Fréttablaðið - 20.03.2019, Side 22
Dúmbó
og öll hin
dýrin
Vinsælt er að gera kvikmyndir um
dýr. Sum geta talað á meðan önnur
drýgja hetjudáðir. Fíllinn Dúmbó
birtist í lok mars og sjálfur Konungur
ljónanna, Simbi, kíkir í bíó í sumar og
því um að gera að rifja upp nokkrar
stórgóðar dýramyndir.
Finding Nemo (2003). Myndin sem varð til þess að öll börn vildu fá sér
trúðafisk þrátt fyrir að myndin fjallaði einmitt um að Nemó væri tekinn frá
heimkynnum sínum.
Jaws (1975).
Hákarlinn
ógurlegi birtist
heiminum á
hvíta tjaldinu
og varð til þess
að allir óttuðust
hákarla og gera
nánast enn.
The Birds
(1963)
Það er vin-
sælt að henda
dýrum inn í
hrollvekjur eins
og Stephen
King gerði svo
oft. Fuglamynd
Hitchcocks
gerði marga
hrædda við
óvænta hegðun
fugla.
The Black Stallion (1979). Ó, þvílík
klassík. Fagri Blakkur er fallegasti
hestur sem riðið hefur á þessari
jörð og hefur verið mörgum inn-
blástur í alls kyns listsköpun enda
magnað ævintýri.
Bambi (1942). Hér eru orð óþörf.
Endirinn sem breytti mannkyninu –
svona nánast.
Free Willy (1993). Íslenska kvikmyndastjarnan Keikó skein þarna skært og
endirinn þegar hann flýr út í villta náttúru fær jafnvel hörðustu menn til að
háskæla. Stórkostleg mynd.
Framleiðsluferli Platinum-hundafóðursins er einstakt.„Kjötið eru hakkað og hitað
varlega í eigin soði upp að 95°C. Þá
er það látið kólna í soðinu og víta-
mínum, olíu og fitu bætt við eftir
á við stofuhita. Með því móti er
hægt að ábyrgjast hámarksnýtingu
næringarefna og að hundurinn
fái fóður sem er líkast því sem
hann fengi úti í villtri náttúrunni,“
útskýrir Sigrún Valdimarsdóttir,
eigandi Platinum Pro ehf. sem
flytur inn þýskt hágæða hunda-
fóður frá Platinum.
Platinum-hundafóðrið er fyrir
alla hunda. Það er sérstaklega fram-
leitt til að fullnægja næringarþörf
hunda og dýralæknar um veröld
víða mæla heilshugar með því.
„Fóðrið er þurrkað og varfærnis-
lega umlukið stofuhita svo hið
frábæra bragð og prótíninnihald
varðveitist vel. Í fóðrinu eru engin
aukefni, allt hráefni er náttúrulegt
og er K1-vítamíni bætt við,“ upp-
lýsir Sigrún.
Platinum-hundafóðrið er ein-
göngu matreitt úr kjöti sem er
ætlað til manneldis.
„Hundafóður er yfirleitt búið
til úr hátt í 70 prósent korni og
litlu magni af kjötmjöli. Fram-
leiðsluferli venjulegs þurrfóðurs
krefst hás þrýstings og hita upp
að 140°C, en það veldur skaða á
prótínum og kolvetnum, nátt-
úruleg gæði minnka og meltingin
verður erfiðari,“ útskýrir Sigrún og
vegna framleiðsluferlis á venjulegu
hundaþurrfóðri verða bitarnir
þaktir sterkju.
„Bitarnir dvelja þá lengi í
maganum eða þar til sterkjan
brotnar loks niður. Það hefur áhrif
á meltingarferlið og eykur líkur
á uppblásnum maga. Þess vegna
hentar Platinum vel fyrir hunda
sem eru með ofnæmi þar sem í
fóðrið er hvorki notað erfðabreytt
korn né erfðabreytt hrísgrjón.“
Djúsí bitar úr alvöru kjöti
Hundafóðrið frá Platinum hefur
slegið í gegn hjá íslenskum hunda-
eigendum sem og hundunum
sjálfum.
„Hundarnir elska Platinum enda
er hver máltíð veisla með djúsí
bitum úr fjölbreyttum réttum
sem matreiddir eru úr náttúru-
legu, hágæða hráefni. Hundar eru
kjötætur og vitaskuld er langbest
að fóðra þá á hráu kjöti en Platinum
er án efa næstbesti kosturinn á eftir
hráfóðri,“ segir Sigrún.
