Fréttablaðið - 20.03.2019, Side 26

Fréttablaðið - 20.03.2019, Side 26
Loftunarkerfið er tæknibúnaður sem bætir vatnsgæði til muna í allri kvínni. Andromeda Group, sem er eitt af leiðandi fyrirtækjum í fiskeldi á Miðjarðarhafs- svæðinu, fjárfesti nýlega í loft- unarkerfi frá Vaka Pentair fyrir eina af stærstu fiskeldisstöðvum sínum á Spáni. Þetta kerfi mun verða stærsta loftunarkerfi á einni stöð í heiminum í dag segir Júlíus B. Bjarnason, sölustjóri Evrópu hjá Vaka Pentair. „Loftunarkerfið er tæknibúnaður sem bætir vatns- gæði til muna í allri kvínni. Með auknum vatnsgæðum dreifist fiskurinn mun betur og um leið eykst matarlystin. Fyrir vikið getur kerfi aukið vaxtarhraðann til muna, ásamt mörgum öðrum kostum.“ Það sem aðgreinir loftunarkerfi Vaka Pentair frá öðrum, að sögn Júlíusar, er að hægt er að stjórna hverri kví fyrir sig á auðveldan og skilvirkan hátt, auk þess sem loftblásararnir í hverri kví eru sér- hannaðir til að þrýsta upp vatni. „Búnaðurinn okkar hefur vakið talsverða athygli víðsvegar um heim og hafa fyrirtæki á nokkrum stærstu mörkuðum í laxeldi fjár- fest í búnaði okkar. Við erum með kerfi í notkun í t.d. Noregi, Skot- landi, Kanada og nú fyrir Sea Bass og Sea Bream á Spáni.“ Leysir ólík vandamál Ástæður fyrir loftun í sjókví geta verið margar að sögn Júlíusar, en þær helstu eru að taka ferskan sjó neðarlega og þrýsta honum upp til að fá jafnara súrefnis- ástand í allri kvínni. „Í Kanada var kerfið upphaflega notað til að þrýsta óæskilegum þara og svifi úr sjókvíum sem eru eitraðir og voru að drepa fiskinn. Kerfið virkaði það vel að dauðsföll urðu nánast engin. Að auki varð mun betra súrefnisástand jafnt yfir alla kví þannig laxinn óx 20% hraðar. Á Spáni eru allt aðrar aðstæður en á vorin og yfir sumartímann er mikill hitamunur ofarlega og neðarlega í kvíum. Því pakkast allur fiskur neðar í það ástand sem er best. Þar er kerfið hugsað til að þrýsta kaldari sjó frá botni upp á yfirborð. Með því skapast mun jafnara ástand sem skilar sér í betri nýtingu ásamt hraðari vexti.“ Í Noregi, Skotlandi og Íslandi eru aðstæður svipaðar segir hann en þó ólík vandamál. „Í Noregi hefur borið nokkuð á lús í sumum sjókvíum og þar notast menn við lúsatjöld sem loka innflæði á sjó í gegnum netin allt niður á sjö metra dýpi. Við það skapast verri sjógæði efst í kvínni og fer fiskur því neðar í ákjósanlegri aðstæður. Þá eykst þéttleiki mikið í allri kvínni sem er mikill ókostur. Norsk fyrirtæki hafa því leitað til okkar í nokkrum mæli til að koma fyrir loftun þar sem þeir eru að nota lúsatjöld. Niðurstöðurnar eru þær að um leið og kveikt er á loftun færir fiskur sig aftur upp, þar sem sjó- gæði eru orðin mun betri og þétt- leiki minnkar ásamt því að skila meiri matarlyst og hraðari vexti.“ Leiðandi á heimsvísu Fyrir um tveimur árum var Vaki keypt af bandaríska stórfyrir- tækinu Pentair sem sérhæfir sig í vatnslausnum eins og vatnsdælum og hreinsunarbúnaði. Undanfarin ár hefur Vaki hins vegar verið eitt af leiðandi fyrirtækjum í eldis- lausnum á heimsvísu, t.d. á búnaði eins og fiskiteljurum, flokkurum og fiskidælum. „Í sameiningu sáum við gott tækifæri í að sam- hæfa margar af lausnum okkar og er loftunarkerfið t.d. ein þeirra. Kerfið hefur verið í þróun í nokkur ár en síðastliðin tvö ár höfum við samhæft tækni og hefur stór hópur verkfræðinga komið að þróun ásamt fjölmörgum fiskeldis- fyrirtækjum. Í dag erum við með fullbúið kerfi sem er það besta sem völ er á til að lofta sjókvíar.“ Hann segir viðtökurnar hafa verið ótrú- legar. „Fjölmörg fyrirtæki í fjórum löndum eru komin með kerfið auk þess sem við erum í viðræðum við fjölda sjóeldisfyrirtækja. Útlitið er bjart fyrir greinina, vöxtur hefur verið mikill og sjáum við það kannski best hér á landi hvað fiskeldi hefur vaxið. Ekki aðeins í fisk-tonnum heldur einnig í þekk- ingu og tækjabúnaði.