Fréttablaðið - 20.03.2019, Qupperneq 6
INNFLYTJENDAMÁL Fulltrúar lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu
sitja fyrir svörum hjá allsherjar- og
menntamálanefnd Alþingis í fyrra-
málið vegna aðgerða lögreglu gegn
mótmælendum á Austurvelli.
„Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
bað um þennan fund og fékk til
þess stuðning frá mér og Jóni Stein-
dóri Valdimarssyni, en ef þrír þing-
menn biðja um svona fund þá er
hann haldinn,“ segir Guðmundur
Andri Thorsson, varaformaður
nefndarinnar. Hann segir að óskað
hafi verið eftir fundinum í kjöl-
far harðræðis sem mótmælendur
hafi verið beittir af hálfu lögreglu á
Austurvelli um liðna helgi.
Mikil umræða hefur sprottið á
samfélagsmiðlum vegna mótmæla
hælisleitenda og samtakanna No
Borders á Austurvelli og hefur gagn-
rýni verið beint að lögreglu ýmist
fyrir of mikla hörku eða of mikla
linkind gagnvart mótmælendum.
Neikvæðar athugasemdir í garð
hælisleitenda og mótmælenda
hrannast upp í hundraðatali við
færslur alþingismanna og annarra
áhrifamanna á samfélagsmiðlum
sem beina gagnrýni ýmist að
borgaryfirvöldum, forsætisnefnd
Alþingis eða lögreglu. Er það ekki
síst meintur sóðaskapur og vanvirð-
ing við styttuna af Jóni Sigurðssyni
sem rennur mönnum til rifja.
Meðal þeirra sem kvatt hafa
sér hljóðs í umræðunni eru Björn
Bjarnason, fyrrverandi dómsmála-
ráðherra, Helgi Magnús Gunnars-
son vararíkissaksóknari, Hannes
Hólmsteinn Gissurarson, prófessor
í stjórnmálafræði, Ólafur Ísleifsson,
þingmaður Miðf lokksins, og Páll
Magnússon, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins.
„Það er mjög ógeðfellt þetta sóða-
skapstal því það er líka svo ósann-
gjarnt af því þau hafa bara gengið
mjög vel um, ég hef tekið sérstak-
lega eftir því enda geng ég dag-
lega þarna um og þetta er bara
ósatt,“ segir Guðmundur
Andri og bætir við: „Þetta er
með prúðmannlegustu
mótmælum sem ég
man eftir.
Aðspurður
s e g i r G u ð -
mu n d u r a ð
h a n n h a f i
ekki vitað af
u m r æ ð u m
á Facebook-
s í ð u P á l s
Magnússonar
um mótmælin
á Austurvelli, en
Páll er formaður
a l l s h e r j a r - o g
m e n n t a m á l a -
nefndar.
„Páll mun vænt-
anlega stýra þess-
Lögreglan á fund þingnefndar
vegna harðræðis á Austurvelli
Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda.
Neikvæð umræða á Vesturlöndum um innflytjendur nær valdamiðjunni en áður, segir sérfræðingur.
Um áhrif stjórnmálafólks á innflytjendaumræðu
Fréttablaðið spurði Eirík
Bergmann, prófessor
í stjórnmálafræði,
um þróun inn-
flytjendaumræðu
á Vesturlöndum
á undanförnum
áratugum og áhrif
stjórnmálafólks á
umræðuna.
„Framan af héldu
allflestir stjórnmála-
menn, þvert yfir ásinn
frá hægri til vinstri, fram þeim
sjónarmiðum að mikilvægt væri
að vestræn lýðræðisríki væru
opin, byðu fólk velkomið og
mikilvægt væri að virða mann-
réttindi.
Alla tíð hefur samt lifað
á jaðrinum mun fjand-
samlegri umræða í garð
innflytjenda. Það hefur
síðan smám saman verið
að gerast að sú fjand-
samlega umræða
sem haldið var úti
á jaðrinum hefur
verið að færast
inn í meginstraum stjórn-
málanna. Stjórnmála-
öfl sem hafa haldið
úti miklu harðari
afstöðu í garð að-
komufólks heldur
en áður var talið
ásættanlegt, hafa
fengið miklu meiri
stuðning.
