Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 6
ERLENT 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2018 Undir lok ársins 1938 stóðuþúsundir foreldra, aðallegaí Þýskalandi, í þeim nötur- legu sporum að þurfa að kveðja börnin sín, allt niður í ungbörn, og senda þau áleiðis í langt ferðalag til Englands og fleiri landa í Evrópu, í þeirri von að þeirra biði björgun og þau yrðu óhult fyrir nasistum. Að langstærstum hluta voru for- eldrarnir af gyðingaættum og kveikjan að aðgerðum þessum, þekktar úr sögunni sem svokallaðir „barnaflutningar“ (Kinder- transport), var Kristalsnótt, þar sem stormsveitarmenn nasista og almennir borgarar réðust gegn gyð- ingum í Þýskalandi og Austurríki með ofbeldi, morðum og eyðilegg- ingu á eigum þeirra og heimilum 9.- 10. nóvember. Alþjóðsamfélagið fordæmdi þessa atburði og í kjölfarið fóru breskir gyðingar, meðal annarra, þess á leit við bresk stjórnvöld að börn af gyð- ingaættum yrðu ferjuð til Breta- lands frá Þýskalandi og fengju þar tímabundið landvistarleyfi sem varð til þess að breska þingið samþykkti lög um þessa flutninga og voru börn yngri en 17 ára boðin velkomin. Nú eru liðin nær nákvæmlega 80 ár síðan þessi börn, yfir 10.000 tals- ins voru send frá Þýskalandi en þar að auki Austurríki, Tékkóslóvakíu, Póllandi og Danzig. Langflest voru send til Bretlands en Svíar tóku einnig við um 500 börnum sem og Bandaríkin og nokkur lönd sem árið 1938 voru ekki hernumin; Danmörk, Holland, Noregur, Frakkland og Belgía. Þessi börn eru mörg hver enn á lífi og núna í vikunni, 73 árum eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk, og 80 árum eftir að börnin voru flutt á brott, var það samþykkt af þýska þinginu að greiða þeim skaðabætur fyrir þann miska sem þriðja ríkið olli þeim. Langstærsti hluti þessara barna sá foreldra sína eða fjöl- skyldu aldrei aftur eftir að þau kvöddu þau á brautarstöðvum síð- ustu átta mánuðina áður en heims- styrjöldin braust út en þau voru ýmist vistuð á fósturheimilum, gist- iskýlum, skólum eða bóndabæjum. Ungbörn með systkinum Foreldrar þeirra voru flestir myrtir af nasistum, stór hluti lést í útrým- ingarbúðum. Sum barnanna voru meðvituð um fortíð sína en enn í dag birtast viðtöl við börn sem hafa nýlega uppgötvað að þau voru flutt með Kindertransport til Bretlands. Svo örvæntingarfull voru foreldrar þessara barna að þau afhentu ung- börn í hendur aðeins eldri systkina og öll fóru börnin fylgdarlaus. Þýskaland er sem sagt enn að gera upp fortíð sína, þótt óneitan- lega sé sjaldgæft að skaðabætur greiðist 80 árum eftir að miskinn er unninn. Á síðustu árum og áratug- um hefur Þýskaland greitt 60.000 fórnarlömbum stríðsins skaðabæt- ur, alls um 7 milljarða dollara. Fjöldi þeirra sem fær skaðabæt- ur nú er um 1.000 manns, um helm- ingur þeirra enn búsettur í Bret- landi og er upphæðin í heild um 340 milljónir sem gerir að hver og einn fær um 340.000 íslenskra króna í sinn hlut. Samtök sem eru í New York og beita sér fyrir bótum til handa fórn- arlömbum nasista hafa myndað sterkan þrýstihóp og Julius Berman sem lifði helförina er forseti þeirra. Í yfirlýsingu á heimasíðu samtak- anna skrifaði Berman: „Teymið okkar hefur aldrei gefið upp von um að að þessu augnabliki kæmi, að við gætum gefið út þessa sögulegu yfirlýsingu.