Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 16
Æskan býr í
ávaxtasafanum
Þ
að er orðið jólalegt hjá Svanhildi
Jakobsdóttur í Fossvoginum.
Stæðilegt jólatré í stofunni, skraut
á veggjum og konfekt á borðinu. Í
sólstofunni stendur sperrtur lítill
jólasveinn og bíður þess í ofvæni að klukk-
urnar klingi. Frammi á gangi geltir hundur án
afláts en eftir að húsfreyja fer til viðræðna við
hann steinþagnar hann og tekur ekki meira til
máls að sinni. Mögulega hefur henni tekist að
sannfæra hann um að gesturinn sé ekki kom-
inn til að stela jólunum. Svanhildur upplýsir að
þetta sé Chihuahua sem sé alla jafna svolítið
hvumpinn en besta skinn og góður félagi.
„Ég verð hérna heima um jólin,“ upplýsir
Svanhildur, þegar við höfum fengið okkur sæti
í stofunni. „Anna Mjöll dóttir mín kemur frá
Bandaríkjunum ásamt sínum manni og jóla-
hald verður með hefðbundnu sniði hjá okkur.
Sonur minn, Andri Gaukur, býr líka vestra en
á ekki heimangengt að þessu sinni. Hann er
skurðlæknir og fær ekki frí um jólin.“
Kemur til að halda íslensk jól
Anna Mjöll, sem er söngkona, hefur búið lengi
í Kaliforníu og spurð hvort þau spúsi hennar
komi með einhverjar amerískar jólahefðir með
sér heim fórnar Svanhildur höndum. „Nei, nei,
nei. Hún er að koma heim til að halda íslensk
jól.“
Og dóttirin þekkir ekki annað en íslensk jól í
Fossvoginum en Svanhildur og eiginmaður
hennar heitinn, Ólafur Gaukur tónlistarmaður,
byggðu húsið árið 1970. „Ég er að verða búin
að búa hér í hálfa öld. Að hugsa sér.“
Þess má geta að eiginmaður Önnu Mjallar,
Patrick Leonard, fæst líka við tónlist. „Hann
er lagasmiður og píanóleikari og hefur meðal
annars samið þekkt lög fyrir Madonnu.“
Ekki svo að skilja að Svanhildur kunni illa
við amerísku jólin. „Ég var í hitanum í Arizona
um síðustu jól hjá syni mínum og eiginkonu
hans og það var ljómandi fínt. Það er alltaf
gott að vera í Arizona og hitinn mjög notalegur
á þessum tíma árs. Það verður gríðarlega heitt
þar á sumrin, til dæmis heitara en í Kaliforníu,
en það á ágætlega við mig. Verði hitinn manni
um megn kælir maður sig bara niður; það er
alls staðar loftkæling. Annars er loftið yfirleitt
þurrt og fínt í Arizona, ekki mikill raki.“
Saknar ekki snjósins
Spurð hvort jólaveðrið í Arizona sé eins og
sumarveðrið á Íslandi svarar Svanhildur. „Nei,
það er hlýrra, alla vega en í Reykjavík.
Kannski er þetta eins og á Akureyri,“ segir
hún brosandi. „Fólk fékk að minnsta kosti
sumar þar að þessu sinni, meira en sagt verður
um okkur hérna á suðvesturhorninu.“
Í þessu ljósi kemur ekki á óvart að Svanhild-
ur sakni hvorki kuldans né snjósins núna á að-
ventunni. „Veðrið hefur verið fínt upp á síð-
kastið. Að vísu svolítill vindur en ágætlega
hlýtt. Snjórinn má alveg láta sjá sig á að-
fangadagskvöld – að því gefnu að hann fari
strax aftur!“
Hún hlær.
Eðli málsins samkvæmt fer Svanhildur mik-
ið til Bandaríkjanna að heimsækja börnin og
barnabörnin tvö og stoppar þá í tvær til þrjár
vikur í senn. Fátt þykir henni skemmtilegra en
að keyra á milli Kaliforníu og Arizona en það
tekur sjö klukkutíma. „Við skiptumst á að
keyra, klukkutíma í senn, og það er alltaf jafn
gaman að fara í svona „road trip“ eins og það
er kallað, keyra í gegnum litla bæi og stoppa í
vegasjoppunum sem allar hafa sinn sjarma.“
Heimurinn hefur minnkað
Anna Mjöll og Andri eru líka duglega að koma
heim að heimsækja móður sína sem er löngu
orðin vön því að hafa þau ekki í næstu götu.