Nú er svo komið
að það eru fjölmargir
sem tala í andstöðu við
innflytjendur frá sjálfri valda-
miðjunni. Þetta eru ekki lengur
útskúfaðar raddir frá jaðri stjórn-
málanna og það hefur allt annars
konar áhrif á það hvernig um-
ræðunni er tekið. Þegar valdafólk
og þeir sem litið er upp til í sam-
félaginu halda úti slíkri umræðu,
er miklu lægri þröskuldur fyrir
fólk til að fylgja slíkum sjónar-
miðum heldur en áður var. Það er
hins vegar ekkert séríslenskt við
þessa umræðu og ef eitthvað er
þá er hún mun seinni á ferðinni
hér á landi heldur en víða annars
staðar.“
l Þetta eru múslímskir hermenn :
skríll sem á og hefur engan rétt
til að mótmæla einu eða neinu.
Þeir koma hingað til að fá betra
líf en eiga engan rétt á því hér
og ætti að losa okkur strax við
þennan hættulega skríl !
l Auðvitað á að vìsa þessu liði ùr
landi. Þessi linkind i byrjun þess-
arar þròunar er stòrhættuleg.
Þeir komast upp með þetta og
það býður upp á meira. Hvenær
byrja þeir að kveikja ì, ì mòt-
mælaskyni og eyðileggja.
Þetta land er STJÒRNLAUST!
l Innrásarherinn var að deyja úr
kulda. Og því fóru þeir upp á
ásbrú að hita upp á sér rass-
götinn. Sjáist þeir meir á Austur
velli, verð ég fyrsti maður til
aðgerða.
l Burt með þetta fólk.....senda
það með næstu flugvél.....
þangað sem það kom.....svei og
skömm hvernig er farið með
Austurvöll , vanþakklæti og
skömm....virðir ekki það sem við
höfum byggt upp.....svei þeim
l Burt með allt þetta fólk, vel
meint.
l Vísa þessu fólki ur landi
l Þetta er hrein árás á þjóð-
ernistilfinningar Íslendinga og
á landið.
l Þetta eru örfáir hælisleitendur
sem koma þarf úr landi hið
fyrsta.
l Burtu með þetta pakk og það í
gær.
l Burtu með þennan skríl
l Elsku folk, Ekki vera fasistar.
Þrír voru handteknir í mótmælum við Alþingishúsið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
um fundi eins
og ö ðr u m
f u n d u m
n e f n d a r -
innar,“ segir
G u ð m u n d u r
um fyrirhugaðan
fund nefndarinnar
með lög reglu nni.
„Hins vegar munum
við væntanlega leiða
f u nd i n n , s py r j a
spurninga og reifa málið. Svo
standa þau fyrir máli sínu,“ segir
Guðmundur og vísar til þeirra þing-
manna sem óskuðu eftir fundi með
lögreglunni. Hann segir að búast
megi við að málið verði rætt vítt
og breitt á fundinum enda sjái ekki
fyrir endann á atburðarásinni. Þrír
voru handteknir vegna mótmæla
við þinghúsið í gær og þá þurfi einn-
ig að ræða orðræðuna á samfélags-
miðlum. adalheidur@frettabladid.is
✿ Dæmi um athugasemdir
á við færslur áhrifafólks
HEILBRIGÐISMÁL Ef ekki greinist
nýtt tilfelli mislinga á landinu fyrir
26. mars eru yfirgnæfandi líkur á að
mislingafaraldurinn hafi stöðvast.
Þetta segir Þórólfur Guðnason, sótt-
varnalæknir hjá Landlækni.
Þórólfur fundaði í gær með
umdæmis- og svæðislæknum sótt-
varna. Þar kom fram að ekki hefðu
greinst ný tilfelli mislinga.
