og nennir ekki að fara langt,
frekar en ég. Við erum mjög góð saman.“
Hún hlær.
Annars er Svanhildur mikill dýravinur og
gæti ekki hugsað sér lífið án málleysingja á
heimilinu. „Við höfum alltaf verið með dýr.
Þau eru auðvitað „börn“ allan tímann, verða
aldrei sjálfbjarga. Það er vesen þannig lagað –
en gott vesen. Svo er það alltaf agalegt þegar
þau fara, enda eru þessi grey hluti af fjölskyld-
unni. Hundurinn minn er orðinn 9 ára en þetta
kyn getur orðið mjög gamalt. Anna Mjöll er
líka með lítinn hund sem orðinn er 17 ára.“
– Hafði Gaukur líka gaman af dýrum?
„Já, hann hafði það en ætli ég hafi ekki kom-
ið honum upp á það.“
Trump ekki allra
Sjónvarpið hefur mallað á lágum nótum í stof-
unni meðan við höfum setið að spjalli, Andri á
flandri. „Hann er mjög skemmtilegur,“ segir
Svanhildur sem kveðst hafa ánægju af bæði
sjónvarpi og útvarpi. Eins fylgist hún með í
netheimum. „Ég fylgist að sjálfsögðu með um-
ræðunni, innan lands og utan. Til dæmis
Trump.“
– Og?
„Hann er nú ekki allra, vægast sagt. Það er
mikið talað um Trump og hann talar mikið
sjálfur en ég skynja ekki á börnunum mínum
eða öðru fólki sem ég hitti fyrir vestan að seta
hans á forsetastóli hafi haft bein áhrif á líf
þeirra. Þó umræðan sé heit heldur fólk sínu
striki. Alla vega enn sem komið er.“
Þá er ekkert eftir nema að kveðja. Svanhild-
ur fylgir mér fram í anddyri og færir mig í úlp-
una, eins og höfðingja er siður. Á því augna-
bliki rifjast upp fyrir mér þegar Sigurbjörn
Einarsson biskup gerði slíkt hið sama, þegar
ég sótti hann heim í Kópavogi fyrir ein jólin.
Nema hvað hann fór frakkavillt og færði mig
óvart í frakka af sjálfum sér. Á því augnabliki
leið mér eins og ég væri í spennitreyju enda
allnokkru hærri maður og herðabreiðari en
Sigurbjörn. En eflaust hef ég ekki komist nær
almættinu um dagana.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
23.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17