Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2018 LESBÓK KVIKMYNDIR Nýja myndin um Mary Poppins fær þokka- lega dóma, eða þrjár stjörnur af fimm mögulegum, hjá gagnrýnanda breska dagblaðsins The Guardian. „Hörðustu aðdáendur fyrri myndarinnar verða sjálfsagt hæstánægðir með þetta framhald, vegna þess hversu nákvæmlega er farið eftir uppskriftinni enda þótt heldur meiri Broad- way-bragur sé á verkinu nú en árið 1964. Ég dáist að þessari mynd vegna fagmennskunnar og tækninnar sem beitt er; þetta er eins og vél til að framleiða nost- algíu,“ segir meðal annars í umsögninni. Gagnrýn- andinn er ekkert alltof hrifinn af frammistöðu Emily Blunt í titilhlutverkinu, hún sé of veraldleg til að standast Julie Andrews snúning, auk þess sem hún ráði illa við cockney-framburðinn á enskunni. Vél fyrir nostalgíu Emily Blunt í hlutverki Mary Poppins. Jay Maidment ROKK Lífið hefur leikið við gömlu kemp- urnar í Def Leppard á aðventunni. Ekki nóg með að þær verði loksins limaðar inn í Frægðargarð rokksins (Rock and Roll Hall of Fame) í vor, heldur hafa þær einnig sent frá sér glænýtt jólalag, We All Need Christmas. Mun það vera angurvær ballaða sem upplagt er að hlusta á við arineldinn fyrir jólin með kakóbolla í annarri hendi og piparkökur í hinni. Lagið er að finna á nýrri safnplötu Def Leppard, The Story So Far – The Best Of, sem kom út á dögunum. Þar eru jafnframt tvö önnur spánný lög, Personal Jesus og Rock On (Remix). Frægð og jólalag hjá Def Leppard Def Leppard hefur marga fjöruna sopið. AFP Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is ríkjamanna. Eina sjónvarpsefnið sem sló þessum síðasta Friends- þætti allra tíma við í áhorfi það árið var Ofurskálin. Tíðar endursýningar á ýmsum stöðvum um veröld víða og innkoma þáttanna á Netflix hefur haldið lífi í hinum vinalegu gamanþáttum æ síð- an. Kannski einmitt vegna þess hversu aðgengi að þáttunum er mik- ið þá virðast seint ætla að þagna þær raddir sem kalla eftir endurkomu. Allir leikararnir sex sem fóru með aðahlutverkin hafa verið spurðir að því aftur og aftur gegnum árin hvort komi til greina að snúa aftur á skjá- inn. Langoftast hafa þeir og annað starfsfólk þáttanna svarað þessu neikvætt, að endurkoma Friends sé óskhyggja, eitthvað sem aldrei ræt- ist. En þrátt fyrir að þessir endur- Fólk sem fæddist árið sem gam-anþættirnir Friends, eða Vin-ir, fóru í loftið er nú á aldur við aðalpersónur þáttanna, komið vel inn á miðjan þrítugsaldurinn. En þótt fjórtán ár séu liðin frá því loka- þátturinn frægi var sýndur hafa aðdáendur ekki enn gefist upp á hugmyndinni um að kannski, mögu- lega einhvern tímann sjáist leikara- hópurinn aftur saman á skjánum í einhvers konar endurfundaþætti. Friends hófu göngu sína á NBC- sjónvarpsstöðinni árið 1994 og voru alls gerðar tíu þáttaraðir. Þættirnir eru einhverjir þeir allra vinsælustu sem um getur í bandarískri sjón- varpssögu og njóta enn mikilla vin- sælda þótt síðasti þátturinn hafi ver- ið sýndur árið 2004. Á lokaþáttinn horfðu ríflega 52 milljónir Banda- fundir verði ólíklegri með hverju árinu sem líður gefa dyggir aðdá- endur ekki upp vonina. Þarf ekki mikið til Matt LeBlanc hefur sagt að þætt- irnir hafi fjallað um tiltekið tímabil í lífi leikaranna. „Lífið eftir háskóla, áður en þú stofnar fjölskyldu og kemur þér upp varanlegu heimili. Því tímabili er lokið,“ sagði leikarinn í viðtali fyrir nokkrum árum. Matthew Perry hefur greint frá því að hann fái sífellt sömu martröð- ina, að þau geri Friends aftur en öll- um sé sama. „Ef einhver bæði mig um að gera framhald af Friends myndi ég segja nei. Við enduðum svo vel. Af hverju að fara til baka og gera það aftur?“ Skaparar þáttanna, Marta Kauff- mann og David Crane, hafa einnig slegið hugmyndina um endurkomu Freinds ítrekað út af borðinu. Segja að það hafi aldrei nokkurn tímann staðið til að halda áfram eða gera framhald af nokkru tagi. David Schwimmer hefur einnig gefið það út að hann hafi ekki áhuga á nýjum Friends-þáttum og í sama streng hefur Courtney Cox tekið. Lisa Kudrow upplýsti í fyrra að leik- arahópurinn hefði komið saman en það hefðu aðeins verið persónulegir endurfundir, ekki tengdir endur- komu á skjáinn. Snemma árs virtist Jennifer An- iston gefa það í skyn að möguleiki á endurkomu væri fyrir hendi í spjalli við Ellen DeGeneres. „Allt getur gerst, Ellen. Allt! Ég meina, George Clooney gifti sig! Það segir okkur að allt getur gerst,“ sagði Aniston þeg- ar hún var spurð um mögulega end- urkomu. Það þarf ekki mikið til að koma sögum um endurfundi Friends af stað, þetta var gripið á lofti og stjörnupressan vestra fór á yfir- snúning í yfirlýsingum um að enn væri víst von um endurfundi. Lík- legra virðist þó að Aniston hafi ein- faldlega verið að grínast til að þurfa ekki að svara sömu spurningunni og hún hefur þurft að svara í fjórtán ár. James Michael Tyler, sem lék Gunther í Friends, hefur meira að segja margoft verið spurður um mögulega endurfundi. „Myndirðu í alvöru nenna að kveikja á sjónvarp- inu til að horfa á hóp af fólki á fimm- tugsaldri að ganga í gegnum alls kyns krísur og tala um það hvað við annað? Það væri harmleikur en ekki gamanleikur!“ var hans svar. Dæmi hver fyrir sig. Kannski er bara í fínu lagi að láta sig dreyma. Í góðu lagi að láta sig dreyma Leikararnir úr Friends hafa þurft að svara spurningunni um mögulega endurkomu allt frá því hætt var að sýna þættina 2004, þótt í raun hafi aldrei staðið til að snúa aftur á skjáinn. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Þau Matt LeBlanc, Matthew Perry, Lisa Kudrow, Courtney Cox Arquette, Jennifer Aniston og David Schwimmer tóku alls við 6 Emmy-verðlaunum fyrir Friends. Alls hlutu þættirnir þó 62 tilnefningar til þessara eftirsóttu verðlauna. AFP Jennifer Aniston kveikti von hjá fólki.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.