„Samtals 66 einstaklingar eru í
heimasóttkví á landinu en eins og
áður hefur komið fram er heildar-
fjöldi staðfestra tilfella fimm og
eitt vafatilfelli. Hvert tilfelli hefur
því áhrif á marga aðila í nánasta
umhverfi. Í heimasóttkví felst að
þeir einstaklingar sem hafa komist
í tæri við sýktan einstakling skulu
halda sig heima frá degi sex eftir
að þeir komust í tæri við hann og
fram að 21. degi,“ segir Þórólfur á
vef Landlæknis. – smj
Á sjöunda tug
í heimasóttkví
Theresa May. NORDICPHOTOS/AFP
Brexit gæti tafist
um allt að tvö ár
BRETLAND Útganga Bretlands úr
Evrópusambandinu gæti frestast
um allt að tvö ár. Þetta hafði BBC
eftir ónefndum heimildarmanni úr
ríkisstjórn Theresu May. Forsætis-
ráðherrann skrifaði í gær hið form-
lega bréf til Evrópusambandsins þar
sem farið var fram á að útgöngudegi
yrði frestað frá 29. mars þar til 30.
júní eða lengur.
Þetta gerði May eftir að breska
þingið hafnaði samningi hennar
öðru sinni, hafnaði jafnframt samn-
ingslausri útgöngu og fól henni þess í
stað að fara fram á frestun. Leiðtoga-
ráð ESB þarf nú að taka afstöðu til
beiðninnar og tíminn er af skornum
skammti. Michel Barnier, sem leiðir
samninganefnd ESB, sagði í gær að
sambandið myndi ekki samþykkja
beiðnina nema Bretar sýndu fram á
raunverulega áætlun um hvað þeir
hygðust gera við tímann sem fengist
til viðbótar. – þea
Bretar áttu upphaflega
að ganga úr ESB þann
29. mars en vilja nú fá frest.
Þórólfur
Guðnason
sóttvarnalæknir.
STJÓRNSÝSLA Fjármála- og efna-
hagsráðuneytið hefur afhent Frétta-
blaðinu afrit af fundargerðum kjara-
ráðs 2015 til 2018. Upplýsingar um
hverra laun ráðið hækkaði á laun
árið 2011 fást ekki afhentar að sinni.
Frá því í nóvember 2017 hefur
Fréttablaðið reynt að fá afrit af fund-
argerðum ráðsins fyrir árin 2013-18.
Hefur blaðið í tvígang kærta afstöðu
kjararáðs og FJR til úrskurðarnefnd-
ar um upplýsingamál (ÚNU). Í fyrra
skiptið þar sem kjararáð taldi sig
ekki stjórnvald, heldur lögbundinn
gerðardóm, og heyrði þar með ekki
upplýsingalögin en hið síðara þar
sem FJR sagðist ekki hafa gögnin
í sinni vörslu. Í bæði skiptin gerði
ÚNU stjórnvöldin afturrek.
„Samkvæmt áætlun ráðuneytis-
ins hafa farið í það minnsta 40
vinnustundir í vinnu við yfirferð
og eftir atvikum brottfellingu upp-
lýsinga í fundargerðum kjararáðs.
Að mati ráðuneytisins myndi sá
tími sem það útheimti að verða að
fullu við upplýsingabeiðninni hafa
slík áhrif á lögbundin störf ráðu-
neytisins að ráðuneytinu sé það
ekki fært. Beiðninni er því synjað
að því er varðar fundargerðir eldri
en frá 2015,“ segir í svari FJR.
Beiðni um afrit bréfa varðandi
launungarlaunahækkanir árið 2011,
var hafnað. Ekki þótt nægjanlega
tilgreint hvaða bréf um ræddi. Taka
má fram að hvorki kjararáð né FJR
hafa gefið upplýsingar um hverjir
hækkuðu og hverjir ekki. – jóe
Neita að afhenda fundargerðir kjararáðs frá því fyrir árið 2015
Kjararáð var til húsa í Skuggasundi 3 uns það var aflagt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
2 0 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
0
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
9
9
-1
B
B
C
2
2
9
9
-1
A
8
0
2
2
9
9
-1
9
4
4
2
2
9
9
-1
8
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K