Platinum hentar líka sérstaklega
vel matvöndum hundum, þeim sem
eru með viðkvæman maga og/eða
þjást af húð- og feldvandamálum.
„Með Platinum verður meltingin
hraðari, fóðrið fer hratt í gegnum
magann og niður í þarmana þar
sem upptaka næringarefnanna
á sér stað. Það er líka óneitanlega
góður kostur hvað hundakúkurinn
verður fastur og vel mótaður af
Platinum-hundafóðrinu og auðvelt
að hirða upp eftir þá,“ segir Sigrún.
Fjölbreyttur matseðill
Platinum-hundafóðrið er einstakt
þegar kemur að ferskleika og nátt-
úrulegu hráefni.
„Í þurrfóðrinu bjóðum við upp
á kjúkling, lamb og hrísgrjón,
Iberico-grísakjöt og í apríl bætist
við dýrindis nautakjöt. Iberico-
fóðrið er glútenfrítt fyrir hunda
sem eru með glútenóþol. Platinum
er líka með hvolpafóður framleitt
úr kjúklingi, sem og næringarríkt
hundanammi í stöngum og litlum
bitum sem enginn hundur fær
staðist,“ segir Sigrún.
Í Platinum-blautfóðri er kjöthlut-
fallið enn hærra, eða 83 prósent.
„Þegar maður opnar fernu af
blautmat ilmar maturinn eins og
paté. Við erum með sjö bragð-
tegundir af úrvals og gómsætum
kjöt- og fiskréttum og er hægt
að fá blautmatinn ýmist í 375 g
fernum eða 4x100 g dollum,“ segir
Sigrún.
Platinum-hundafóðrinu er
pakkað í 1,5 eða 5 kílóa ál- eða
plastpakkningar sem varðveita ilm
og bragð vel, ásamt því að halda
fóðrinu fersku.
„Fóðrinu er pakkað strax eftir
framleiðslu en ekki safnað saman
í síló. Það kemur í veg fyrir að
maurar eða önnur skordýr komist í
fóðrið,“ upplýsir Sigrún.
Burt með tannsteininn
Tannheilsa hunda er í öndvegi hjá
Platinum Pro sem býður upp á
náttúrulegt tannhreinsiefni til að
fjarlægja tannstein.
„Tannsteinn er vandamál hjá
hundum, ekki síst smáhundum
þar sem mataragnir festast á milli
tannanna og geta valdið tannsteini
og fleiri kvillum út frá lélegri tann-
hirðu,“ útskýrir Sigrún sem býður
upp á tannsprey og tanngel fyrir
hunda.
„Sumir hundar eru hræddir við
spreyið og þá hægt að nudda geli á
tennur þeirra og gefa þeim hvorki
að éta né drekka í hálftíma áður og
á eftir. Hægt er að fyrirbyggja tann-
stein með reglulegri tannhreinsun
en til að vinna á tannsteini er
tannhreinsiefni notað kvölds og
morgna í nokkrar vikur, eða þar til
tannsteinninn er horfinn.“
Platinum fóðrið fæst á platinum.is,
í Dekurdýrum á Dalvegi 18 í
Kópavogi og hjá Dýralækna-
stofu Suðurnesja á Fitjabakka 1b í
Reykjanesbæ. Frí heimsending og
sama verð um land allt. 100 pró-
sent endurgreiðsla innan 100 daga
ef hundinum líkar ekki við fóðrið
eða það stenst ekki væntingar
kaupandans. Hægt er að fá fríar
prufur. Sími 8626969. Netfang:
platinum@platinum.is
Veisla fyrir hamingjusama hunda
Platinum-hundafóðrið líkir eftir næringarþörf úlfa sem lifa í villtri náttúru og er eina hundafóðrið
sem inniheldur 70 prósent ferskt kjöt. Hver einasta máltíð er gómsæt, holl og saðsöm.
Sigrún Valdi-
marsdóttir
segir hunda
elska hunda-
matinn frá
Platinum.
MYND/ERNIR
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . M A R S 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R
2
0
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
9
9
-0
C
E
C
2
2
9
9
-0
B
B
0
2
2
9
9
-0
A
7
4
2
2
9
9
-0
9
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K