„Við sjáumst þónokkuð oft. Heimurinn hefur
minnkað svo rosalega. Þetta hefði aldrei verið
hægt á árum áður, þá varð fólk að láta sendi-
bréfin duga og símakostnaður var mikill. Það
eru að vísu svolítil vonbrigði að WOW skuli
ætla að hætta að fljúga beint til Kaliforníu en
við því er ekkert að gera. Nóg er víst flug-
framboðið í dag.“
Sjálf bjuggu Svanhildur og Ólafur Gaukur
um tíma í Bandaríkjunum, meðan hann var
þar í kvikmyndatónlistarnámi á níunda ára-
tugnum og þar féllu börnin fyrir landi og þjóð.
Og móðirin á síður von á því að þau flytji aftur
heim til Íslands. „Það kæmi mér á óvart en
enginn veit sína ævina ...“
Í gegnum tíðina hefur oft verið erilsamt við
söng hjá Svanhildi á aðventunni en þetta árið
fær hún alveg frí. „Í hittifyrra vorum við Anna
Mjöll saman með jólatónleika í Salnum í Kópa-
vogi og í fyrra kom ég fram á jólatónleikum
Friðriks Ómars í Hörpu en hef það bara náð-
ugt þessi jólin. Næst kem ég fram ásamt
mörgum fleirum á tónleikum með Vest-
mannaeyjalögum í Hörpu 26. janúar. Sjálf
tengist ég Vestmannaeyjum ekki fjölskyldu-
böndum en hef verið svo lánsöm að hafa fengið
að flytja lögin hans Oddgeirs Kristjánssonar
nær alla ævina. Þau eru löngu orðin sígild. Það
er alltaf fullt hús á þessum tónleikum og mikil
gleði og stemning.“
Ætlaði að kenna leikfimi
Henni þykir alltaf jafn gaman að koma fram og
syngja. „Ég vona að ég hætti aldrei að vera
viðloðandi tónlist enda þótt ég sakni þess ekki
að syngja á dansleikjum sex kvöld í viku. Það
var gaman að fá að taka þátt í því á sínum tíma
en í dag nægir mér alveg að koma fram endr-
um og sinnum.“
Þau Ólafur Gaukur voru gift í fjöldamörg ár
og störfuðu alla tíð saman. Spurð hvort hann
hafi strax séð í henni söngkonu svarar Svan-
hildur: „Ég held hann hafi vonað það. Það gat
komið sér vel að vinna saman. Gaukur kenndi
mér að syngja og það var alla tíð einkar gott að
vinna með honum.“
– Var hann kröfuharður kennari?
„Nei, alls ekki. Hann gat þó stundum verið
svolítið óþolinmóður.“
– Sástu fyrir þér sem stelpa að þú ættir eftir
að starfa alla ævina við söng?
„Almáttugur, nei. Mamma kenndi leikfimi
og ég ætlaði alltaf að feta í hennar fótspor. Ég
var mikið í íþróttum á yngri árum og sýndi
meðal annars fimleika. En lífið er alveg óút-
reiknanlegt. Hafandi sagt það er ég ákaflega
glöð að ég skuli hafa lagt sönginn fyrir mig;
þetta hefur verið og er voðalega gaman.“
Heimilislegt að vera þekkt
Söngvarar fá sinn skerf af athygli en Svanhild-
ur segir það aldrei hafa truflað sig. Þvert á
móti. „Eftir að sjónvarpið kom til sögunnar fór
fólk að þekkja mann en við vorum töluvert þar
í árdaga. Mér hefur alltaf fundist gaman þegar
fólk þekkir mig og heimilislegt þegar
ókunnugir gefa sig á tal við mann og víkja ef til
vill að manni fallegum orðum. Annars lít ég
ekki svo á að fólk sé frægt á Íslandi, en það
getur verið þekkt.“
Hjónin gerðu allnokkra þætti fyrir Sjón-
varpið á þessum tíma en aðeins einn þeirra
hefur varðveist. Svanhildi þykir það miður
enda var mikið í þættina lagt og til þeirra
vandað. En fé var af skornum skammti og
menn sífellt að spara spólurnar. Því fór sem
fór. „Það glötust allskonar heimildir af þessum
sökum. Ekki bara þessir þættir, heldur marg-
víslegt annað. Sem er synd.“
Svanhildur og Ólafur Gaukur lifðu árum
saman á því að leika fyrir dansi; á höfuðborg-
arsvæðinu á veturna og á sumrin var farið
kringum landið. Sú ballmenning heyrir nú sög-
unni til, „gufaði bara upp“, eins og Svanhildur
orðar það.