“ Viðurkenning á erfiðri lífsreynslu Í kringum 1950 fengu börnin sem ferðuðust með Kindertransport einnig bætur sem þó voru töluvert lægri upphæð en nú og hafa þær ekki áhrif á þær bætur sem þeim verða greiddar nú í janúar. Fjármálaráðherra Þýskalands, Martin Chaudhuri, sagði í viðtali við AFP-fréttastofuna að þessi greiðsla nú væri hugsuð sem virðingarvottur við þessi börn, sem urðu að „yfir- gefa fjölskyldur sínar á friðartíma og í mörgum tilfellum sjá hana aldr- ei aftur“. Sir Erich Reich var eitt þeirra barna sem komu til Bretlands og er í dag formaður flóttamanna af gyð- ingaættum sem komu til landsins. Í yfirlýsingu sagði hann: „Meðan ekkert fé getur bætt fyr- ir tilfinningalegan og veraldlegan missi okkar, er þetta viðurkenning á erfiðri lífsreynslu okkur; það að vera aðskilin frá foreldrum okkar og hefja nýtt líf, alein, í framandi landi, með nýju tungumáli og menn- ingu.“ Börnin sem bjargað var fá bætur Mikil örvænting skapaðist eftir svokallaða Krist- alsnótt í Þýskalandi í nóvember 1938. Gyðingum var ljóst að þeim var hvergi lengur óhætt þrátt fyrir að stríð væri ekki skollið á og sendu börn sín, allt niður í nýfædd, ein úr landi í von um björgun. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Flóttabörn stíga á land í London í febrúar 1939. Hanna Slome er ein þeirra barna sem forðað var til Bretlands en hér skoðar hún Winton-lestina, eina þeirra lesta sem notuð voru til flutninganna. Hópur barna, nýkomin frá Þýskalandi, á lestarstöðinni í London eftir langt ferðalag. SVÍÞJÓÐ Að banna karlmönnum aðgang að tón- listarhátíð felur í sér ólöglega mismunun, er niður- staða sænsku jafnréttisstofunnar. Jafnréttisstofan hafði til umfjöllunar tónlistarhátíðina Statement sem haldin var í september en karlmönnum var óheimilaður aðgangur, nema að hún var opin fyrir trans-karla og aðra kynsegin einstaklinga. ÞÝSKALAND Þýska fréttatímaritið Der Spiegel hefur rekið verðlaunaðan blaðamann sem starfaði hjá tímaritinu, fyrir að skálda lýsingar og tilvitnanir í fjölda greina sinna. Blaðamaðurinn, Claas Relotius, falsaði greinar á umfangsmiklum skala og bjó jafnvel til viðmælendur segir í yfi rlýsingu Der Spiegel í vikunni en greinarnar sem um ræðir eru meðal annars greinar sem blaðamaðurinn var verðlaunaður fyrir. BANDARÍKIN Seðlabanki Bandaríkjanna hækk- aði í lok vikunnar stýrivexti úr 2,25% í 2,5% þrátt fyrir að bankinn hafi sagt bankaríska hagkerfi ð vera að hægja á sér. Árið 2018 stefnir í að verða það versta á bandarískum hlutabréfamarkaði í áratug, eða frá fjármálakreppunni 2008 en hlutabréf hafa fallið nokkuð ört í Bandaríkjunum og um allan heim. NOREGUR Íbúi í Sarpsborg, sveitarfélagi skammt suður af Ósló í Noregi, fann saumnál í banana sem hann keypti í verslun í bænum en á haust- dögum voru tíðar fréttir fl uttar af nálum sem fundust í jarðarberjum í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist í Noregi en fyrr í mánuðinum skaddaðist barn í Svíþjóð eftir að hafa stungið sig í munnholi á banana.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.