Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 24
og íslenskum hefðum á jólunum, þótt
pólski maturinn sé í fyrirrúmi.
„Það er amman á heimilinu sem
eldar að mestu. Mamma heldur í
þessar hefðir og eldar fyrir okk-
ur. En svo reynum við að hafa
þetta svolítið frjálst. Það eina
sem er alveg fast er vill-
isveppasúpan og fiskur, það er allt-
af,“ segir Michal.
Hjónin Michal og Bozena Józefik erufrá Póllandi en hafi búið hálfa æv-ina á Íslandi, í rúma tvo áratugi.
Þau búa á Flúðum ásamt þremur börnum
sínum og foreldrum Michals og reka veit-
ingastaðinn Mika í Reykholti í Biskups-
tungum. Aðspurð hvernig þau hafi endað í
veitingabransanum svarar Bozena að tilvilj-
unin ein hafi ráðið því. Þau byrjuðu í kon-
fektgerð og seldu afraksturinn á jólabasar í
prjónabúð sem þá var þar.
„Þetta var árið 2008 og gekk þetta svona í
þrjú ár en þetta jókst ár frá ári. Mika fór á
námskeið til Belgíu að læra að gera konfekt
og um daginn vorum við í Chicago á nám-
skeiði að læra meira. Svo opnuðum við veit-
ingastaðinn árið 2011,“ segir hún og síðan
þá hefur verið nóg að gera á Mika.
„Við bjóðum hér upp á humar, salöt, píts-
ur, súpur, pasta og svo konfektið sem er allt
handgert. Allt úr ekta súkkulaði,“ segir Bo-
zena og nær í smakk fyrir blaðamann.
Á meðan konfektið rennur ljúflega niður
er eiginmaðurinn í óða önn í eldhúsinu að
matreiða pólska jólarétti sem lesendur geta
spreytt sig á yfir hátíðirnar.
Jólasiðir í Póllandi
Bozena segir að ekkert kjöt sé á borðum
Pólverja á aðfangadagskvöld, a.m.k. ekki
fyrr en eftir miðnætti.
„Við erum alltaf með villisveppasúpu með
heimalöguðu pasta. Svo á alltaf að vera fisk-
ur,“ segir hún.
„Í gamla daga áttu alltaf að vera tólf rétt-
ir á borðinu, jafn margir postulunum.
Veisluborðið var blanda af fiskréttum og
grænmeti. En kirkjan breytti þessu fyrir 10-
15 árum og nú þarf fólk ekki að vera með
svona marga rétti. Nú er þetta frjálst,“ seg-
ir Michal.
Þau segja margt líkt með jólahefðum á Ís-
landi og í Póllandi. Aðfangadagur er haldin
hátíðlegur með góðum mat og jólapökkum
og fara Pólverjar gjarnan í miðnæturmessu.
„Svo þegar fólk kemur heim úr messu má
byrja að borða kjöt. En allan aðfangadag er
fastað fram að kvöldmat,“ segir Michal.
Þau segjast í dag blanda saman pólskum
Sinn er siðurinn í landi hverju og í Pól-
landi er aðeins einn jólasveinn, ekki þrett-
án.
„Við eigum bara einn jólasvein og hann
kemur 6. desember. Þá fá allir krakkar
einhverja smá gjöf en svo fleiri á jól-
unum,“ segir Bozena.
Þau hjón kveðja blaðamann og leysa
hann út með eðalkonfekti sem geymt
verður til jóla.
Hjónin Bozena og Michal
eru hér með son sinn Filip
á milli sín. Þau blanda gjarn-
an saman pólskum og ís-
lenskum hefðum á jólunum
en þau hafa búið hér í 21 ár.
Pólverjar eru fjölmennir á Íslandi og margir þeirra halda í pólskar hefðir á jólunum. Hjónin Michal og Bozena Józefik
gefa lesendum innsýn í pólsk jól en villisveppasúpa og fiskur er ómissandi á aðfangadagskvöld.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Fyrir 4
800 g þorskhnakkar, eða annar hvítur fiskur
2-3 laukar
1-2 stk. steinseljurót
3-4 stórar gulrætur
tómatkraftur
2-3 lárviðarlauf
5-6 stk. allrahanda (í heilum kúlum)
matarolía til steikingar
salt og pipar eftir smekk
1 msk. sykur
Skerið laukinn og steikið í stórum potti með
matarolíu ásamt kryddinu og sykrinum.
Rífið gulræturnar og steinseljurótina niður
og blandið út í pottinn með lauknum.
Þegar grænmetið er orðið mjúkt, má bæta
við tómatkraftinum, salti og pipar eftir
smekk.
Skerið fiskinn í góða bita og setjið í eldfast
mót. Dreifið grænmetisblöndunni yfir og
bakið í ofni í 10-20 mínútur (eftir þykkt fisks-
ins) á 180°C.
Skreytið með smá steinselju og hafið
sítrónubáta til hliðar. Þessi réttur er góður
bæði heitur og kaldur.
Jólafiskur með
grænmeti
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2018
MATUR
Pólsk jól á Íslandi
Morgunblaðið/Ásdís