Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 10
Kristinn Magnússon VETTVANGUR 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2018 Áskoranir Í samfélaginu er brýn þörf á meira samtali milli fólks. Að fólk gefi sér tíma fyrir hvað annað, að það sýni nánd og nærveru. Eilíft stress, áreiti og kröfur sem eru gerð- ar til fólks og sem fólk gerir til sín sjálft eru hluti af þessum þáttum sem hafa neikvæð áhrif á líðan fólks. Það að fólk þurfi að vinna mikið til að hafa ofan í sig og á kemur niður á samtalinu og mikilvægum tíma sem væri hægt að nota með fjölskyldunni og vinum. Því miður verður tími fyr- ir börnin og unglingana oft af skorn- um skammti í allri þessari hringiðu hvers dags. Börnin og unglingarnir og við öll þurfum að rækta góða sam- talið og nærveruna – þar sem já- kvæðni er í hávegum höfð. Vísindi Paul Gilbert gaf út bók ár- ið 2009 sem heitir The Compassion- ate Mind. Þar leggur hann áherslu á mikilvægi góðrar samveru, vingjarn- leika og samtals fyrir heilastarfsemi okkar. Hann kynnir rannsóknir sem ótvírætt hafa leitt í ljós að hlý sam- vera hefur áhrif á hormónastarf- semi. Hormónið oxytósín hefur áhrif á vellíðanartilfinningu okkar. Hann bendir á að þróun samúðar og um- hyggju er lykilatriði til að hjálpa okkur í að verða hamingjusöm og öðlast tilgang með lífinu. Það að upp- lifa góðvild, hógværð, hlýju og sam- úð hefur jákvæð áhrif á alla líkams- starfsemi okkar, styrkir ónæmis- kerfið, minnkar streituhórmóna og er einskonar vítamín fyrir heila- starfsemi okkar. Gráa og hvíta efni heilans tengjast grundvallar heilastarfsemi. Gráa efnið samanstendur af fjölda tauga- frumna og tenginga þeirra. Hvíta efnið samanstendur af knippi af taugaþráðum sem eru einangraðir með fitulagi og flytja upplýsingar milli gráu svæða heilans. Nýjar rannsóknir sýna fram á að einn mik- ilvægasti þátturinn til að viðhalda góðri starfsemi bæði gráa og hvíta efnisins er að viðhalda sterkum tengslum við fjölskyldu og vini. Mihaly Csikszentmihalyi, einn af fremstu fræðimönnum í heiminum á sviði jákvæðrar sálfræði, segir mik- ilvægt að nota jákvæða styrkingu, „gulrót,“ til að fá einstaklinga til að takast á við áskoranir. Hann nefnir líka að lykilatriði er að áskoranir passi hverjum einstaklingi, til að efla innri áhugahvötina og til að ein- staklingar öðlist leikni. Þannig er mikilvægt hlutverk foreldra, kenn- ara og þjálfara að finna passlegar áskoranir fyrir einstaklinga svo að þeir komist inn í það sem við köllum flæði. Einnig sýna rannsóknir mikilvægi þess að sýna jákvæð viðbrögð þegar einstaklingar eru að gera sitt besta eða ná að framkvæma það sem þeir ætluðu sér. Þar eru foreldrar, kenn- arar og þjálfarar líka í lykilhlutverki. Möguleikar Gefum okkur tíma fyrir góða samtalið með okkar nán- ustu og okkar vinum. Flestir hafa ábyggilega upplifað að samvera með vissu fólki gerir það að verkum að manni líður mjög vel. Fólki sem er til staðar og gefur af sér. Ég á slíkar góðar minningar eftir samveru með ömmum mínum, Ásu og Gyðu. Þær gáfu sér tíma til að vera til staðar og ræða við mig á mínum forsendum. Manni leið alltaf betur þegar maður fór frá þeim en áður en maður kom til þeirra. Þetta get ég núna skýrt með auknu flæði oxýtósíns. Förum saman í göngutúr, æfum saman, förum í sund saman eða spil- um á spil. Leggjum áherslu á sam- veruna og verum til staðar í okkar lífi. Gleðilega hátíð! Góð samvera lykill að vellíðan Vísindi og samfélag Hermundur Sigmundsson hermundurs@ru.is ’Ég á góðar minningareftir samveru meðömmum mínum, Ásu ogGyðu. Þær gáfu sér tíma til að vera til staðar og ræða við mig út frá mín- um forsendum. Thinkstock Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla. Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 STAR WARS 3 gerðir dróna með Laser keppnisham 7.990 VERÐ ÁÐ UR 9.990 JÓLA TILBOÐ Í DAG EN ÁAÐFANGADAG ERLOKAÐ OPIÐ10-19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.