Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2018
HEILSA
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
Þegar ég ákvað að fara í átakið góða, semnú hefur staðið yfir í rúma þrjá mánuðimeð þokkalegum árangri, gerði ég mér
strax grein fyrir því að ég þyrfti að stíga út
fyrir þægindarammann og gera ýmislegt sem
mig langaði ekkert sérstaklega til að ana út í. Í
fyrsta lagi vissi ég að mataræðið þyrfti að taka
breytingum – ég mætti ekki borða allt góðgæt-
ið sem mér þykir svo freistandi, það yrði
minna um bjór yfir sjónvarpinu um helgar og
að ég þyrfti að fórna samverustundum með
mínum nánustu til að drattast á hlaupabrettið.
En það sem ég vissi að yrði stærsta hindrunin
var lyftingarnar. Þær yrðu ekki flúnar mikið
lengur.
Ekki gott að lufsast um
lyftingasalinn
Líkt og margir, margir á undan mér, hef ég
lufsast um lyftingasali líkamsræktarstöðv-
anna, „rykkt“ í eitt og eitt lóð eða tæki en
hvorki haft gagn af því né gaman. En ástæða
þess að ég vissi að nú þyrfti ég að ná tökum á
þessari tegund hreyfingar var í raun tvíþætt.
Ég var vel meðvitaður um að ég hefði ekki
sinnt vöðvabyggingu líkamans sem skyldi og
að þarna væri kjörið tækifæri til að auka
brennsluna og léttast um leið – stærri vöðvar
taka meiri orku en litlir.
Og þá vissi ég líka að bakmeiðslin sem ég
hafði átt við að stríða frá ársbyrjun 2015 voru
þess eðlis að með því að lyfta gæti ég dregið úr
óþægindunum sem af þeim hljótast og dregið
úr líkum þess að ástandið verði verra en það
þó er í dag.
Það var því til mikils að vinna. En samt var
ég með hnút í maganum yfir þessu, ekki síst
vegna þess að tilhlaupið að þessu verkefni
hafði alltaf endað úti í skurði fram til þessa.
Eftir á að hyggja var það hins vegar algjör
lykill að því að ég hef þokast í rétta átt að hafa
samband við Ívar Guðmundsson einkaþjálfara
og fá hann mér til aðstoðar. En af hverju skipti
það máli í mínu tilfelli?
Ástæða þess að ég entist aldrei í lyftinga-
salnum – nema kannski tvær þrjár vikur í senn
– var einfaldlega sú að ég vissi ekki hvað ég
var að gera. Ómarkvissar æfingar leiða nefni-
lega ekki til neins og þekkingarleysið getur
einnig haft þau áhrif að maður geri óraunhæf-
ar væntingar til verkefnisins og búist við ár-
angri sem aldrei hefði sést innan þess tíma-
ramma eða verklags sem sett var.
Því var mikilvægt þegar af stað var haldið
að fá leiðsögn um hvaða æfingar ætti að taka á
hverjum tíma, hversu miklar þyngdir ætti að
vinna með og einnig að ræða hvað væru ásætt-
anlegar framfarir. Sú staðreynd að vöðvar
byrja að vaxa innan frá, áður en þeir taka að
byggjast upp að utanverðu með sýnilegum
hætti –getur t.d. stillt væntingum í eðlilegt og
raunhæft horf.
Miðjan skiptir öllu
Meðal þess sem kom mér á óvart þegar ég
byrjaði að lyfta undir leiðsögn var hversu
mikla áherslu Ívar hefur á það svæði sem oft
er nefnt „miðjan“. Þar er vísað í mjóbak og
maga. Engin æfing er tekin öðruvísi en að láta
reyna á maga- og bakvöðva. Það hefur haft
margvísleg áhrif, m.a. minni verki í baki,
aukna meðvitund um að ganga beinn í baki en
svo finnur maður augljóslega að með því að
styrkja þennan hluta líkamans, léttir maður
róðurinn í öðrum æfingum. Nær öll hreyfing
líkamans tengist þessu svæði með einum eða
öðrum hætti og ef bak og magi eru ekki vel bú-
in undir átök tengd fóta-, handa- eða axlalyft-
um, er ekki aðeins hætt við að maður geri æf-
inguna vitlaust heldur hreinlega setji sig í
hættu á meiðslum. Þessi reynsla, sem nú hefur
skilað lækkandi fituprósentu, auknu ummáli
handleggja og brjóstkassa og minna ummáli
um magann sjálfan, færir heim sanninn um að
lyftingar eru góður grunnur að annarri hreyf-
ingu.
