Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2019, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 20.03.2019, Qupperneq 18
Stjórnendur Haga hafa að undanförnu leitað leiða til að styrkja grunnstoðir félagsins, en á sama tíma að efla og auka umsvif fyrir-tækisins. Meðal skrefa sem hafa verið stigin er sameining við hinn rótgróna eldsneytissala Olís. Við það jókst veltan um 40 prósent. Sóknin kemur í kjölfar tímabils sem varið var í að „þétta reksturinn“ í takt við breytt rekstrarumhverfi svo gripið sé til orðalags Finns Árna- sonar forstjóra. Samstæðan lokaði um 25 þúsund verslunarfermetrum, þar á meðal fataverslunum og hluta af verslunarrými Hagkaups, á síð- ustu fimm árum. Annað skref sem var stigið var að kaupa Lyfju, en Samkeppniseftirlitið meinaði Högum að kaupa keðjuna sumarið 2017. Nú hafa stjórnendur Haga komið með krók á móti bragði. Gengið var frá kaupum á 90 prósenta hlut í Reykjavíkur Apóteki sem í samanburði við Lyfju og Haga er lítill rekstur. Hvað vakir fyrir ykkur með kaup- unum? „Það hefur komið fram að við höfum áhuga á þessum markaði. Hann er áhugaverður, er vaxandi og fellur vel að okkar rekstri. Við sýndum það í verki með því að skrifa undir kaupsamning á Lyfju. Við lögðum umtalsvert á okkur til að kaupin næðu fram að ganga en Samkeppniseftirlitið lagðist gegn þeim, fyrst og fremst vegna skör- unar á snyrtivörumarkaði, en Sam- keppniseftirlitið taldi Fríhöfnina ekki á sama markaði og innlendir snyrtivörusalar. Því erum við ósam- mála. En við hættum ekki að hugsa um þennan markað. Hann hentar okkar starfsemi vel. Hagar geta rekið apótek á hagkvæman máta og boðið viðskiptavinum viðbótarþjónustu á góðu verði. Nú fara kaupin á Reykjavíkur Apóteki sína leið hjá Samkeppnis- eftirlitinu. Ég er bjartsýnn á farsæla niðurstöðu. Í þessu tilviki er einung- is um eitt apótek að ræða við Seljaveg á meðan Lyfja er stærsta lyfjakeðja landsins.“ Opna fleiri apótek Hver er hug myndin með kaup- unum, hvort er stefnt að því kaupa f leiri minni apótek eða opna ný á eigin spýtur? „Við horfum til þess að byggja á grunni þessa fyrirtækis og opna nýjar verslanir. Það eru ákveðnar staðsetningar til skoðunar. Um leið og kaupin verða samþykkt liggur fyrir hvar fyrsta apótekið verður opnað. Það er ekki horft til þess að reka apótek á hverju horni heldur að byggja upp fyrirtækið af skyn- semi og yfirvegun.“ Er stefnt að því að nota vöru- merkið Reykjavíkur Apótek eða munið þið sækja fram undir öðru merki? „Við teljum vörumerkið Reykja- víkur Apótek mjög sterkt og vel til þess fallið að byggja á.“ Hvernig horfa samskiptin við Samkeppniseftirlitið við þér varð- andi kaupin á Lyfju? „Aðilar voru ósammala um nið- urstöðu og nálgun. Þar bar einfald- lega mikið í milli. Við töldum kaup- in eðlileg og hefðum getað boðið neytendum betri valkosti með því að koma að þessum rekstri. Sam- keppniseftirlitið var á öðru máli. Ég hef ekki meira um málið að segja, enda viljum við frekar horfa fram á veginn og einbeita okkur að þeim fjölmörgu tækifærum sem við stöndum frammi fyrir.“ Samke ppni sef t irlit ið virði st ekki skynja mikilvægi stærðarhag- kvæmni fyrir neytendur? „Nei. Þeir skilgreina markaði á sinn hátt, auk þess með þeim hætti að það endurspeglar ekki breytta tíma þar sem fólk ferðast í meira mæli en áður og getur verslað á netinu. Hægt er að opna tölvu og hafa heiminn fyrir framan sig.“ Önnur hver flík keypt erlendis Er það ástæðan fyrir því að Hag- kaup mun draga enn frekar úr sölu á fatnaði? „Fyrir árið 2008 má segja að um 20 prósent af fatamarkaðnum hafi verið fatakaup Íslendinga í ferða- lögum erlendis. Nú er svo komið að önnur hver f lík er keypt erlendis. Aukin ferðalög og netverslun hefur gert það að verkum að markaður- inn hefur dregist saman. Það endurspeglast ágætlega í því að eftirspurnin eftir því að opna fata- verslun í Kringlunni og í Smára- lind er mun minni en áður. Fyrir 15 árum var löng röð af þeim sem höfðu hug á að reka fataverslun í verslunarmiðstöðvunum. Sú röð er horfin. Verð á fatnaði hefur farið lækk- andi á undanförnum árum. Ég reikna með að verðlag Zöru, sem við rekum hér á landi, hafi lækkað um 30 prósent á fimm árum. Styrk- ing krónu á tímabilinu spilar inn í en félagið ákvað að bjóða upp á lægra verð, sem var skilað til við- skiptavina. Þrátt fyrir að verð hafi lækkað er aukin ásókn í aðra val- Erfið staða á meðan beðið er eftir SKE Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að vinnan með Samkeppniseftirlitinu vegna sameiningar við Olís hafi tekið fimmtán mánuði. Hagar vinna að skipulagi á reit í Breiðholti með allt að 400 íbúðum. Önnur hver flík er keypt erlendis. Fjárfestar sýna Útilífi áhuga. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að fyrir 15 árum hafi verið löng röð af þeim sem vildu opna fataverslun í Kringlunni og Smáralind. Nú sé röðin horfin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is 2 0 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN 2 0 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 9 -2 5 9 C 2 2 9 9 -2 4 6 0 2 2 9 9 -2 3 2 4 2 2 9 9 -2 1 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.