„Auðvitað var gaman að kynnast landinu en
þetta var líka strembið; að ferðast um á malar-
vegum sem hristu bílinn nánast í sundur. Við
Gaukur gátum lengi vel á eftir ekki hugsað okk-
ur að fara út á land í frí. Annars vandist þessi
ferðamáti svo sem ágætlega, maður þekkti ekk-
ert annað. Ég var til dæmis búin að ná býsna
góðum tökum á því að lesa í bílnum – enda þótt
hann hossaðist svona. Þessar tónleikaferðir
gengu alltaf mjög vel og ég get því miður ekki
deilt neinum hneykslissögum með þér.“
Hún skellir upp úr.
Gaman að fá að vera með
Svanhildur á ekki síður góðar minningar úr
bænum, eins og frá Hótel Borg, þar sem þau
léku um árabil, og ekki síður Lídó. „Ég hugsa
alltaf mjög hlýlega til Lídó enda byrjuðum við
þar. Lídó stóð þar sem síðar var Tónabær og
nú allra síðast skrifstofur Fréttablaðsins.“
Svo yngri lesendur séu upplýstir.
Spurð hvort hún sakni einhvers frá þessum
tíma hristir Svanhildur höfuðið. „Nei, ég sakna
ekki neins. En það var gaman að fá að vera
með – og vera með ennþá.“
Margir þekkja Svanhildi líka sem útvarps-
konu en þáttur hennar, Óskastundin, er á dag-
skrá Rásar 1 á föstudagsmorgnum. „Það kom
þannig til,“ rifjar hún upp, „að Ólafur heitinn
Þórðarson í Ríó Tríó hafði samband við mig og
bauð mér starf. Hann vann þá á Útvarpinu. Ég
kann það ekkert, svaraði ég, en Ólafur hlustaði
ekki á þá röksemdafærslu. Sagði þetta ekkert
mál og að við skyldum prófa þetta í eitt ár. Það
var árið 1988 og ég er þarna enn. Þetta kom til
mín eins og annað. Allt hefur komið til mín í líf-
inu og fyrir það er ég afskaplega þakklát.“
Hefur hlutverki að gegna
Svanhildur segir virkilega skemmtilegt að
vinna á Útvarpinu og kynnast öllu því góða
fólki sem þar starfar og hefur starfað gegnum
tíðina. „Þessi tími hefur liðið mjög hratt og ég
trúi því varla að ég eigi orðið þrjátíu ára starfs-
afmæli í útvarpi. Mér finnst Ríkisútvarpið allt-
af hafa hlutverki að gegna og það er margt
áhugavert á dagskrá Rásar 1. Áhersla er lögð
á vandað efni sem unnið er af góðu og hæfi-
leikaríku fólki sem veit hvað það er að gera.“
Tæknin í útvarpi hefur tekið miklum breyt-
ingum á þessum þrjátíu árum og enda þótt
Svanhildur Jakobsdóttir, söng- og útvarpskona, er komin í jólaskapið enda þótt hún sé aldrei
þessu vant hvergi að syngja fyrir þessi jólin. Henni þykir alltaf jafn gaman að koma fram
enda þótt hún sakni þess ekki að syngja á dansleikjum sex sinnum í viku eins og forðum
daga. Hún ljóstrar einnig upp um galdurinn á bak við það að hún virðist ekki eldast.
Ábyrgðina á því ber vél sem hún geymir í eldhúsinu.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Svanhildur Jakobsdóttir kveðst hafa
gaman af því að flytja jólalög en hún
fari þó aldrei í neinar sérstakar
stellingar af því tilefni á aðventunni.
VIÐTAL
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2018