Margir sjá ofsjónum yfir þeim kostnaði sem
felst í því að ráða til sín einkaþjálfara. Og
sannarlega er það ekki ókeypis en það getur
hins vegar margborgað sig ef ætlunin er að ná
árangri og að gera hlutina rétt. Ekki veigrar
maður sér við kaupa rándýra hlaupaskó eða
íþróttafatnað af öðru tagi, ekkert tiltökumál að
greiða tugi þúsunda fyrir aðgang að líkams-
ræktarstöðvum. Hví skyldi maður ekki fjár-
festa í aukinni þekkingu á því sem maður er að
gera í heilsuræktinni eins og maður gerir
gjarnan á öðrum sviðum lífsins?
Styrktaræfingar
skila árangri
Sumt er betra að gera undir leiðsögn en algjörlega af eigin
rammleik. Eitt af því er lyftingar. Það skiptir meira máli að fara
rétt inn í þær en að lyfta þungu því auknar þyngdir fylgja nær
óhjákvæmilega ef rétt er staðið að málum.
Laus lóð eða lyftingatæki? Það hefur reynst mér vel að nýta mér blandaða notkun en ég hefði bara
haldið mig við tækin ef ég hefði ekki fengið góða leiðsögn frá Ívari um rétta notkun lausu lóðanna.
Morgunblaðið/Ernir
Eins og einhverjir lesendur þess-
arar síðu hafa tekið eftir hef ég
talsvert haft hugann við róður
að undanförnu. Það skýrist af því
að ég hef sannfærst um að þessi
tegund hreyfingar er afar hentug
í bland við lyftingar og aðra
hreyfingu. Það kemur til af
tvennu. Það tekur enga stund að
skjótast á róðrarvélina, þ.e. ef
maður á hana til heima við, og
hún æfir næstum allan líkamann
án þess að valda miklu álagi á
einhverja tiltekna vöðvahópa.
Þá kemur hún í veg fyrir nei-
kvæð áhrif á hrygg og fætur, líkt
og hlaupin – uppáhaldið mitt –
gera því miður.En þegar rennt
er yfir skrif um heilsurækt kem-
ur í ljós að það eru fleiri sem
hugsa á þessum nótum. Svo
virðist vera sem róður sé að
komast aftur í tísku. Fyrir því
kunna ýmsar ástæður að vera en
m.a. þeirra sem virðast sennileg-
ar er sú kynning sem þetta form
hreyfingar hefur fengið á síðustu
árum, einkum í tengslum við út-
breiðslu Crossfit. Einnig hafa
þættirnir House of Cards haft
þar nokkuð að segja, líkt og áður
hefur verið nefnt á þessum vett-
vangi. Claire Underwood virðist
hafa flutt róðrarvél eiginmanns-
ins með þeim í Hvíta húsið og
hefur sést nota hana í þáttunum.
Annað sem kann að hafa áhrif
á vinsældir róðursins er sú stað-
reynd að það geta nær allir
stundað þessa tegund hreyf-
ingar, bæði ungir og aldnir, stórir
sem smáir. Ekki draga útlit og
eiginleikar Water Rower vélar-
innar úr áhuga yngstu kynslóð-
arinnar. Syni mínum, rétt ríflega
tveggja ára, finnst ótrúlega gam-
an að róa og hefur hann náð sér-
staklega góðum tökum á því að
renna sér upp og niður eftir vél-
inni á sleðanum góða sem setið
er á meðan róið er.
AÐ KOMAST Í TÍSKU
Með róður á heilanum
Róður er fyrir alla aldurshópa.
Pistill
Stefán Einar
Stefánsson
ses@mbl.is
ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR
92,9 kg
84,7 kg
85,4 kg
Upphaf:
Vika 14:
Vika 15:
36.249
25.923
13.125
13.569
4 klst.
3 klst.
HITAEININGAR
Prótein
26,3%
Kolvetni
35,2%
Fita
38,5%