“ Vaki Pentair mun taka þátt í ráðstefnunni Strandbúnaður á Grand hóteli Reykjavík en þar mun Magnús Ásgeirsson, sölu- stjóri á Íslandi, halda fyrirlestur um loftun í sjókvíum. Vakið athygli víða um heim Leiðandi fyrirtæki í fiskeldi á Miðjarðarhafssvæðinu fjárfesti nýlega í loftunarkerfi frá Vaka Pentair fyrir eina stóra fiskeldisstöð sína. Kerfið bætir vatnsgæði til muna í allri kvínni. “Búnaðurinn okkar hefur vakið talsverða athygli víðsvegar um heim,” segir Júlíus B. Bjarnason, sölustjóri Evrópu hjá Vaka Pentair. MYND/ERNIR Í kynningarbæklingi fyrir komandi ráðstefnu kemur fram að Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða. Hugmyndin með stofnun Strandbúnaðar er að ná saman á einum stað þversniði af greininni til að vinna að framförum og sókn. Innan þessa hóps eru þeir sem starfa við þörungarækt, skeldýra- rækt, seiðaeldi, matfiskeldi, sölu og markaðssetningu, fóðurfram- leiðendur, tækjaframleiðendur og aðrir þjónustuaðilar, rannsókna- stofnanir, menntastofnanir, ráðu- neyti og stofnanir þeirra. Strandbúnaður ehf. mun halda ráðstefnu í mars á hverju ári þar sem fjallað er um mikilvæg við- fangsefni á sviði fiskeldis, skeldýra- og þörungaræktar. Eru bundnar vonir við að ráðstefnan verði uppspretta hugmynda og hvatning til góðra verka. Í tengslum við ráðstefnu er gert ráð fyrir að halda aðalfundi samtaka, námskeið, kynningafundi og fá þannig fjölda manns innan greinarinnar á Strandbúnaðarvikuna. Við val á stjórn félagsins er leitast við að hún endurspegli sem best starfsemi strandbúnaðar. Einn fulltrúi er frá þjónustufyrir- tækjum, einn frá opinberum aðila, tveir frá fiskeldisfyrirtækjum, einn frá skeldýrarækt og einn frá þörungaræktendum. Enginn situr samfellt lengur en tvö ár í stjórn Strandbúnaðar. Það er gert til að tryggja að sjónarmið sem flestra innan greinarinnar nái fram og stöðugt komi inn aðilar með nýjar hugmyndir og tengingar. Á aðalfundi Strandbúnaðar þann 20. mars verða nýir aðilar kosnir í stjórn vettvangsins. Stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun Tilgangur með stofnun Strandbúnaðar ehf. er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um strandbúnað og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnu- mótun greinarinnar. Félagið er ekki hagsmunasamtök einstakra hópa og vinnur ekki að hagsmunagæslu. Strandbúnaður ehf. mun halda ráðstefnu í mars á hverju ári þar sem fjallað er um mikilvæg viðfangsefni á sviði fiskeldis, skeldýra- og þörungaræktar. Grand Hótel Reykjavík 21.-22. mars Skráning fer fram á www.strandbunadur.is Fimmtudagurinn 21. mars Föstudagurinn 22. mars Heiti málstofa og námskeiðs: • Umhverfis- og öryggismál í sjókvíaeldi • Þróun í fiskeldi • Framfarir í laxeldi • Þörungarækt á Íslandi – Tækifæri í framtíðinni eða iðnaður dagsins í dag? • Salmon Farming in the North Atlantic • Algae Culture Extension Short-course Heiti málstofa: • Meginstraumar í strandbúnaði: Tækifæri til vaxtar • Vinnsla, flutningur og markaðssetning eldisfisks • Áskoranir og tækifæri í skeldýrarækt á Ísland • Tækniþróun – Landeldi • Tækniþróun – Hafeldi Stærsti árlegi vettvangur allra sem starfa í strandbúnaði Afhending gagna 09:00 www.strandbunadur.is 4 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . M A R S 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RÍSLENSKUR STRANDBÚNAÐUR 2 0 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 9 8 -F E 1 C 2 2 9 8 -F C E 0 2 2 9 8 -F B A 4 2 2 9 8 -F A 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.