Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2018 LESBÓK Það hefur verið mikill þvælingur á mér uppá síðkastið,“ segir Mireya Sampermyndlistarkona í einu samtala okkar upp á síðkastið. Og það er vart ofsagt. Á milli samtala um fyrri langferðir hennar á árinu vegna sýningarhalds brá hún sér nú í byrjun mánaðarins til Kína með verk á enn eina sýn- inguna. Það var samsýn- ing fimmtán listamanna í Guangzhou og hún setti þar upp sex fermetra innsetningu úr kín- verskum pappír en pappír er lykilefni í myndsköpun Mireyu. Á sama tíma og hún var í Kína var vígt verk eftir hana í skúlptúrgarði í Litháen. „Þau pönt- uðu af mér verk sem ég hafði áður gert í „hverf- ulli útgáfu“ í Frakklandi,“ segir Mireya og bæt- ir við að það sé þróað út frá verki sem fyrst var sýnt í Gerðarsafni fyrir fjórum árum en er í eigu Landsvirkjunar.“ Í verkinu er dropaform sorfið í íslenskt grjót og dropinn þakinn blaðsilfri, droparnir standa á járngrind yfir stórum hring sem er ofan í jörðinni. „En það er ekkert nýtt að ég sé á flakki,“ seg- ir Mireya. „Í sambandi við sýningarnar mínar og fyrirlestrana í haust í Los Angeles, Japan, á Taívan og Balí fór ég kringum hnöttinn á 83 dögum. Það tók mig aðeins lengri tíma en Fíleas Fogg í sögunni, hann var áttatíu daga.“ Mireya er atorkusöm kona. Auk þess að vinna að sinni eigin myndlist stofnaði hún og stýrir listahátíðinni Ferskir vindar sem sett er upp um miðjan vetur í Garði annað hvert ár, ætíð með þátttöku margra erlendra listamanna. Og sjálf sýnir hún reglulega og víða um lönd, auk þess sem hún vinur iðulega að list sinni í gestavinnustofum erlendis, ekki síst í Japan en hún kveðst hafa sterk tengsl við japanska menningu. Mikil vinna en skemmtileg Áður en Mireya hélt til Kína nú á dögunum setti hún upp einkasýningar í Gulla Jonsdottir Atel- ier í Los Angeles og í Tonyraka Gallery á Balí. Og tók þátt í umfangsmiklum samsýningum í Japan og Taílandi, auk þess sem hún flutti fyrir- lestra á Taívan. Þegar ég spyr hvernig standi á þessum miklu og góðu samböndum sem hún hafi komið sér upp í Asíu svarar Mireya að það sé erfitt að útskýra það. „Þetta hefur verið eins og snjóbolti sem hleður utan á sig. Hefur bara gerst – og er mjög skemmtilegt. Þetta hefur líka verið mikil vinna, það er auðveldara að vera bara hér heima á vinnustofunni en auðvitað er gaman að hitta allt þetta fólk og sýna verkin á ólíkum stöðum,“ segir hún og kveðst senda sum verkin héðan á sýningastaðina en önnur vinnur hún þar. „Ef ég er þátttakandi á listahátíð einhvers staðar eða er með gestavinnustofu þá vinn ég verkin venjulega á staðnum. Ef um einkasýn- ingu er að ræða sendi ég venjulega hluta verk- anna á undan mér eða tek með mér í flugi, auk þess sem ég vinn verk að hluta á staðnum, inn- setningar og slíkt. En ef ég geri nýjar innsetn- ingar verð ég að gera þær á sýningarstaðnum enda verða þær að falla inn í rýmið. Þannig var það á Balí, þar sýndi ég blöndu verka sem ég kom með, verk sem ég hafði unnið í Japan á leið- inni til Balí og verk sem ég vann beint í salinn.