Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2018, Blaðsíða 40
Maður gerir tilraun til að myrða iðnaðarráðherra á Austurvelli. Andri Ólafsson stjórnar rannsókninni sem flytur hann á kunnuglegar slóðir fyrir norðan. Ýmis leyndarmál eru geymd í sveitunum í kring og þegar starfsmaður jarðvarmavirkjunar finnst myrtur er ljóst að málið er mun stærra en talið var í fyrstu. Þannig liggur landið í annarri þáttaröð Ófærðar sem hefur göngu sína á RÚV á öðrum degi jóla. Við Íslendingar fáum fyrst allra að berja nýju þættina augum en þeir fara ekki í sýningu í öðrum löndum fyrr en eftir áramót. Þættirnir, sem eru tíu talsins, verða sýndir á sunnudagskvöldum fram í febrúar. Aðalhlutverk eru sem fyrr í höndum Ólafs Darra Ólafssonar, Ilmar Kristjánsdóttur og Ingvars E. Sig- urðssonar. Einnig fara Steinn Ármann Magnússon, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Aron Már Ólafsson og Sól- veig Arnarsdóttir með stór hlutverk í þáttaröðinni. Handritið skrifa Sigurjón Kjartansson, Clive Brad- ley, Margrét Örnólfsdóttir og Holly Phillips en leik- stjórn annast Baltasar Kormákur, Börkur Sigþórs- son, Ugla Hauksdóttir og Óskar Þór Axelsson. Annar í Ófærð Önnur þáttaröð Ófærðar hefur göngu sína í Ríkissjónvarpinu annan í jólum. Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson standa í ströngu í nýrri syrpu af Ófærð. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2018 SLÖKUN OG VELLÍÐAN UNDRI HEILSUINNISKÓR 7.900 kr. RAUÐIR | BLÁIR | BLEIKIR | LJÓSIR | GRÁIR BETRA BAK LEGGUR GRUNN AÐ GÓÐUM DEGI VERÖLD HVÍLDAR G JAF I R F YR IR ÞÁ SEM ÞÉR ÞYK IR VÆNST UM FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 21.165 kr. JÓLATILBOÐ Fullt verð: 24.900 kr. JOOP RÚMFÖT BAÐSLOPPAR Verð frá: 16.900 kr. Verð á sloppum á myndum: 29.900 kr. OPNUNARTÍMI VERSLUNAR Í FAXAFENI TIL JÓLA 22. desember 10–20 23. desember 10–22 Aðfangadagur 10–13 Jóladagur og 2. í jólum LOKAÐ Velvakandi minntist Þorláks helga í Morgunblaðinu á þessum degi árið 1958 enda dánardagur biskups en hann „andaðist á Þórsdag einni nátt fyrir jóla- aftan, sextíu vetra gamall“. „Í hugum þeirra, sem aldir eru upp í Reykjavík á síðustu áratugum, er Þorláksmessan allt annað. Það er dagurinn þegar verzlanir eru opnar til klukkan 12 á miðnætti, og allir, sem vett- lingi geta valdið fara í búðir. — Margir munu minnast þess, þeg- ar þeir fengu í fyrsta sinn að fara með pabba og mömmu að velja jólagjafir handa hinu fólkinu seint um kvöld, búðirnar voru skreyttar og mannmergð á göt- um, og þetta var allt svo „spenn- andi“,“ sagði Velvakandi. „Víða er það að verða siður að starfsfólk fyrirtækja óski hvað öðru gleðilegra jóla og kveðjist fyrir jólahátíðina á Þorláks- messu, og þá ber það við að dreginn er tappi úr flösku í síð- asta sinn fyrir jólin, því að jólin sjálf eru hátíð barnanna og þá eru allar flöskur aðrar en kóka kóla-flöstur og appelsín-flöskur alger bannvara. Þetta vill því oft setja sinn svip á götulífið á Þor- láksmessu,“ sagði Velvakandi ennfremur og bætti við að von- andi yrði veðrið gott. GAMLA FRÉTTIN Allir fara í búðir Þegar jólasveinarnir riðu í hlað að Arnarhóli, hinu forna höfuðbóli Reykja- víkur, árið 1958 varð uppi fótur og fit meðal Reykjavíkurbarna. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Goddur listamaður Ketkrókur jólasveinn Tom Araya söngvari Slayer

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.