Fréttablaðið - 20.03.2019, Síða 33

Fréttablaðið - 20.03.2019, Síða 33
Ef þú fyllir rútuna af hæfileikaríku fólki þá þarftu ekki alltaf að vera með fyrirfram ákveð- inn endapunkt. Þið lendið á góðum stað og leiðin þangað verður skemmtileg. Ingvi Jökull Logason, framkvæmda- stjóri H:N Markaðssamskipta Ingvi Jökull Logason er fram­kvæmdastjóri H:N Markaðs­samskipta sem á nær 30 ára rekstrarsögu að baki. Stofan hreppti á dögunum Áruna, árangursverðlaun ÍMARK, í sjöunda skipti af þeim ellefu sem hún hefur verið veitt. Ingvi segir mikla grósku í mörgum þáttum markaðssamskipta og tækifærin séu á hverju strái. Hvernig er morgunrútínan þín? Algerlega ófyrirsjáanleg. Engir tveir dagar eru eins. Hvort sem það tengist börnunum og áhugamálum þeirra eða vinnunni og þeim áskor­ unum sem þarf að mæta þar þá get ég aldrei gengið að því vísu að eiga tvo samfellda daga eins. Byrja þó ávallt á að fagna því að vakna þann morguninn. Hver eru þín helstu áhugamál? Mér finnst skemmtilegast að prófa hluti – reyna eitthvað sem ég ekki kann og jafnvel get ekkert í. Mig langar að horfa á sjálfan mig sem ævintýrabarn sem er alltaf til í allt – þó raunveruleikinn sé örugg­ lega ekki eins djarfur og sögurnar sem ég segi. Ég er til í að prófa flest. Það er þó öllu oftar að ég er að gera þetta klassíska, fylgja íþróttum barnanna, skíði, boltaíþróttir (horfa meira en spila núorðið), mótorhjól, rækt og eitthvað voða­ lega miðaldra strákalegt milli þess sem dóttir mín passar að ég hafi kvenlega tengingu með áhuga­ málum sínum. Hvaða bók ertu að lesa eða last síðast? Bókin sem ég er að lesa núna er sú bók sem ég hef oftast lesið um ævina. Advertising Principles and Pract­ ice 11th Editition. Ég er í ritstjórn þessarar bókar sem er mest kennda kennslubók í auglýsingafræðum í Bandaríkjunum. H:N Markaðssam­ skipti hafa verið með „case study“ um áhrifaríkar auglýsingar í síðustu sex útgáfum og ég hef verið ráðgef­ andi um innihald og uppfærslur. Hvers konar stjórnunarhætti hef- urðu tileinkað þér og hvers vegna? Ég sæki í frekar f latt skipulag á mínum fyrirtækjum, frekar þunna yfirstjórn og vinna frekar með sjálf­ stæðu fólki sem getur tekið af skarið og lagt til hluti sem hægt er að sam­ þykkja eða koma með ábendingar um betrumbætur. Nálguninni mætti lýsa svo: Ef þú fyllir rútuna af hæfileikaríku fólki þá þarftu ekki alltaf að vera með fyrirfram ákveðinn endapunkt. Þið lendið á góðum stað og leiðin þangað verð­ ur skemmtileg. Ég get ekki sagt að þetta sé stjórnunarháttur sem yrði kenndur í skólabók og eflaust ekki hægt að kenna, en hann hentar mér mjög vel og ég beiti honum í flestum fyrirtækja minna. Hver hefur verið helsta áskorun H:N síðustu misseri? Stækkun og metnaður fyrir að gera eitthvað nýtt. H:N hefur verið að stækka og klárlega er stækkun áskorun. En við á H:N skoruðum líka á sjálf okkur að gera eitthvað nýtt og ákváðum að ráðast í upp­ byggingu á sýningu sem nýtir nýjustu tækni til að segja frá Sturl­ ungatímabilinu, sýningin 1238 The Battle of Iceland er afraksturinn. Þar erum við að nýta sýndarveru­ leika, AR og VR, til að sýna og segja frá menningar­ og sögulegum við­ burði. Ótrúlega spennandi verkefni og hefur verið mikil áskorun að vinna alla fasa þess frá fjármögnun upp í framkvæmd. Hver er helsta áskorunin fram undan? Að miðla stærð þekkingarinnar. H:N hefur að hluta til siglt svolítið undir radar síðastliðin ár. Rekstur hefur verið góður og við höfum verið með verkefni sem krefjast mjög stórrar þekkingar en ekki þurft mikinn mannskap til að mæta þeim verkefnum þar sem við höfum haft mjög fjölþætta þekk­ ingu uppsafnaða í fáum hausum. Samhliða stækkuninni sem við erum að ganga í gegnum núna er mikilvægt að ná að miðla því sem við kunnum, þekkjum og getum. Við erum árangursauglýsinga­ stofa – sú auglýsingastofa sem oftast hefur unnið verðlaun fyrir árangursríkustu auglýsingaher­ ferðir á Íslandi. Eru breytingar eða ný tækifæri fram undan á þessum