“ Og hún segir að á þessum sýningum sem hún setti upp á árinu hafi nær engin verkanna flakk- að milli sýninga, þetta var alltaf ný og ný sýn- ing. „Ég held að sýningin mín í Los Angeles hafi verið sú eina sem ég hef sett upp erlendis þar sem ég hef sent öll verkin á undan mér. Þar þurfti ég bara að mæta og setja upp.“ Þegar Mireya er spurð um viðbrögð sýn- ingagesta í þessum ólíku löndum segist hún ekkert hafa vitað við hverju ætti að búast í Los Angeles. Þangað hafði hún aldrei komið áður og þekkti lítið til myndlistarsenunnar. Eftir að hafa sýnt oft í Asíu og dvalið þar langdvölum hafi hún hins vegar vanist því hvað fólk er iðu- lega hrifið af verkum hennar þar. Leyfir innsæinu að ráða „Í Los Angeles sýndi ég í mjög fallegu galleríi sem Gulla Jónsdóttir arkitekt rekur í nýju hót- eli sem hún hannaði og hefur hlotið mikið lof. Þetta var bara önnur sýningin sem var sett upp þar og ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast en svo var alveg troðfullt á opnuninni. Móttök- urnar voru ótrúlega góðar, ég var hreinlega orð- laus! Það er mikil uppsveifla í myndlistarlífinu í Los Angeles. Og satt best að segja fann ég eng- an mun á móttökunum þar og í Asíu. Viðbrögðin voru svo sterk, einlæg og ánægjuleg. Það var gott fyrir egóið.“ Mireya er auðheyrilega með afar gott tengsl- anet. Þegar hún ferðast um og sýnir er hún ávallt á veiðum, að leita að góðu listafólki fyrr hátíðina sína, Ferska vinda, og þá er henni líka oft boðið að sýna sjálfri. Það gerðist þegar hún heimsótti þekktasta galleríið á Balí og kynnti hugmynd að 30 manna samsýningu sem hún hafði skipulagt. Galleristanum þótti það áhuga- vert en vildi frekar fá einkasýningu með henni sjálfri, sýninguna sem var opnuð þar í október. „Ég held að það hafi verið ein fimmtíu verk á þeirri sýningu, í glæsilegum sýningarsal. Það var töluverð útgerð og mikil vinna!“ Og sýning- argestir á Balí tóku verkunum afar vel og var lofsamlega fjallað um þau. „Maður verður bara að treysta sjálfri sér og leyfa innsæinu að ráða,“ svarar Mireya þegar hún er spurt um lyklana að árangri. „Listamenn ná ekki árangri ef sjálfstraustið er í molum, þetta er svo harður heimur.“ En Japan er hennar eftirlæti. „Ég hef náð sérstaklega djúpri tengingu við Japan. Það er eitthvað í mér … ætli það sé ekki úr fyrri lífum. Eitthvað mjög djúpt. Þar fann ég til að mynda rétta pappírinn að vinna með, pappír sem ég hafði leitað víða um lönd og það án þess að vita að hvernig efni ég væri nákvæmlega að leita. En síðan ég fann hann hefur hann verið aðal- efniviðurinn í svo mörgu sem ég geri. Og í Jap- an líður mér alltaf ótrúlega vel.“ Pappírsverk eftir Mireyu á sam- sýningu í Japan fyrr á árinu. Hleðst utan á snjóboltann Myndlistarkonan Mireya Samper hefur víða komið við og sýnt verk sín undanfarið. Einkasýningar hennar hafa verið í Los Angeles og á Balí. Hún hefur líka verið með á samsýningum í Japan, Kína og Taílandi, og haldið fyrirlestra á Taívan. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Stór pappírsinnsetning Mireyu á samsýningu í Guangzhou í Kína nú fyrr í desember. Mireya Samper Frá einkasýningu Mireyu, Vida el Plein, í Gulla Jonsdottir Atelier í Los Angeles í haust. Ljósmynd/Ómar Sverrisson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.