Fréttablaðið - 20.03.2019, Síða 36
Við þurftum að ræða
þetta fram og
til baka. Það er
ekkert smámál að
gera þessar breyt-
ingar.
Friðrik Sophus
son, stjórnar
formaður
Íslandsbanka
Stjórnar-
maðurinn
15.03.2019
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 20. mars 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
Þrjú félög sem eru í eigu viðskiptafélaganna Þórarins
Arnars Sævarssonar og Gunnars Sverris Harðar-
sonar, sem eru meðal annars eigendur fasteigna-
sölunnar RE/MAX á Íslandi, fara samanlagt með
um 6,37 prósenta eignarhlut í Kviku banka.
Miðað við núverandi hlutabréfaverð bank-
ans, sem hefur hækkað um rúmlega fjórðung á
undanförnum sex mánuðum, er markaðsvirði
hlutarins um 1.190 milljónir króna.
Viðskiptafélagarnir, sem komu fyrst inn
í hluthafahóp Kviku síðla árs 2017, eru
þannig fimmti stærsti hluthafi fjárfestingarbankans.
Eignarhlutur þeirra í bankanum er í gegnum félög-
in Premier eignarhaldsfélag, Loran og RPF, eins
og ráða má af lista yfir stærstu hluthafa Kviku,
en auk þess hefur eignarhaldið að hluta verið í
gegnum framvirka samninga hjá Arion banka.
Gengi hlutabréfa Kviku stóð í 10,13 krónum á
hlut eftir lokun markaða í gær og hefur hækkað
um 22 prósent frá áramótum. – kij
Með 6,4 prósenta hlut í Kviku banka
Gunnar Sverrir Harðarson
PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is
PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar,
endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar
viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.
Jafnlaunavottun
Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar
PwC býður upp á heildstæða þjónustu í launamálum og jafnlaunavottun.
Við búum yfir áralangri reynslu og lausnum sem virka.
Sanngjörn laun fyrir
jafnverðmæt störf
Nú er liðin heil meðganga síðan
tíðindi af rekstrarvandræðum
WOW air fóru að vera á allra
vörum. Síðan hefur ýmislegt gerst
og markaðir sveif last í takt við
meint heilbrigðis- eða veikleika-
merki hverju sinni. Þrátt fyrir
allar þessar sveif lur hefur í raun
sáralítið breyst. Enn er tvísýnt um
framtíð félagsins og markaðurinn
bíður með öndina í hálsinum
nánast um hver mánaðamót.
Nú síðast í gær var lækkun dagsins
rakin til óstaðfests orðróms um
hiksta í viðræðum við bandaríska
sjóðinn Indigo. Aðeins nokkrum
dögum áður spekúleruðu sér-
fræðingar um að WOW, með sínar
Airbus-vélar, gæti verið lausnin
á vandræðum Icelandair vegna
Boeing Max-vélanna. Þá fór hluta-
bréfamarkaðurinn upp.
Nú liggur í augum uppi að ekki er
hægt að verðleggja sama atburðinn
margsinnis inn í eignaverð. Það
virðist hins vegar hafa gerst í til-
viki WOW. Hlutabréf í Kauphöll-
inni hafa margsinnis tekið dýfu
vegna yfirvofandi falls WOW.
Fjárfestar eru ekki alltaf skynsem-
isskepnur til skamms tíma. Óvissa
getur skapað örvæntingu og hjarð-
hegðun sem ekki á sér endilega
rökréttar skýringar. Slíkar sveif lur
verða svo enn ýktari vegna skuld-
setningar í kerfinu. En til lengri
tíma leitar verð yfirleitt í eðlilegt
jafnvægi.
Því er öðruvísi farið í raunhag-
kerfinu. Margir atvinnurekendur,
t.d. Isavia og f leiri aðilar í ferða-
þjónustu, hafa nú þegar gripið til
uppsagna og hagræðingaraðgerða
vegna óvissu með WOW. Engin
trygging er fyrir því að fólk sem
misst hefur störf sín geti gengið að
þeim vísum ef WOW hefur það af.
Skaðinn er því skeður.
Staðreyndin er sú að WOW f lytur
um fjörutíu prósent farþega til
landsins. Félagið er stór vinnu-
veitandi og af leidd störf skipta
þúsundum. Brotthvarf félagsins
gæti því haft víðtækar efnahags-
legar af leiðingar til skamms tíma,
þótt vafalaust finnist eðlilegt
jafnvægi að lokum. Stjórnvöld
þurfa að átta sig á þessu. Það eru
fjöldamörg dæmi um afskipti hins
opinbera af f lugrekstri. Íslenska
ríkið hefur hlaupið undir bagga
með Icelandair þegar þurft hefur.
Þýska ríkið kom Air Berlin til
aðstoðar með láni og Hollendingar
juku nýverið hlut sinn í KLM.
Óvissan um WOW hefur hangið
yfir hagkerfinu of lengi. Það verð-
ur að fara að höggva á hnútinn.
Mál að linni
2
0
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
9
8
-F
9
2
C
2
2
9
8
-F
7
F
0
2
2
9
8
-F
6
B
4
2
2
9
8
-F
5
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K