markaði? Auglýsingastofur hafa alltaf haft tækifæri til að vera mótandi og velja sér hvaða öldur þær vilja brima. Það er mikil gróska í svo mörgum þáttum markaðssam­ skipta að ég sé tækifæri á hverju strái. Hvert og eitt þeirra er nóg til að reka fyrirtæki eða bæta vel við núverandi. Ég sé það sem jákvætt enda tel ég að íslenskar stofur þurfi fjölbreytileika til að lifa af sökum stærðar markaðarins. Það er samt ekki nauðsynlegt að allir geri það sama eða nálgist markaðinn eins. Samsetning rútunnar okkar á H:N í dag er þess valdandi að við erum að snerta á fjölbreyttum tækifærum en horfum mest á tækninýjungar í blönduðum raunveruleika því sú tækni mun, til að vitna í Tim Cook hjá Apple, „mun breyta öllu“. Blandaður veruleiki mun breyta öllu Nám: Markaðssamskiptafræðingur frá University of West Florida. Störf: Framkvæmdastjóri H:N Markaðs- samskipta, stjórnarformaður Sýndarveruleika efh. framleiðanda sýningarinnar 1238 The Battle of Iceland. Fjölskylduhagir: Giftur Hrefnu B. Hallgrímsdóttur, leikara og leikstjóra, faðir Bjarts Jörfa (16 ára), Dags Mána (14 ára) og Snæfríðar Sólar (10 ára). Svipmynd Ingvi Jökull Logason H:N réðst í uppbyggingu á sýningu sem nýtir sýndarveruleika til að segja frá Sturlungatímabilinu. Verkefnið var mikil áskorun. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Dynamic Technology Equip­ment (DTE) er reiðubúið að sækja inn á álmarkaðinn með nýjan búnað sem efnagreinir ál samstund­ is með ljósgeislatækni. Fyrirtækið er komið í viðræður við nokkra af stærstu álframleiðendum heims um innleiðingu búnaðarins. „Ál er ekki bara ál. Framleiðendur þurfa að uppfylla ákveðnar gæða­ kröfur og í dag er það gert þannig að sýni eru tekin handvirkt á mörgum stigum framleiðslunnar. Fljótandi áli er hellt í mót, látið storkna og síðan greint á rannsóknarstofu. Þessi sýni skipta hundruðum á hverjum degi í meðalstóru álveri,“ segir Kristján Leósson, þróunar­ stjóri DTE, í samtali við Markað­ inn. „Tæknibúnaðurinn sem við hönnuðum skýtur leisigeislum á álbráðina og efnagreinir hana sam­ stundis.“ Búnaðurinn getur þannig sparað álverum marga snúninga og gert framleiðsluferlið öruggara þar sem mannshöndin þarf ekki að koma nálægt álbráðinni til að unnt sé að efnagreina hana. Þá er hægt að greina álið oftar í framleiðslunni sem getur haft áhrif á það hvernig framleiðsluferlið er hugsað. „Þessi búnaður getur nýst í gegn­ um allt ferlið og gegnum alla fram­ leiðslukeðjuna. Allt frá frumfram­ leiðslu áls og til endurvinnslu. Til dæmis er álið sem er framleitt hér á landi að mestu flutt út til annarra álvera sem búa til sérhæfðari málm­ blöndur til að gefa álinu ákveðna eiginleika. Álið er brætt og blandað öðrum efnum þannig að þar á bún­ aðurinn okkar einnig heima. Svo kemur hann sér vel þegar greina þarf álið til endurvinnslu,“ segir Kristján. DTE hefur átt í góðu samstarfi við Norðurál um verkefnið og gerðu fyrirtækin samning sín á milli um notkun búnaðarins í álveri Norður­ áls á Grundartanga. DTE hefur auk þess notið góðs af samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um þróun búnaðarins undanfarin ár. „Viðræður eru nú farnar af stað við nokkra útvalda aðila og við munum vinna að því næsta árið að þróa lausnir sem sniðnar verða að þörfum mismunandi viðskiptavina. Við ætlum að byrja með „pilot“­ leigusamningum til þess að komast hratt inn á markaðinn og það þýðir að við þurfum að fjármagna smíði tækjanna. Það eru viðræður í gangi um fjármögnun og við stefnum að því að klára þær innan tveggja til þriggja mánaða,“ segir Kristján. – tfh Íslenskt nýsköpunarfyrirtæki í viðræðum við fjárfesta og álrisa Búnaður DTE efnagreinir ál samstundis með ljósgeislatækni. Kristján Leósson, þróunarstjóri DTE. 9M I Ð V I K U D A G U R 2 0 . M A R S 2 0 1 9 MARKAÐURINN 2 0 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 9 -1 1 D C 2 2 9 9 -1 0 A 0 2 2 9 9 -0 F 6 4 2 2 9 9 -0 E 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.